Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 70

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 70
1 975-1 984 / BERKLAVEIKI árið 1673, að því er best verður séð en að vísu sam- kvæmt ófullkominni sjúkdómslýsingu, úr berklaveiki (24). Fimm börn hafði biskup áður misst kornung og árið 1670 dó kona hans 55 ára að aldri, eigi ósennilega úr berklaveiki. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að berklaveiki hafi orðið föður hennar að bana árið 1638 (hæmoptysis) (3). Á hinu biskupssetrinu, Hólum í Hjaltadal, aðal- menntastofnuninni á Norðurlandi, virðist líka hafa komið upp berklaveiki. Árið 1787 andaðist þar Árni biskup Pórarinsson aðeins 46 ára að aldri. Verður tæpast dregið í efa að dánarorsökin hafi verið berkla- veiki (48). Líklegt má hins vegar telja að tíðar landfarsóttir hafi dregið úr fjölda hinna berklaveiku og allra er þjáðust af langvinnum sjúkdómum. Pannig má gera ráð fyrir að plágan mikla 1402-4 og hin síðari 1495, svo og bólusóttarfaraldrarnir, einkum 1707-9, og Móðuharðindin 1783-85 hafi allt að því útrýmt berkla- veikum sjúklingum er kunna að hafa verið fyrir í landinu (46,139,118). Fyrsti háskólalærði læknirinn, Bjarni Pálsson land- læknir, hefur starfsemi sína hér á landi 1760. Hvorki hann né fyrstu eftirmenn hans virðast hafa orðið var- ir við berklaveiki í landinu svo að nokkru nemi. Það má þó heita furðuleg tilviljun að fyrsta krufning sem hann framkvæmir árið 1761 og væntanlega er fyrsta krufning sem gerð er af lærðum lækni í landinu virðist frekar benda til berklaveiki en lifrarsulls (16). Fyrir kom að læknar gætu þess í skrifum sínum um heilbrigðismál að berklaveiki væri frekar fátíð í landinu (90,47), þó að aðrir nefndu sjúkdóma er bent gætu til berklaveiki (50). Það er ekki fyrr en um og eft- ir miðja 19. öld að sjúkdómsins er getið (123,119) og sérstaklega á síðustu áratugum þeirrar aldar fara hér- aðslæknar að nefna hann í ársskýrslum sínum til land- læknis. Fjölgar nú einnig læknishéruðum og læknum jafnt og þétt og árið 1875 er fjöldi héraða með lögum aukinn svo að þau verða alls 20 (127, 56). Á tímabil- inu frá 1880-90 láta æ fleiri héraðslæknar berklasjúk- linga getið í skýrslum sínum, þó sjaldan nema örfárra í hvert sinn (55). Þá er það og eftirtektarvert að eftir 1884 byrja einstaka læknar að greina frá heilabólgu- sjúklingum. Virðist þetta hvort tveggja ótvírætt benda í þá átt að berklaveikin sé annað hvort að breiðast út í landinu eða að læknar gefi henni meiri gaum en áður og hafi betri aðstöðu til að greina hana. T. d. kveður J. Jónasen upp úr um það að einkum hafi „farið að bera til muna á veikinni eftir 1886“ (57). Þrátt fyrir þetta getur Schierbek landlæknir þess í skýrslu sinni fyrir árið 1888 (Medicinal Indberetning fra Physicatet pá Island 1888) að vafasamt sé hvort berklaveiki sé til á íslandi. Hann kveðst hafa fram- kvæmt margar hrákarannsóknir án þess að finna berklasýkilinn. Þessi skýrsla er dagsett 31. desember 1889 en fyrst send með bréfi til landshöfðingja dag- settu 31. janúar 1890. Þar bætir hann við á milli lína á viðeigandi stað í skýrslunni: „Jeg fandt Tuberkel- bacillen den 16. januar 1890. Tidligere har den ikke været pávist pá Island.