Læknablaðið - 15.01.2005, Page 83
1 975-1 984 / BERKLAVEIKI
Fig. 11.
GENERAL MORTALÍTY IN ICELANO PER 1,000 POPULATION
1911- 1970
YEAR
Fig. 12. Á línuritinu má greinilega sjá að manndauðinn er
hæstur á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar (16,2 árið
1914 og 16,1 árið 1918) en hafði árið 1950 lækkað um
helming og var þá 7,9.
Á mynd 12 og töflu 4 sést heildarberkladauðinn
frá 1911 -70. Hann smáhækkar frá 1911 uns hann með
nokkurra ára sveiflum nær hámarki árið 1925 og er
það ár 217 miðað við 100 þús. íbúa. Ber línuritið og
taflan greinilega merki farsótta þeirra er áður voru
nefndar enda eðlilegt að berklasjúklingar séu við-
kvæmir og látist frekar úr farsóttum en aðrir. Berkla-
dauðinn helst hár næstu 7 ár og er árið 1930 216 en
fellur síðan skyndilega árið 1933 niður í 154 og heldur
síðan jafnt og þétt áfram að lækka og er 1950 kominn
niður í 20 miðað við 100 þús. íbúa. Einstök farsótta-
ár má þó greina á þessu tímabili, svo sem mislingaár
1936 og inflúensu 1937 og aftur 1941, en þá eru jafn-
framt breyttar aðstæður vegna stríðsáranna og anna
og þjóðfélagsróts þess tímabils.
Á tuttugu ára tímabilinu frá 1931-50 hafði því
berkladauðinn lækkað um liðlega 90%. Er það hrað-
ari lækkun er skráð hefur verið í öðrum löndum. Frá
árinu 1956 hefur heildarberkladauði hér á landi aldrei
farið yfir 5 miðað við 100 þús. íbúa, oftast verið 2-3.
Mynd 13 sýnir berkladauðann eftir aldri og í hund-
raðstölum af heildarmanndauðanum á nokkrum fimm
ára tímabilum.
Er mjög áberandi hve berkladauðinn fellur ört á
báðum fimm ára tímabilunum sem sýnd eru eftir 1930.
Hann hagar sér svipað á öllunt tímabilunum nema
hinu síðasta, 1956-60. Hlutfallslega deyja langflest-
ir á aldrinum 15-19 ára og er berkladauðinn á fimm
ára tímabilinu 1926-30 þar rúmlega 60% af heildar-
DEATHS FROM TUBERCULOSIS AS PERCENTAGES OF DEATHS FROM ALL CAUSES, BY
AGE, FOR SELECTED FIVE-YEARS PERIODS '. ICELAND 1911-60
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90
AGE 1N YEARS
Læknablaðið 2005/91 83