Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 57

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 57
1965-1 974 / SVÆSINN HÁÞRÝSTINGUR Svæsinn háþrýstingur (III. og IV. stig) Rannsókn á sjúkdómsfari og afdrifum 117 sjúklinga á lyflækningadeild Landspítalans 1957-1971 Inngangur Læknablaðið 1974; 60:181-96 Þorkell Guð- brandsson 1945 Snorri Páll Snorrason 1919 Ekki er vitað til að birst hafi uppgjör um háþrýst- ingssjúklinga hérlendis. Þótti því ástæða til að rann- saka nokkur atriði varðandi sjúklinga með svæsinn háþrýsting sem legið höfðu á lyflækningadeild Land- spítalans og bera niðurstöður saman við erlendar at- huganir. Athuguð var dreifing sjúklinga á tímabilinu og ýmis atriði varðandi ástand þeirra við greiningu, einkum í ljósi síðari afdrifa þeirra, þ.e. fylgikvilla, dauðaorsaka og lífslengdar. Efniviður og aðferð Farið var yfir skýrslur sjúklinga sem voru greindir með háþrýsting (hypertnesio arterialis) á lyflækninga- deild Landspítalans á tímabilinu 1957-1971. Sérstak- lega voru athugaðar niðurstöður augnbotnaskoðana, en sami augnlæknir (Kristján Sveinsson) hafði skoð- að nær alla þessa sjúklinga á tímabilinu. Af þessum sjúklingahópi voru þeir sérstaklega teknir fyrir sem töldust hafa fundus hypertonicus III og IV samkvæmt flokkun Keiths & Wageners (8). í IV. stig háþrýstings eftir augnbotnaskoðunum flokkast þeir sjúklingar sem hafa papilluoedema (öðrum megin eða báðum megin) og auk þess áberandi háþrýstingsbreytingar í slagæðum. í III. stig háþrýstings flokkast þeir sjúkl- ingar sem hafa blæðingar og /eða exúdöt og auk þess greinileg slagæðaþrengsli og Gunn’s einkenni. Þessir sjúklingar með III. og IV. stigs breytingar eru sagðir hafa svæsinn háþrýsting. Áður en virk meðferð kom til sögunnar höfðu flestir sjúklingar með slíkar breyt- ingar afar slæmar lífshorfur (1, 8,10,12). Um vafatil- felli voru höfð samráð við Kristján Sveinsson og auk þess stuðst við grein sem hann hefur ritað um augn- einkenni við háþrýsting (9). Þeir sjúklingar voru ekki taldir með sem voru álitnir hafa augnbotnablæðingar og/eða papilluoedema af völdum annarra sjúkdóma en háþrýstings, t.d. sjúklingar með retinopathia dia- betica á háu stigi eða hemorrhagia subarachnoidalis, enda voru önnur einkenni háþrýstings ekki áberandi í þeim tilvikum. Ekki var reynt að vinsa þá sjúklinga úr sem höfðu sekúnder háþrýsting enda ekki fram- kvæmanlegt þar sem ekki höfðu verið gerðar við- unandi rannsóknir m.t.t. orsaka nema hjá fáeinum sjúklingum og ekki var samræming í rannsóknum á tímabilinu. I hópinn flokkuðust m.a. 3 konur sem fengu svæsinn háþrýsting í sambandi við toxemia gravidarum, en háþrýstingurinn hélst síðan áfram. Allmargir höfðu svæsna nýrnasjúkdóma þótt ekki lægi ávallt fyrir hvort um orsök eða afleiðingu var að ræða. Fyrir komu bæði glomerulonephritis og pyelon- ephritis. Vitað er um tvo sjúklinga með renóvaskúler háþrýsting, einn sjúkling með pólýcystisk nýru, og einn sjúkling með mjög svæsinn lupus erythematosus. Einn sjúklingur hafði hyperplasíu á nýrnahettuberki. Taugadeild Landspítalans tók til starfa í nóvember 1967. Sjúkraskýrslur taugadeildar, þar sem greiningin háþrýstingur (hypertensio arterialis) kom fyrir, voru kannaðar fram til 31. desember 1971. 30 sjúklingar höfðu þessa greiningu en enginn af þeim hafði III. eða IV. stigs háþrýstingsbreytingar í augnbotnum. | 1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1995- EZI I síöasta hefti Læknablaðsins árið 1974 birtist grein eftir Þorkel Guðbrandsson og Snorra Pál Snorrason sem bar titilinn „Svæsinn háþrýstingur (III. og IV. stig). Rannsókn á sjúkdómsfari og afdrifum 117 sjúk- linga á lyflækninga- deild Landspítalans 1957-1971 "(1). Guðmundur Þorgeirsson 1946 Þetta er vönduð og ítarleg grein um efni sem fram til þess tíma hafði ekki verið fjallað um í Læknablaðinu. Hún byggist á eigin rannsókn þeirra félaga sem vegna vandaðra efnistaka, nákvæmni í skilgreiningu efniviðar og varkárni í ályktunum stendur enn fyrir sínu. Þorkell var þá aðstoðarlæknir á lyflækningadeild Land- spítalans og vann rannsóknina undir leiðsögn og forystu Snorra Páls Snorrasonar sem að sjálfsögðu hafði stöðu ótvíræðs leiðtoga og viskubrunns á sviði hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi. Tveimur árum síðar birtist greinin lítið breytt í Acta Medica Scandinavica (2). Þorkell fylgdi síðan þessari upphafsrannsókn eftir með margra ára rannsókn á svæsnum háþrýstingi undir leiðsögn Lennart Hanson og varði doktorsritgerð við háskólann í Gautaborg árið 1981 sem bertitilinn: „Malignant hyper- tension. A clinical follow-up study with special reference to renal and cardiovascular function and immunogenetic factors" (3). Þannig skilaði aðstoðarlæknisverkefni á Landspítalanum vandaðri grein í Læknablaðið og þróaðist síðan yfir í veigamikla doktorsrannsókn á alþjóð- lega viðurkenndu lærdómssetri í háþrýstingi. Þessi grein er því verðugur fulltrúi áratugarins 1965-1974 til að prenta á ný í 90 ára afmælisriti Læknaþlaðsins. Það sem gefur þessari grein sérstakt gildi er skilgreining og afmörkun efniviðarins. Hvað er svæsinn háþrýstingur? Höfundar völdu þann kost að takmarka rannsóknina við sjúklinga sem greindust með „fundus hypertonicus af gráðu III eða IV“, þ.e. sjúklinga með blæðingar og/eða exudöt eða papilloedema ásamt há- þrýstingsbreytingum í slagæðum. Þessa sömu Læknablaðið 2005/91 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.