“ (89) I næstu ársskýrslu sinni getur hann einnig þessa viðburðar (25). Árið 1888 hefja læknar, fyrir áeggjan landlæknis, reglulega skráningu bráðra farsótta. Þó að berklaveiki sé eðlilega ekki talin þar með fjölgar umgetnum eða skráðum berklatilfellum ört á þessum og næstu árunt, einkum eftir 1890. Þannig verður héraðslæknir einn í um 4000 manna læknishéraði á Norðurlandi á tæpum tveimur árum (1892-1894) var við 18 sjúklinga með lungnaberkla og 5 með útvortis berkla. Og á tæpu einu ári (júlí 1894-maí 1895) finnur sami læknir í Reykjavík, sem þá hafði um 4500 íbúa, eigi færri en 16 sjúklinga með lungnaberkla og 4 með útvortis berkla. Hann tel- ur ástæðurnar vera auknar samgöngur við útlönd og langdvalir íslendinga erlendis, ennfremur útbreiddan og þungan mislingafaraldur 1882 og tvo inflúensufar- aldra árin 1890 og 1894 sem tóku nálega hvert heimili á landinu. Þá telur hann lélegan aðbúnað almennings og mjög slæm húsakynni eina meginástæðuna. Hvetur hann til þess að reynt verði að reisa skorður við út- breiðslu sjúkdómsins þegar í stað (17,18). og lýsti miklu faglegu hugrekki, ekki síst í Ijósi tíðaranda í nálaegum löndum á þessum tíma. Athyglisverð er einnig lýsing hans á söfnun Oddfellow-manna í Reykjavík með Guðmund Björnsson, landlækni, í broddi fylkingar til byggingar Vífilsstaðaspitala árið 1906. Það ár stofnuðu þeir félag um söfnunina og einungis fjórum árum síðar var Vífilsstaðaheilsuhæli risið, en þar voru í fyrstu rúm fyrir 80 sjúklinga. Mætti vinnulag og hraði við sjúkrahúsbyggingar nútímans draga dám af þessu. í greininni kemur mjög skýrt fram hve tíðni berkla og dánartala féll hratt hér á landi, ekki liðu nema rúmlega 30 ár frá því að berklatíðni var einna hæst þar til tíðnin var komin niður undir það sem hún er nú, en grein Sigurðar lýkur um 1970. Hann telur Ijóslega að megin- ástæður þessa mikla árangurs megi rekja til klassískra faraldsfræðilegra aðgerða, leit að hinum sýktu, einangrun, eftirliti og meðferð eftir að berklalyfin komu til. Ljóst er að hann gerir sér mjög vel grein fyrir orsökum eða þætti ytri ástæðna, svo sem húsnæðis og tekna, búsetu og annarra samféiagslegra þátta í útbreiðslu berklanna. Hann gerir hins vegar ekki mikið úr hlut þeirra miklu þjóðfélagsbreytinga sem urðu á íslandi eftir seinni heimsstyrjöld. Nú vitum við hvernig þær skiptu sköpum fyrir fjölmarga þætti heilsufars íslendinga, þ.á.m. berklana. Sigurður lýkur greininni á varnaðarorðum í þá veru að enn skuli hafa það hugfast að berkla- veikinni hefur ekki verið að fullu útrýmt meðan einstaklingar eru til í landinu sem smitast hafa af berklaveiki. Hann bendir einnig réttilega á mikla tíðni sjúkdómsins í ýmsum löndum Evrópu og spáir réttilega mikilvægi aukinna samgangna í útbreiðslu smitsjúkdóma. Hann á kollgátuna þar, innfluttum berklatilfellum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og áratugi og bera þar hátt ónæmir og fjölónæmir berklar. Sjúkdómurinn er vaxandi í ýmsum löndum Evr- ópu, t.d. hefur berklatilfellum meðal rúmenskra barna fjölgað um 50% á undanförnum árum. Grein Sigurðar hefur því enn mikið gildi árið 2005. Hún lýsir merkilegri sögu, ósérhlífni, hugrekki og stefnufestu, sem við, sem störfum í heilbrigðisþjónustunni nú, getum lært mikið af. Hún lýsir einnig gildi klassískra faraldsfræði- legra aðferða til að stemma stigu við smitsjúk- dómum og geta aðrar þjóðir dregið nokkurn lærdóm af þeirri reynslu sem Sigurður lýsir. 70 Læknablaðið 2005/91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.