Læknablaðið - 15.01.2005, Side 75
1 975-1984 / BERKLAVEIKI
Fig. 4. The rescue boat Sœbjörg on a tub. casefinding expedition on the eastern and nort-
hern coast in May-June 1939. Examinations were carried out on board.
Fig. 5. Ferrying ofX-ray equipment across a large glacial lagoon (Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi). July 1944.
Fig. 6. The X-ray unit being carried on horseback over the Skeiðará glacier in July 1944. In
the background the outlet ofriver Skeiðará.
tækjum og á berklavarnastöðvum, eða alls um 6500
manns, 437 manns, eða 6,8%, fundust með virka
berklaveiki. Á þessu ári tóku til starfa þrjár berkla-
varnastöðvar á Akureyri, Seyðisfirði og í Vestmanna-
eyjum. Var öllum stöðvunum leiðbeint í byrjun um
rekstur berklavarna. Enn hafði ekki fengist aukning
á starfsliði berklayfirlæknis, aðallega vegna skorts á
æfðu starfsliði. Þó hafði honum í byrjun árs 1937 verið
falin læknisfræðileg framkvæmd ríkisframfærslulag-
anna í sjúkramáladeild stjórnarráðsins en þau gengu
í gildi í byrjun þess árs. Var það talsverð aukning við
störf hans. Berklapróf á skólabörnum tók alls til 43
læknishéraða á þessu ári.
Tvær nýjar berklavarnastöðvar tóku enn til starfa
á árinu 1939 á ísafirði og Siglufirði. Voru þær nú orðn-
ar 6 alls en stöðin í Reykjavík náði einnig til Hafn-
arfjarðar og Suðurnesja og hefur slíkt verið fram á
síðustu ár. Starfsemi stöðvanna jókst smám saman
og beindist mjög að því að hafa upp á nýjum sjúkling-
um og að fylgjast með útskrifuðum sjúklingum og
veita þeim göngumeðferð, t. d. loftbrjóstsmeðferð
(pneumothorax), er þess þörfnuðust. Kostnað við
rekstur stöðvanna báru viðkomandi bæjar- eða sveit-
arfélög, sjúkrasamlag á staðnum og ríkið, hvert að 1/3
hluta.
I strjálbýli voru rannsóknirnar gerðar með ferða-
röntgentækjum og þá að undangengnum berkla-
prófum og síðan gegnumlýsingum á hinum jákvæðu
en athugaverðir sjúklingar voru sendir til frekari
rannsókna á aðra staði er voru betur útbúnir rann-
sóknatækjum og þá einkum röntgen. í mörgum þeim
héruðum sem rannsókna þörfnuðust var á þessum
árum ekkert rafmagn. Var þá rafall (dýnamór) sett-
ur í samband við bifreið þá sem berklaleiðangurinn
hafði til afnota og venjulega var fólksflutningabifreið
(mynd 2 og 3). Ef bifreið varð eigi komið við vegna
ófullkomins vegakerfis var röntgentækjunum komið
fyrir í bát (mynd 4 og 5) eða skipi (strandferðaskipi
eða varðskipi) sem sigldi með ströndum fram og
voru rannsóknirnar framkvæmdar um borð. Ef eigi
varð náð til fólks á þennan hátt voru röntgentækin
í einstökum tilvikum flutt á hestum (mynd 6). Til að
byrja með var örðugt að útvega æft starfslið til frarn-
kvæmda berklavarnanna. En árið 1939 réðust tveir
ungir sérfræðingar í berklasjúkdómum til berklavarn-
anna, annar til berklavarnastöðvarinnar í Reykjavík,
dr. Óli P. Hjaltested, sem æ starfaði þar síðan, en hinn,
Ólafur Geirsson, til berklayfirlæknis. Vann hann þar
um tveggja ára skeið. Bætti þetta mjög alla aðstöðu til
framkvæmda. Óx nú fjöldi læknishéraða þeirra sem
voru rannsökuð ár frá ári og fleiri heildarrannsóknir
voru gerðar.
Til þess að auðvelda þessar rannsóknir og gera
þær ennþá áhrifaríkari hafði berklayfirlæknir árin
áður, 1937-38, framkvæmt gagngerða endurskoðun
berklavarnalaganna og var uppkast að frumvarpi
sent heilbrigðisstjórn snemma árs 1939. Var frumvarp-
ið samþykkt á Alþingi sama ár (135). Voru þar sett
inn sérstök ákvæði um rannsóknir á fólki sem sérstök
Læknablaðið 2005/91 75