Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 35
1 935-1 944 / HEILSUVERNDARSTARFSEMI einn og sami læknir sé fær um að gegna svona marg- víslegum störfum sem heilsuverndarstörfum á þeim sviðum sem ég hef nú minnst á, auk þess að eiga að stunda almennan praxis? Það kann í fljótu bragði að þykja til of mikils ætlast og þó, við nánari athugun sér maður að allar þessar mörgu greinar heilsuvernd- arstarfseminnar eru nátengdar, eða byggja á tilsvar- andi greinum hinnar almennu læknisfræði, sem öllum læknum er nauðsynlegt að kunna skil á; aðeins er hér litið á hlutina frá nokkuð öðru sjónarmiði og það yfir- leitt víðtækara. Því ber þó ekki að neita að með þeirri menntun sem læknar almennt fá í háskólum sem undirbún- ing undir próf það sem kallað er embættispróf er öll aðaláherslan lögð á það að búa þá undir lækninga- starfsemi í þrengri merkingu, og er því sönnu næst að háskólanámið búi læknaefni sérstaklega undir almennan praxis, en ekki embættisstörf. Úr þessu er nú víðast bætt með sérstökum námskeiðum fyrir héraðslækna að loknum embættisprófum og er þátt- taka í slíku námskeiði og próf að því loknu þá gert að skilyrði fyrir veitingu embættis sem héraðslæknir. Er þetta þá hið raunverulega „embættispróf". A þessum námskeiðum er kennt allt er lýtur að heilsuverndar- starfsemi eins og ætlast er til að framkvæmd sé í við- komandi landi, preventive medicin, socialmedicin, ennfremur gildandi heilbrigðislöggjöf, réttarlæknis- fræði, samning vottorða og yfirleitt allt, er viðkemur störfum lækna sem embættislækna. Auk þess sem þátttaka í þess háttar námskeiði er skilyrði fyrir veitingu embætta, er víða ætlast til að embættislæknar endurnýi þekkingu sína við og við með þátttöku í þessum námskeiðum síðar meir, þótt ekki sé þá krafist prófs af þeim. Eru þessi námskeið þannig hliðstæð við þá æfingu og menntun, sem prakt- iserandi læknar sækja á sjúkrahús að afloknu háskóla- prófi og oft síðar. Slík námskeið er okkur nauðsynlegt að koma upp, ef við viljum fylgjast eins vel með í heilsuverndarstarf- semi eins og við gerum í lækningastarfsemi. Þarf það engan veginn að vera ofviða kostnaðarins vegna, því að við getum byrjað smátt og hagað námskeiðunum eftir þeim kröfum, sem við sjáurn að við getum gert á hverjum tíma til heilsuverndarstarfsemi embættis- lækna. Auk þess að sjá héraðslæknum fyrir nokkuð al- mennri menntun á þessu öðru aðalstarfsviði sínu, þarf að sjá þeim fyrir handleiðslu í hverri einstakri grein heilsuverndarstarfseminnar, og verður það best gert á þann hátt að skjóta inn milliliðum, ef svo mætti segja, milli héraðslækna og landlæknis þannig að landlæknir fengi að vissu leyti sér til aðstoðar sérfróða lækna, til þess hvern á sínu sviði, að leiðbeina og líta eftir til- heyrandi starfsemi héraðslæknanna. Ég hef rissað upp hvernig ég hugsa mér afstöðu þessara aðila hverra til annarra. Æðsta faglega stjórn heilbrigðismála hjá landlækni sem ætti að hafa að- stöðu sem væri hann skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneyti. Honum væru svo til aðstoðar læknar með sérþekkingu í nokkrum helstu greinum heilbrigðis- fræðinnar, og stæðu þeir aftur í beinu sambandi við héraðslækna og skipulegðu, litu eftir og væru til leið- beiningar um daglega starfsemi þeirra, hver á sínu sviði, en þannig þó að héraðslæknar hefðu og beinan aðgang að landlækni, mynduðu einskonar heilbrigð- isráð, og myndi það væntanlega styrkja áhrif lækna- stéttarinnar á meðferð heilbrigðismála. Ég skal nú aðeins geta þess að ég ætlast ekki til þess að stofnuð verði ný embætti jafnmörg og þeir milliliðir sem ég hef hér teiknað upp heldur eiga þeir að tákna helstu starfsgreinar héraðslæknanna; gæti sami maður haft fleiri en eitt þeirra á hendi eftir at- vikum, og þyrfti þá ekki að vera fastari skipting held- ur en er t.d. í stjórnardeilum ríkisstjórnar, ennfremur mætti í mörgum tilfellum, a.m.k. fyrst í stað, sameina ýmsar greinar öðrum störfum o.s.frv. En í meginatriðum hygg ég að skipulagið yrði best á þessa leið, og svo er heldur ekki rétt að binda það öllu meir fyrirfram í einstökum atriðum, heldur mun betra að hafa svo óbundnar hendur að hægt sé að breyta til eftir vild meðan að reynsla er að skapast um framkvæmdir í einstökum srnærri atriðum. Skal ég nú ekki fjölyrða meira um þetta að sinni, en þó vil ég taka það fram að hvernig sem væntan- legt skipulag annars yrði nánar tiltekið, mun megin- þungi heilsuverndarstarfseminnar úti um land hvíla á herðum embættislæknanna, og veltur því mikið á um framkvæmdir að þeir hafi áhuga og skilning á þessu sviði. Eitt af þýðingarmestu atriðunum, og það sem leggja þarf mesta áherslu á í byrjun, er því að beina áhuga þeirra inn á þessar brautir, en það verður best gert með námskeiðum eins og ég hef minnst á. Læknablaðið 2005/91 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.