Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 88

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 88
Table VII. Results of tuberculin tests on children 7-13 years of age in the entire country, by age and seiected five-year periods of tests 1931-1970. Age (years) Percentage tested of total population in the 7-13 year 7 8 9 10 11 12 13 Total 7-13 years Year Percentage positive percentage positive age group 1931 21.3 21.0 26.4 33.6 36.5 37.2 46.5 32.4 12.7 1935 15.7 20.9 21.4 23.4 28.6 30.9 34.2 26.1 43.1 1940 7.5 12.6 12.3 15.8 21.6 21.6 21.8 16.1 33.5 1945 5.8 8.2 8.0 8.5 10.8 12.0 16.1 10.1 75.0 1950 5.2 6.4 8.1 9.4 10.0 13.4 18.1 9.5 70.2 1955 3.4 3.9 4.1 5.0 6.0 7.8 8.7 5.3 67.4 1960 1.6 2.3 2.6 2.7 3.3 3.4 4.1 2.8 71.8 1965 0.6 1.2 1.4 1.6 1.9 2.2 2.6 1.7 84.0 1970 0.2 0.4 0.6 0.7 0.7 1.1 1.1 0.7 84.8 berklaprófið og næst því eigi nema nokkur hluti hinna jákvæðu. Ennfremur hefur árangur berklaprófsins í mörgum tilfellum verið dæmdur of snemma (eftir 24 klst. í stað 72). Pá eru eigi greinileg mörk sett hvað talið sé jákvæð og neikvæð svörun (mælt í mm) og ekki getið hvers konar tuberkulin hafi verið notað til rannsóknanna. Allt þetta gefur rannsóknunum minna gildi en ella. En metnar með þessum fyrirvara gefa þær þó engu að síður nokkra hugmynd um berklasmit- un áðurgreindra héraða. í ritgjörðum sínum gerir héraðslæknirinn ennfremur gleggri grein fyrir berkla- sjúklingafjölda í héruðunum en hægt hefði verið að hafa úr opinberum skýrslum. Virðist gangur og út- breiðsla veikinnar rakin í héruðum þessum nokkurn veginn eftir því sem föng voru á. Heilbrigðisstjórnin stofnaði tvívegis til sérstakra rannsókna í læknishéruðum þar sem mikil brögð voru að berklaveiki. Par voru framkvæmd berklapróf. (Húsavík 1932 (58), Raufarhöfn 1934 (109).) Eftir 1930 fjölgar einnig þeim læknum sem fram- kvæma berklapróf í héruðum sínum en sem fyrr ná þessar rannsóknir svo að segja eingöngu til barna á aldrinum 7-13 ára. Flestir læknanna munu ávallt hafa notað Pirquets-cutan-próf en eigi percutan eða intra- cutan-próf. Árið 1935 sendi heilbrigðisstjórnin (berkla- yfirlæknir) í fyrsta sinn öllum héraðslæknum sams konar tuberkulin til rannsóknanna ásamt glöggum fyr- irmælum um hvernig þær skyldu framkvæmdar. Hafa þeir síðan einu sinni á hverju ári fengið tuberkulin á þennan hátt ef það hefur verið fáanlegt. Tuberkulinið sem notað var á árunum 1935-40 var tuberkulináburð- ur frá Serumstofnuninni í Kaupmannahöfn til húðprófs (percutanprófs ad. mod. Moro) og fyrirmælum þeirrar stofnunar um notkun áburðarins, svo og hvernig dæma bæri rannsóknina, fylgt sem nákvæmast. í fjölda vafatil- fella mun rannsóknin hafa verið endurtekin, sumpart með sams konar prófi eða cutanprófi (Pirquetsprófi). Eftir 1940 var einnig notað percutanpróf (heftiplást- ursaðferð ad. mod. Volmer) þar eð hið fyrra efni var þá ófáanlegt sökum ófriðarins. Á töflu 7 og mynd 15 sést árangur þessa berkla- prófs á börnum á aldursskeiðinu 7-13 ára með fimm ára bilum á 40 ára tímabilinu 1931-70 og nær það til alls landsins. Er ljóst að þessar rannsóknir verða æ tíðari eftir 1930 og ná þegar til um 13% barna í þess- um aldursflokkum á árinu 1931. Árið 1935 taka þær mikið stökk við hvatningu berklayfirlæknis og ná þá til yfir 40% barna í hinunr greindu aldursflokkum. Auk þess verður árangur rannsóknanna eftir þetta mun öruggari þar sem nú er notað sama efni og sama aðferð við framkvæmd prófanna um allt landið. Enn- fremur senda nú 36 af 49 læknishéruðum landlækni árangur berklaprófanna á þar til gerðum eyðublöðum svo að fullt samræmi fékkst einnig á mati prófanna. Á næstu árum náðu rannsóknir þessar til meira en helm- ings barnanna í hinum greindu aldursflokkum (árin 1938 og 1939) en lækka strax árið 1940 er samgöngur stöðvast við Danmörku vegna ófriðarins og eru það ár aðeins 33,5% þessara aldursflokka prófaðir. Seint á því ári tókst þó að útvega tuberkulin frá Banda- ríkjum Norður-Ameríku (Volmerspróf) sem talið var svara til þess að hér hafði áður verið notað og var það notað til ófriðarloka 1945. Þá höfðu berklaprófsrann- sóknirnar þegar náð til 75% barna í fyrrgreindum aldursflokkum og nú síðustu áratugi hafa þær kom- ist yfir 80%. Fyrst eftir að berklaprófin voru hafin og rannsóknirnar náðu aðeins til fárra héraða verður að gera ráð fyrir því að yfirleitt hafi þéttbýlli svæði lands- ins verið rannsökuð þar sem héraðslæknarnir sátu. I’ar sem berklasmitun þjóðarinnar hefur verið meiri í þéttbýlinu má gera ráð fyrir að fyrstu árin, meðan þátttaka var eigi almenn, hafi hundraðstala jákvæðra verið nokkru hærri en svaraði til raunverulegs með- altals smitunar þessara aldursflokka meðal þjóðar- innar allrar. Gæti hin hraða lækkun smitunarinnar á 40 ára tímabili því sem hér um ræðir, úr um 30% og niður í um Vi%, því verið raunverulega nokkru minni en tölurnar benda til (samanber töflu 7). Pá verður ávallt að meta þessar rannsóknir með þeim fyrirvara að hér er um að ræða eins konar samrannsóknir, það er að þær eru ekki framkvæmdar af mörgum læknum og fram til 1935 án sérstakra fyrirmæla og þá venju- 88 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.