Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 55
1 955-1 964 / NOTKUN GEISLAJOÐS
Sé þeim beitt við flokkun skjaldkirtilssjúkdóma,
verður lokasamanburður á niðurstöðum flokkunar
með geislajoðprófum og klín. Sjá flokkun í töflu IV.
Sá eini klin. hypothyr., sem flokkast euthyr. sam-
kvæmt geislajoðprófinu. er með hypothyr. sec.
Ef allir hóparnir eru teknir saman, ber I131 flokkun-
inni saman við klínísku flokkunina í 94 tilfellum af 96.
Samanburður á klínískri flokkun og efnaskiptum
(BMR)
Fram á síðustu ár hefur efnaskiptapróf verið aðalrann-
sóknaraðferðin til að greina liyper- og hypothyr. Það
hefur þann kost að mæla „perifera“ verkun skjald-
kirtilshormóns og ætti því að vera nokkur mælikvarði,
á hvaða stigi sjúkdómurinn er. A hinn bóginn hefur það
svo marga ókosti, að notkun þess fer minnkandi (10).
BMR er óbein mæling á efnaskiptum líkamans.
Það er byggt á mælingu súrefnisnotkunar við „stand-
ard“ aðstæður, þ.e. sjúklingurinn er fastandi og í hvíld.
Súrefnisnotkunin er borin saman við yfirborð líkam-
ans. Tveir stærstu ókostirnir eru, að það getur munað
10% á útreikningum á yfirborðinu og mjög erfitt að fá
fólk í sambærilegu (standard) ástandi.
Efnaskiptamælingar höfðu verið gerðar á 56 af
sjúklingahópnum (5 hypothyr., 32 euthyr. og 19 hyp-
erthyr. Miðað við klínísku flokkunina).
Meðal-MBR hjá klin. euthyr. var + 2,5 (S.D. 15) og
meðal-BMR hjá klin. hyperthyr. Var 48,5 (S.D. 20,5).
Við samanburð á niðurstöðum BMR og F31 prófs
kemur í ljós, að það er engin fylgni (correlation) milli
þessara mælinga hjá þeim, sem eru euthyr., en nokk-
ur jákvæð fylgni er milli þessara prófa hjá hyperthyr.
Fylgnistuðullinn (correlation coefficent) er +0,53.
Fylgnin er ekki nægileg til þess, að unnt sé að segja
fyrir um útkomu annars prófsins af niðurstöðum hins.
Hypothyr. tilfellin eru of fá til samanburðar.
Samanburður á niðurstöðum BMR (normalmörk
sett +15,-15) og klínísku flokkuninni sést í töflu V.
Eftirtektarverðast er, að margir klínískt euthyr.
falla utan við normal mörk, eða 11 af 32. Þennan ár-
Tafla V.
Klín. flokkun BMR flokkun
Euthyr. 32 Euthyr. 21
Hyperthyr. 6
Hypothyr. 5
Hyperthyr. 19 Euthyr. 1
Hyperthyr. 18
Hypothyr. 0
Hypothyr. 5 Euthyr. 1
Hyperthyr. 0
Hypothyr. 4
angur mætti sennilega bæta, a.m.k. þegar mælingar
eru gerðar á sjúklingum á spítala. Þar sem þessi próf
eru gerð af mestri alúð, eru sjúklingunum gefin svefn-
lyf kvöldið fyrir prófið og það gert árla næsta morg-
uns. þegar þeir eru nývaknaðir og hafa ekki hreyft sig
úr rúmum sínum. Prófið er endurtekið næsta dag.
Ef munar meira en 5% á þessum tveim mælingum,
er ekki tekið mark á þeim.
Ahriflyfja og sjúkdóma á geislajoð
Við notkun geislajoðprófs verður að hafa í huga, að
ýmislegt getur haft áhrif á niðurstöður þess. Joð-127
í stórum skömmtum lækkar upptökuna mjög mikið.
Þess vegna er ekki hægt að gera geislajoðpróf í 6-8
vikur, eftir að sjúklingur hefur fengið joðríkt röntgen-
skuggaefni eða t.d. „kvefmixtúru“, sem er joð. A hinn
bóginn veldur joðskortur hækkaðri upptöku.
Öll lyf, sem eru notuð við skjaldkirtilssjúkdóma,
lækka upptökuna, tabl. Thyreoidea og thyroxin í allt
að 6 vikur og triodothyronin í eina viku eftir að notk-
un er hætt. Antithyreolyf, svo sem propyi- og met-
hylthiourazil, lækka upptökuna í 2-4 vikur.
Ýmis önnur lyf geta lækkað upptökuna nokkuð,
en í styttri tíma (2-7 daga). T.d. er öruggast að nota
ekki ACTH, cortico-steroída, butazolidin, PAS og is-
oniazid í sjö daga fyrir geislajoðpróf.
Aðrir sjúkdómar í skjaldkirtli en hypo- og hyp-
erthyr. geta haft áhrif á geislajoðprófið, t.d. mælist
stundum hækkuð upptaka og hátt PBI131 við „autoim-
mune thyreoiditis".
Ef tekið hefur verið af kirtlinum (operation, l131-
meðferð), getur mælzt hátt PBI131 og jafnvel lítillega
hækkuð upptaka. Hjartabilun og nýrnasjúkdómar
geta aukið upptökuna nokkuð.
Gerðar hafa verið víðtækar rannsóknir á áhrifum
lyfja og sjúkdóma á joðtöku skjaldkirtilsins. Má í því
sambandi benda á greinar eftir Magalotti, Hummon
og Hierschbiel (5) og Arne Thorén (12).
Þakkarorð
Rannsóknirnar á sjálfboðaliðunum voru gerðar að
mestu leyti undir stjórn dr. M. M. Bluhms, en starf-
Læknablaðið 2005/91 55