Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 65

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 65
1 965-1974 / SVÆSINN HÁÞRÝSTINGUR komi yfirleitt ekki fram fyrr en við verulega svæsinn háþrýsting, enda vakti athygli hve margir af sjúkling- um með þessi einkenni höfðu mjög háan meðalþrýst- ing við greiningu. Einnig kom fram að þessir sjúkling- ar höfðu slæmar lífshorfur. Þrjár algengustu dánarorsakir voru heilaáfall (26,6%), hjartaáfall (22,8%) og nýrnabilun (22,8%). Er þessu líkt farið og við sum erlend uppgjör á dánar- orsökum sjúklinga með svæsinn háþrýsting. Varðandi heilaáföll var ekki unnt að tíunda hvenær um var að ræða hemorrhagia og hvenær thrombosis. Af sjúk- lingum með svæsinn háþrýsting (III. og IV. stig) sem fengu meðhöndlun á Hammersmith Hospital Hyper- tension Clinic 1960-67 létust 29% úr nýrnabilun, 27% úr hjartaáfalli og 21% úr heilaáföllum (4). Af sænsk- um sjúklingum með svæsinn háþrýsting (III. og IV. stig) sem fengu meðhöndlun 1950-62 létust 33,3% úr heilaáföllum,22,4% úrhjartaáfalliog20,9% úrnýrna- bilun (6). Hin síðari ár hafa rannsóknir leitt í ljós að víða hafa orðið breytingar á dánarorsökum sjúklinga með svæsinn háþrýsting. Nýrnabilun og heilaáföllum hefur stórlega fækkað en hjartaáfall að sama skapi far- ið vaxandi, og er nú víða megindánarorsök (rúmlega 40%) (13). Svo virðist sem bætt meðferð háþrýst- ings minnki verulega líkur á dauða af völdum nýrna- bilunar og heilaáfalla, en um hjartaáfall virðist ekki svo farið. - Við rannsóknina kom fram tilhneiging til mismunar á dánarorsök eftir stigi háþrýstingsins. IV. stigs sjúklingar dóu aðallega úr nýrnabilun en enginn úr hjartaáfalli. Hins vegar var hjartaáfall megindánar- orsök III. stigs sjúklinga. Kemur hvort tveggja heim við erlendar athuganir sem hér hefur verið vitnað til (2, 4). Til skýringar þessu mætti benda á að hraðvax- andi nýrnabilun fylgir oft afar svæsnum háþrýstingi og vanmeðhöndluðum, en sjúklingar með vægari sjúkdómsmynd (III. stig) hafa mun betri lífshorfur og gætu því lengur búið við áhrif ýmissa orsakaþátta hjartaáfalls. Vitað er að áður en virk meðferð gegn svæsnum háþrýstingi kom til sögunnar voru lífshorfur afar slæmar. Við athugun Keith o.fl. (8) á ómeðhöndluð- um IV. stigs sjúklingum kom í ljós að aðeins 1% náðu 5 ára lífslengd (survival), en 20% af III. stigs sjúkling- um náðu 5 ára lífslengd. Aðrar rannsóknir sýndu svip- aðar niðurstöður. Eftir að unnt varð að meðhöndla svæsinn háþrýsting að gagni varð gífurleg breyting á lífshorfum sjúklinganna. Pannig kom fram við rann- sókn Breckenridge o.fl. (4) að 34% af IV. stigs sjúk- lingum höfðu náð 5 ára lífslengd, en 70% af III. stigs sjúklingum. Samsvarandi niðurstöður í rannsókn Hood o.fl. (6) voru 50% fyrir IV. stig og 61% fyrir III. stig. Við rannsókn okkar (III. stig og IV. stig) kom í ljós að um 50% karla náðu 5 ára lífslengd og 60% kvenna. Betri horfur kvenna með svæsinn háþrýsting eru ekki nýnæmi (4). Ekki er ljóst hvað veldur því. Vitað er að tíðni háþrýstings er minni meðal kvenna en karla á yngri aldursskeiðum (<50 ára), en eykst síðan ört og er sjúkdómurinn algengari hjá þeim á efri árum en hjá körlum. Þetta hefur komið fram við rannsóknir erlendis (Framingham rannsóknin í Bandaríkjunum) (7) og einnig hafa líkar niðurstöð- ur fengist í hóprannsókn Hjartaverndar (11). Hugs- anlegt er að betri horfur kvenna byggist a.e.l. á því að í raun hafi háþrýstingur staðið skemur hjá þeim er hann greinist en meðal karla. Breckenridge o.fl. fundu að hækkað blóðureagildi við greiningu var forboði um skertar lífshorfur. Hið sama kom fram við þessa athugun okkar og einnig að horfur þeirra sem höfðu merki um vinstri slegils- stækkun á hjartarafriti við greiningu voru álíka slæm- ar. Um 40% af þessum ofangreindu sjúklingum (LVH eða BU) náðu 5 ára lífslengd en hins vegar helmingi fleiri, eða urn 80% hinna sem hvorugt höfðu við grein- ingu. Útdráttur Tilgangur athugunar var að kanna nokkur atriði varð- andi sjúklinga með svæsinn háþrýsting (SH) sem lágu á lyflækningadeild Landspítalans 1957-1971 og kanna hver hefðu orðið afdrif þeirra. 117 sjúklingar höfðu SH samkvæmt flokkun Keith og Wageners (20 með IV. stig og 97 með III. stig). í ljós kom að sjúklingum með SH fór hlutfallslega fækkandi á síðasta 5 ára tíma- bilinu (1967-1971) miðað við næstu tvö 5 ára tímabil þar á undan. Athuguð var kyn- og aldursdreifing, blóðurea við greiningu, hjartarafrit einkum með tilliti til stækkunar á vinstri slegli, hjartastærð samkv. rtg. mynd og upphafsgildi blóðþrýstings. Athuguð voru afdrif sjúklinganna m.t.t. fylgikvilla, dauðaorsaka og lífslengdar. Helstu dánarorsakir voru heilaáfall (26,6%), hjartaáfall (22,8%) og nýrnabilun (22,8%). Lífslengdar (survival) útreikningar voru gerðir eftir dekremental aðferðinni og miðað við sjúklinga yngri en 66 ára. Um 50% karla og 60% kvenna náðu 5 ára lífslengd. Hækkað blóðurea og merki um vinstri sleg- ilsstækkun á hjartarafrit við greiningu boðuðu skertar lífshorfur. Þakkir Höfundar færa Ottó B. Björnssyni, cand.stat., sér- stakar þakkir en hann sá að mestu um tölfræðilega útreikninga. Heimildir 1. Björk S, Sannerstedt R, Angervall G, Hood B. Treatment and prognosis in malignant hypertension: clincal follow-up study of 93 patients on modern medical treatment. Acta Med Scand 1960; 166:175-87. 2. Björk S, Sannerstedt R, Falkenheden T. Hood B. The effect of active drug treatment in severe hypertension disease. An anal- ysis of survival rates in 381 cases on combined treatment with various hypotensiv agents. Acta Med Scand 1961; 169:673. Læknablaðið 2005/91 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.