Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 31

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 31
1 935-1 944 / HEILSUVERNDARSTARFSEMI Heilsuverndarstarfsemi og skipulag heilbrigðismála Erindi flutt í L.R. 10. janúar 1939 Læknablaðiö 1939; 25: 17-25 Júlíus Sigurjónsson 1907-1988 Á fundi hér í félaginu síðastliðinn vetur hélt próf. Guðm. Thoroddsen snjallt erindi um framtíðarskipu- lag heilbrigðismála. Urðu allmiklar umræður um til- lögur hans sem flestir ræðumanna töldu mjög merkar, og virtust yfirleitt allir á einu máli um það að fyllilega væri tímabært að tala unt skipulagsbreytingar eða nýtt skipulag í þessum efnum þótt að sjálfsögðu gætu verið skiptar skoðanir um það hverjar leiðir skyldi þar fara. Þá heyrðust og margar raddir um það að ekki væri nóg að skipuleggja alla lækningastarfsemi hvað launa- kjör og lækningastarfsemi snerti, heldur þyrfti að gera grundvallarbreytingu á starfsviði læknanna, og þá einkum embættislæknanna, þannig að aðaláherslan væri lögð á „preventive medicin" í stað þess að ein- blína á lækningastarfsemi í þrengri merkingu. Ég er algerlega sammála um þetta, en af þessu leiðir að áður en við förum að tala um ákveðið fyrir- komulag í þessum efnum verðum við að gera okkur grein fyrir meginþáttum þeirrar starfsemi sem við ætlumst til að verði framkvæmd, gera að nokkru leyti starfsáætlun í stórum dráttum, en byggja síðan upp viðeigandi skipulag er hafi það eina markmið að greiða fyrir og styðja að framkvæmdum starfsáætlun- arinnar á sem hagkvæmastan hátt. Skipulagið á hér sem annarsstaðar að vera til vegna starfseminnar og mótast af henni. Ég mun nú ganga út frá þeim forsendum að ef þörf sé á endurbættri skipulagningu heilbrigðismálanna sé það aðallega til þess að styðja að aukinni starfsemi á sviði heilsuverndarinnar, og mun ég því fyrst gera grein fyrir því í stórum dráttum hvað ég á við með heilsuverndarstarfsemi og hvernig hún sé framkvæm- anleg, en síðan minnast á helstu atriði viðvíkjandi skipulagningu slíkrar starfsemi. Ég sá það að vísu fljótlega að það er að færast of mikið í fang að ætla sér að gera þessu hvorutveggja góð skil í einu stuttu erindi, enda mun ég aðeins stikla á því stærsta án þess að koma með ákveðnar tillögur í einstökum atriðum; og er ætlunin því aðallega sú að vekja menn til umhugsunar um þessi mál hvern og einn, og væri æskilegt að sem flestir vildu leggja eitt- hvað til málanna svo að sem flest viðhorf komi í ljós. 1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1995- m GreinaskrifíLækna- blaðiðáþessutíma- bili sem ber hvað hæst fjalla um þá þróun er framund- an var í heilbrigðis- málum íslendinga. I upphafi tímabilsins er berklaveikin ein helsta dánarorsök hér á landi og lagði ekki síst að velli fólk í blóma lífsins. Árið 1935 var Sig- urður Sigurðsson skipaður berkla- yfirlæknir og tók við stjórn þeirrar baráttu sem lauk með því að berklum var að mestu útrýmt í landinu. Umræður um þá baráttu og þróun heil- brigðismála í heild áttu ríkan sess á aðalfundum L.í. og þá ekki síst árið 1938. Þeim umræðum eru gerð góð skil á síðum Læknablaðsins. Kemur þar glöggt fram hve læknar stóðu þétt að baki berklayfirlæknis og liðsmönnum hans. Enda þótt baráttuna við berklaveiki beri hátt á þessum árum er þó helst ein grein sem upp úr stendur um þetta efni en það er bréf berkla- yfirlæknis til heilbrigðisyfirvalda um þörfina á þerklavarnarstöðvum til greiningar berklaveiki áfrumstigi. Ýmsir yngri læknar, við framhaldsnám eða nýkomnir heim frá námi, setja svip á greina- skrif í blaðið, gjarnan með yfirlitsgreinum eða niðurstöðum eigin rannsókna. Hinir eldri skýra oft frá dýrmætri reynslu sinni í starfi eða fjalla um málefni læknastéttarinnar. Einnig bregður fyrir harðorðum ritdeilum og stýrir þá Vilmundur Jónsson landlæknir gjarnan penna af fimi gegn óvægnum starfsbræðrum sínum. Sá sem reynir að fara af gagnrýni yfir greinar frá þessum tíma verður að varast að falla í þá gryfju að finnast þær lítilsverðar og bera vott fákunnáttu séu þær bornar saman við lækn- isþekkingu nútímans. Ailar eru þær framlag til þróunarinnar og ber aö meta sem slíkar. Það þarf ekki að fara 60 ár aftur í tímann til að finna vitneskju sem nú telst úrelt. Meðal góðra greina sem birtust í blaðinu á þessum áratug má nefna: Ungbarnadauðinn á íslandi síðustu 100 árin eftir Júlíus Sigurjóns- son, 1940; 26: 97-108. Um mótefni gegn lif- andi vefjafrumum eftir Björn Sigurðsson, 1940; 26:129-38. Um diabetes eftir Valtý Albertsson, 1941;27: 97-126. Ég hef þó valið grein eftir Júlíus Sigurjóns- son: Heilsuverndarstarfsemi og skipulag heil- brigðismála sem fulltrúa þeirrar umræðu um heilbrigðismál er fram fór á þessu tímabili. Eins og ýmsar greinar aðrar er hún upþrunalega flutt sem erindi á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 10. janúar 1939 en birt í Læknablaðinu 1939; 25: 17-25. Júlíus sér fyrir sér að landlæknir haldi styrkri hendi um alla meginþætti heilsuverndarstarf- seminnar. Enda þótt lögð sé áhersla á skyldur héraðslækna til að sinna hinum margþættu áherslum heilbrigðismála er drepið á þróun heilsuverndarstöðva sem þá átti enn langan veg fyrir höndum að heilsugæslustöðvum nútímans. Greinin stendur annars fyllilega fyrir sínu og best að lesa hana til að dæma um hve vel hún hafi staðist tímans tönn. Júlíus Sigurjónsson fæddist 1907 og lést 1988. Hann lauk læknaprófi frá HÍ1931. Hann lagði stund á framhaldsnám í heilbrigðisfræðum og meinafræði. Er heim kom hóf hann störf á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði en varð forstöðumaður Matvælaeftirlits ríkisins 1937-1942. Eftir það var hann ráðunautur land- læknis um heilbrigðismál og forstöðumaður Rannsóknastofu í heilbrigðisfræði. Frá 1934- 1963 var hann alloft staðgengill prófessorsins í meinafræði. Árið 1937 hóf hann að kenna heilbrigðisfræði við HÍ en var prófessor í þeim fræðum 1945-1975. Doktorsritgerð varði hann við HÍ1940 og var heiti hennar Studies on the human thyroid in lceland. Eftir hann liggur fjöldi ritverka sem birtust hér á landi og ytra. Páll Asmundsson 1934 Læknablaðið 2005/91 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.