Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 87
1975-1 984 / BERKLAVEIKI
Table VI. Tuberculosis death-rate per 100,000 population, by age and sex, for selected five-year periods: lceiand 1926-1970.
Age-group (years) 1926-1930 1941-45 1951-55 1966-70
Female Male Total Female Male Total Female Male Total Female Male Total
Under 1 406 327 366 94 165 129 - 9 5 - - -
1-4 140 158 149 35 41 38 5 8 7 - - -
5-9 71 89 80 26 22 24 3 - 1 - - -
10-14 109 66 87 32 34 33 - 6 3 - - -
15-19 365 274 319 140 72 105 7 3 5 - - -
20-29 361 263 311 220 86 152 10 7 8 - - -
30-39 305 224 265 111 107 109 24 20 22 - 2 1
40-49 212 164 189 92 74 83 10 7 8 2 2 2
50-59 128 99 114 58 76 67 6 35 20 7 - 4
60-69 147 171 158 55 86 69 16 18 17 - 6 3
70 and over 103 87 97 41 39 40 18 13 16 6 27 16
Total 219 177 199 95 69 82 10 11 10 1 2 2
eyri Pirquetspróf á 148 börnum á aldrinum 8-14 ára í
barnaskólanum þar. Taldi hann 65,5% jákvæð (124).
Árið eftir Pirquetspróf á börnum í barnaskólum í Ak-
ureyrarlæknishéraði utan Akureyrar, aldur 9-14 ár,
alls 208. 20,0% þeirra talin jákvæð (125). Er hér ein-
göngu um sveitabörn að ræða enda rúmlega þrefalt
færri smituð þar en í Akureyrarkaupstað. Árið 1920
var gert Pirquetspróf á skólabörnum á ísafirði, aldur
10-14, alls 169 að tölu. 40,5% voru talin jákvæð (145).
Sama ár er gert Pirquetspróf á 207 börnum í Síðuhér-
aði, aldur 1-14, og voru 36,2% talin jákvæð (122). Eru
hér áberandi mörg börn jákvæð þegar tillit er tekið til
þess að börn frá 1 árs aldri eru meðtalin og einnig að
berkladauði og fjöldi skráðra berklasjúklinga í þessu
héraði er lítill á þessu tímabili.
Á árunum 1921-25 er getið berklaprófs (Pirquets-
prófs) á skólabörnum í 7 læknishéruðum. Er hundaðs-
tala jákvæðra svipuð því sem áður hefur verið greint.
Árið 1922 eru berklarannsóknir í Dalahéraði
langmerkastar (1). Var þar gert Pirquetspróf á lang-
flestum börnum héraðsins á aldrinum 0-14 ára, eða
alls 284 börnum. í ljós kom að mikill munur var á
smituninni í hinum fimm hreppum læknishéraðsins.
í Saurbæjarhreppi sem er lítill hreppur og frekar ein-
angraður voru 27% barnanna smituð en í hinum fjór-
um var meðaltal jákvæðra 8,1%. Skráðir berklasjúk-
lingar voru líka langflestir í Saurbæjarhreppi, eða 23
á 8 ára bilinu 1915-22. Á sama tíma var skráður sjúk-
lingafjöldi allra hinna fjögurra hreppa héraðsins 32
en í þeim var íbúafjöldinn nær sexfalt fleiri. Af þessu
dregur héraðslæknirinn þá ályktun að berklasmitunin
verði aðallega á berklaheimilum sem séu gróðrarstíur
og útbreiðslustöðvar sjúkdómsins en hann fari yfir-
leitt hægt yfir, komi á tiltölulega fáa nýja bæi í hverri
sveit á alllöngu árabili.
Árið 1928 er gert Pirquetspróf á 304 skólabörnum
í Vestmannaeyjum. Reyndust 55 þeirra, eða 18%, já-
kvæð (28).
Árið 1930 framkvæmdi héraðslæknirinn í Beru-
fjarðarhéraði berklapróf (Pirquetspróf) á 677 manns
af 866 íbúum héraðsins, eða 78,2% íbúanna (2). Prófið
framkvæmdi hann með húðrispu í dropa af óþynntu
tuberkulini. Skoðað var eftir 24 til 48 klst. eftir ástæð-
um. Jákvæð svörun var það talið þegar fram kom roði
og þroti, rautt þykkildi í og í og út frá rispunni, en nei-
kvæð þegar algerlega var laust við allan roða og þrota,
bæði í rispunni sjálfri og í kring. Ef árangur prófsins
var eigi greinanlegur var útkoman talin vafasöm.
Læknishérað þetta er fremur lítið og dreifbýlt
sveitahérað. Samkvæmt rannsókninni er nokkur mis-
munur á berklasmitun hinna ýmsu hluta héraðsins,
þó er þessi munur eigi verulegur og minnst áberandi
meðal hinna yngstu aldursflokka. Hjá fólki yfir 14 ára
aldur er smitunin minnst í Beruneshreppi, 32% karla
jákvæðir og 37% kvenna, en mest í Geithellnahreppi.
Par eru 57% karla og 69% kvenna yfir 14 ára aldur já-
kvætt. Yfirleitt er smitunin útbreiddari meðal kvenna
en karla.
Héraðslæknirinn kemst að þeirri niðurstöðu að
í héraðinu séu tiltölulega fáir smitaðir, eða um 36%
þeirra er rannsóknin tók til, enda nær smitun fullorð-
inna tæplega 60% í neinum aldursflokki. Ennfremur
að smitun barna sé ekki algeng, ca. 14%, en því al-
gengari meðal fullorðinna. Smitunina rekur hann
langoftast til berklaheimila en eigi gesta eða mann-
funda. Dregur hann þá ályktun af þessari og áður-
greindri rannsókn í Dalahéraði „að íslenska þjóðin
hafi verið að smitast af berklaveiki undanfarna ára-
tugi og sé enn að smitast" (1,2).
Þessar rannsóknir Árna Árnasonar héraðslækn-
is í Dalahéraði 1922 og Berufjarðarhéraði 1930 eru
nær eina víðtæka tilraunin sem gerð var hér á landi
fram til ársins 1930 til þess að komast að hve útbreidd
berklasmitun var meðal þjóðarinnar. Því miður
vantar mikið á að rannsóknir þessar geti talist hafa
fullt gildi. Er aðeins beitt cutan (Pirquet) aðferð við
Læknablaðið 2005/91 87