Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 26

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 26
1925-1934 / GLÆPIR OG GEÐVEIKI kjánalega framdir. Er þetta mjög ljóst með sljóvgaða sjúkl. fyrir elli eða sjúkdómssakir, svo og með fávita. Þannig kemur fyrir að þeir t.d. stela um hábjartan dag, frammi fyrir augunum á eigandanum að heita má, standa máski og masturbera eins og þeim sýnist coram publico eða eru áberandi sexuel í framkomu gagnvart konum, án tillits til þess hver kunni að vera viðstaddur annar. - Lík, ósjálfráð skyndibrögð, „automatiske og impulsive handlinger" koma oft fyrir í þokuvitundarástandi vegna flogaveiki, alkóhólnautnar eða ofsalegra geðbrigða. í enn öðrum tilfellum er það grimmd sú sem lýsir sér í glæpnum sem grun vekur um geðveiki, t.d. við nauðgunarglæpi, misþyrmingar, morð o.s.frv. Er þá langoftast um að ræða þokuvitund fyrir geðshræring- arsakir hjá sjúklingum sem haldnir eru degeneratio psychopathia, stundum einnig hjá fávitum. Gegn hverjum glœpurinn er framinn er oft nóg til þess að vekja grun dómarans um geðveiki. T.d. þjófnaður á allskonar ónothæfu rusli, nauðgunartil- raunir við háaldraðar konur eða ungbörn, árásir á alsaklausa menn, morð á eiginkonu eða eiginmanni eða börnum. Þó geta við barnsmorð legið svo sterk „sósíal, ökónómísk eða ómórölsk mótíf' (Wimmer) til grundvallar að þau fullskýri oft glæpinn. En oft er þess að gæta að þessi mótíf ná einmitt því aðeins því valdi á viðkomanda sem raun er á að hann hefir verið eitthvað andlega vanheill. - Um barnsmorð rétt eftir fæðingu er oftast nær öðru að gegna. Konur eru þá oft í þokuvitundarástandi eða ruglast um stundarsak- ir - í „transitorisk Taagetilstand" - vegna líkamlegra eða andlegra orsaka, og kemst þá engin hugsun að hjá þeim er þær fremja glæpinn. Ég hefi tekið fram að tegund glæpa, hvernig þeir eru framdir og gegn hverjum þeir eru framdir, allt getur orðið til þess að vekja grun dómarans eða annarra um að sá sem þá hefir framið sé ekki andlega heill. Vissafyrirþvíhvort um geðveiki sé að rœða eða ekki getur aðeins fengist með því að rannsaka manninn psykiatriskt sem í sumum tilfellum er auðvitað auðgert en í mörgum öðrum mikið og vandasamt verk. Er þá fyrst að ákveða almennt andlegt þroskastig viðkomanda, en þar greinum við geðveikralæknar á milli idioti eða fábjánaskapar, imbecilitas, eða hálf- bjánaskapar, debilitas mentalis, eða kjánaskapar - alla flokkana í einu nefnum við inferioritas mentalis, eða fávitahátt. Er auðskilið að fávitar fremji oft glæpi ef menn hugsa út í vitsmunaiegan vanþroska þeirra, vanþroska og taumlaust tilfinningalíf þeirra og vantandi skilning á jafnvel einföldustu siðferðislögmálum. Við fávitahátt er sem dregið sé úr andlegum þroska manns á öllum sviðum, að hann hafi aldrei náð því stigi sem talið er normalt. í öðrum tilfellum er sem þroskinn hafi orðið full- kominn á sumum sviðum en sé aftur mjög ábótavant á öðrum, þannig að um andlega vansköpun er að ræða. Þeir geta t.d. verið intellektúelt sæmilegir eða jafnvel afburða en tilfinningalífið og viljalífið svo brenglað að þessir menn eru meira og minna siðferðilega örvasa, og allajafna með annan fótinn í geðveiki. Smááföll velta þeim yfir í augljósan geðsjúkdóm. Þannig getur t.d. verkað smávægilegur líkamlegur sjúkdómur, akút fyllerí, ofreynsla eða aðeins geðshræring. Slík sjúk- leg andleg brenglun er einu nafni nefnd degeneratio psychopatliia, sjúklingarnir dégénérées supérieurs eða psychopathar. Við orðið degeneration hefir hjá leikmönnum vilj- að loða negatíft mat, fyrir óskýra hugsun þeirra sem fyrst notuðu það, en ekkert slíkt eigum við geðveikra- læknar nú á tímum við með orðinu. Við teljum engan kominn til að sanna það að nokkurt andlegt los sé ekki einmitt heppilegt fyrir menn, að minnsta kosti undir vissum kringumstæðum. Þar fyrir getur það ver- ið sjúklegt. Þegar um brenglun er að ræða eru sum- staðar lægðir, annarsstaðar hæðir; eins er um þessa menn, að séu lautir, holur eða jafnvel göt hjá þeim sumstaðar, þá eru líka þúfur, hæðir, hólar og jafnvel fjöll hjá þeim á öðrum sviðum. Sérkennilegt fyrir þá er yfirleitt andlegt ójafnvægi sem getur haft sína kosti þótt það einnig hafi sína ókosti. Það er vanalega tiltölulega saklaust þótt rnenn vanti t.d. músíkgáfur eða háfleygustu reikningsgáfur, aftur á móti getur það verið í meira lagi alvarlegt ef t.d. siðferðishugtökin vantar alveg eða að miklu leyti, menn eru þá „moral insane" eða jafnvel að því er stundum virðist fæddir lögbrjótar, delinqventi nati. Degeneratio psychopathia getur bæði verið með- fædd eða síðar tilkomin, af heilasjúkdómum í barn- æsku eða öðrum áföllum, en oft er ókleift að gera sér grein fyrir uppruna hennar. - Fávitahátt og degen. psychopathia nefni ég einu nafni geðveilur. Nákvæmasta statistík yfir geðveika og geðveila sem til er frá Englandi og Wales 1926. 8,3% af öllum íbúum reyndust að koma undir þetta annaðhvort eða hvorttveggja. Degeneratio psychopathia er langalgengasta and- lega afbrigðið hjá öllum flokkum glæpamanna, öðr- um en þjófum, ofbeldisbófum, íkveikjumönnum og siðleysingjum. Meðal þeirra eru fávitarnir nokkru algengari. Samtals eru í þessum 2 flokkum 20-3/4 allra þeirra glæpamanna sem eru andlega sjúklega frábrugðnir heilbrigðum mönnum. Hinn t/3-1/4 parturinn er haldinn hinum eiginlegu geðsjúkdómum, þar með talinn alkóhólismi, morfín- ismi, sefasýki og flogaveiki. Stærstu geðsjúkdómaflokkarnir eru hin svonefnda manio-depressiva geðveiki, dem. præcox og paranoia. Auk þess er fjöldi annarra, eins og t.d. af sýfilítískum uppruna, geðveiki fyrir æðakölkunar eða elli sakir o.s.frv. 26 Læknablaðið 2005/91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.