Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 51

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 51
1955-1964 / NOTKUN GEISLAJOÐS Notkun geislajoðs (I131) við greiningu skjaldkirtilssjúkdóma á Islandi* Að mestu eftir erindi sem flutt var í L.R. 13- nóvember 1963 Læknablaðið 1964; 48: 70-82 Þorvaldur Veigar Guðmundsson 1930 Nú eru liðin næstum tvö ár, síðan mælingar á skjald- kirtilsstarfsemi með geislajoði hófust á Landspítal- anum.b Hinn 15. okt. sl. höfðu slíkar mælingar verið gerðar á 413 manns. Pað er því kominn tími til þess að gera sér grein fyrir, hvernig þetta próf reynist hér við greiningu hyp- er- og hypothyroidismus. Áður en byrjað verður á því, er rétt að gera stutta grein fyrir joðefnaskiptum líkamans, mælingarað- ferðum og niðurstöðum af mælingum á heilbrigðum íslendingum. * Frá ísótópastofu Landspítalans. Forstöðumaður: Davíð Dav- íðsson prófessor. 1) Þegar talað er um geislajoð í grein þessari er alltaf átt við I'31. Joðefnaskipti Á mynd 1 sést í stórum dráttum ferð joðs um líkam- ann. Breidd örvanna á myndinni veitir nokkra hug- mynd um hlutföllin í dreifingu þess. Joð asorberast einkum úr mjógirninu, en lítill hluti þess fer út með saurnum. Asorberað joð flyzt síðan í blóðinu sem joðíð (I') og dreifist um allan millifrumu- vökvann (extracelluler) (ECV). Á 24 klukkustundum skiljast út með þvagi u.þ.b. 2/3 af því joði, sem borðað er, en skjaldkirtillinn tekur til sín u.þ.b. 1/3 hluta (1, 8). Munnvatns- og magakirtlar skilja út örlítið af joði. Skjaldörvandi hormón (TSH), thyreotropin) frá heiladingli eykur joðtöku skjaldkirtilsins og fram- leiðslu hans á hormóni. í skjaldkirtlinum oxyderast joðið og binst tyrosini. Frekari efnabreytingar til myndunar skjaldkirtilshormóns verða ekki raktar hér. 1915-24 1925-34 1935-44 Þorvaldur Veigar Guðmundsson Þegar ég tók að mér, að beiðni ábyrgðarmanns Læknablaðsins, að velja eina grein til birtingar í afmælisriti blaðsins vissi ég að mér yrði vandi á höndum. Til stuðnings við valið var bent á að greinin ætti að vera „annaðhvort læknisfræði- lega mikilvæg og sígild eða að hún sé dæmi- gerð fyrir þekkingu, umræður og heilbrigðismál þess tíma þegar hún var skrifuð". Mér var falið að velja grein úr árgöngum áranna 1955 til 64. Vandi minn óx enn frekar þegar ég hafði blaðað í gegnum þá, merkt við nokkrar greinar og síðan lesið þær vandlega og gefið punkta samkvæmt ábendingum ritstjórn- ar. Niðurstaðan var að greinin sem hér birtist kom best út. Þá kom vandinn. Átti að útiloka greinina vegna þess hver höfundurinn var? Lokaniðurstaðan varð að gera það ekki. Þótt greinarhöfundur sé skráður aðeins einn voru fleiri sem áttu stóran hlut að málinu. Á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar fór notkun geislavirkra ísotópa við rannsóknir, sjúk- dómagreiningar og lækningar mjög vaxandi. Prófessor Davíð Davíðsson kynntist notkun geislavirkra efna á námsárum sínum í London og eftir heimkomuna hafði hann mikinn áhuga á að nýta þessar aðferðir hér heima. Hann sótti því um styrk til Alþjóða kjarnorkumálastofnunar- innar til kaupa á tækjum til að mæla geisla frá geislavirkum ísótópum. Ennfremur til að fá sér- fræðing til að setja tækin upp og kenna notkun þeirra. Styrkurinn var veittur og seint á árinu 1961 komu tækin til landsins og um sama leyti kom breski eðlisfræðingurinn Michael M. 1 945-54 ■IUÐtl 1 965-74 Bluhm. Hans sérgrein var notkun geislavirkra efna til lækningarannsókna og starfaði hann hér fram á sumarið 1962. Alþjóða kjarnorku- málastofnunin hafði sett þau skilyrði að tækin yrðu keypt frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Sovétríkjunum. Þetta olli vissum vandkvæðum við uppsetningu þeirra, meðal annars af því að leiðarvísarnir með sovésku tækjunum voru bara á rússnesku. En undir góðri forsjá dr. Bluhm komust öll tækin í notkun. Um veturinn 1961 -2 voru sett upp nokkur próf til sjúkdómagreininga, en mesta vinnan fór í þau próf sem lýst er í eftirfarandi grein. Þessi grein er dæmigerð fyrir þá þekkingu sem þá var að ryðja sér til rúms í læknisfræði, þ.e. notkun geislavirkra efna við greiningu sjúkdóma og var alger nýjung hér á íslandi. Niðurstöður okkar voru nokkuð frábrugðnar niðurstöðum í öðrum löndum, vafalaust vegna mikils joðáts íslendinga. Prófessor W. D. Alex- ander við Western Infirmary í Glasgow hvatti til að þær yrðu birtar á ensku og farið var að hans ráðum (Bluhm MM, Gudmundsson TV. A rout- ine thyroid function test in lceland. Scot Med J 1963; 8: 442-5). Það varð upphaf að frekari samvinnu Landspítalans og Western Infirmary um rannsóknir á joðmetabolisma íslendinga (Alexander WD, Gudmundsson TV, Bluhm MM, Harden R McG. Studies of lodine Metabolism in lceland. Acta Endocrinologica 1964; 46: 679-83). Geislajoðprófin gerbreyttu aðferðinni við greiningu skjaldkirtilssjúkdóma hér á landi. Áöur hafði helst verið stuðst við mælingar á efnaskiptum, „basal metabolic rate“ 1975-84 1985-94 1995-2 (BMR), þ.e. súrefnisnotkun í hvíld. En afar erfitt er að fá sjúklinga til að vera í algerri hvíld og því var prófið óáreiðanlegt. Ennfremur var það tímafrekt fyrir starfsfólk og sjúklinga. Geislajoð- upptaka skjaldkirtilsins varð strax aðalprófið við greiningu skjaldkirtilssjúkdóma, og var það í um tuttugu ár, eða þar til farið var almennt að mæla hormón í blóði. Mælingar á joðupptöku skjaldkirtilsins eru undirstaða þess að beita geislavirku joði til meðferðar á ofstarfsemi kirtilsins. Þær lækn- ingar hófust reglulega þegar viðmiðunarmörk höfðu verið sett. Meðferðin var framkvæmd í nánu samstarfi við Theódór Skúlason, yfir- lækni, og í grein sem birtist í sama tölublaði og greinin sem hér fylgir, ræðir Theódór um þær lækningar. Lokaniðurstaðan er að sú vinna sem lýst er í greininni var ný tækni á íslandi og ný að- ferð við greiningu skjaldkirtilssjúkdóma sem gerði greininguna miklu áreiðanlegri en eldri aðferðin. Prófin og viðmiðunarmörkin eru enn í notkun, nú einkum við undirbúning meðferðar með geislavirku joði. Vinnan leiddi til mikilla breytinga á meðferð við ofstarfsemi skjaldkirt- ilsins og til frekari rannsókna á joðefnaskiptum íslendinga. Að lokum skal þess getið að sú vinna sem hér er lýst var unnin, og greinin skrifuð, í náinni samvinnu við prófessor Davíð Davíðsson, þá- verandi yfirlækni á Rannsóknastofu Landspít- alans. Hann ákvað að hans væri ekki getið á greininni. Ég taldi þá og tel enn að hans nafn hefði átt að vera með á greininni. Læknablaðið 2005/91 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.