Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 93

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 93
1 975-1984 / BERKLAVEIKI svo sem bólusótt, barnaveiki, kíkhósta, stífkrampa og mislingum, en setja skal þó berklabólusetninguna á annan stað líkamans (150). Enn er þessi bólusetn- ing talin gefa aðeins takmarkað (relativt) ónæmi en fullyrt að varnarverkana hennar gæti í 10-12 ár og í allt að 80% tilfella (151). Þess vegna ber flestum nú saman um að í löndum þar sem berklasmitun er mjög þverrandi beri að leggja áherslu á framkvæmd hennar á því aldursskeiði þegar berklasmitun er talið síðust en síður að bólusetja ungbörn eins og alltítt var áður. Berklaveiki í húsdýrum hérlendis í greinargerð þessari verður eigi með öllu gengið fram hjá því að geta berklasmitunar og berklasýkingar ali- dýra hér á landi. f ritgerð sem áður hefur verið vitnað í hér að framan (101) er þessum efnum gerð nokkur skil fram til ársloka 1947. Er þar talið að nautgripaberklar hafi verið óþekktir í landinu fram til ársins 1879 þar sem þeirra er að engu getið í ritgerð eins fyrsta lærða dýralæknis landsins sem birt var það ár og fjallar um kvikfjárhald og kvikfjársjúkdóma í landinu (121). Árið 1882 var með lögum bannaður allur innflutn- ingur nautgripa, sauðfjár og hesta til landsins (128) og árið 1905 var bann þetta einnig látið ná til svína og geitfjár (131). Magnús Einarsson dýralæknir í Reykjavík ritar árið 1901 grein þar sem hann hvetur til að þess sé vel „gætt að tæringarveikir menn hirði eigi kýrnar" (65). Virðist hann þá gera ráð fyrir að nautgripir geti smit- ast af berklaveiku fólki en það hefur síðar sannast að vera rétt (67, 87). í lok ársins 1920 gat sami dýralæknir þess á fundi í LR að hann hefði þá athugað um 9000 nautgripa- skrokka í Reykjavík. í aðeins eitt sinn hefði hann ekki verið grunlaus um berkla. Ennfremur hefði hann nokkrum árum áður rannsakað um 300 kýr á Austurlandi. 3% reyndust grunsamlegar. Þær voru frá berklaheimilum. Telur hann berkla enga eða fátíða í nautgripum hér á landi (66). Hins vegar telja tveir af þremur dýralæknum sem berklaveikisnefndin frá 1919 leitaði upplýsinga hjá sig hafa orðið vara við berklaveiki í nautgripum en aðeins í örfáum gripum og mjög góðkynja (91,49). Ályktar nefndin út frá svörum þessara dýralækna að „sama sem engin“ berklaveiki sé í nautgripum í landinu nema þá einna helst á Norðurlandi (69). Næsta ár, eða árið 1920, segir hinn norðlenski dýra- læknir í ritgerð um rannsóknir sínar að 18% af naut- gripum sem berklaprófaðir voru hafi reynst „sýktir“ en 4% við kjötskoðun. Hann tekur þá fram eftirfar- andi: „Ég hefi sem sé ekki skoðað nógu marga naut- gripi til þess að hægt sé að kveða upp neinn óyggjandi dóm um það hve margir nautgripir séu sýktir á öllu landinu" og síðar: „en menn mega ekki falla í stafi fyrir hinni háu hundraðstölu sem út kemur við tuber- kulínrannsóknirnar þar eð allur hávaði nautgripanna hefur aðeins berkla á mjög lágu stigi - nokkra hnúta í einstaka sogkirtli" (92). I smáriti er þessi dýralæknir ritaði um alidýra- sjúkdóma nokkrum árum áður lét hann þess getið að hann hefði aldrei séð júgurberkla hér á landi (93). I ársbyrjun árið 1946 fór berklayfirlæknir bréflega fram á það við dýralækna landsins svo og Rannsókn- arstofu háskólans við Barónsstíg að gefa upplýsingar um tíðni berklasmitunar nautgripa hér á landi svo sem þeim væri hún kunn. Frá forstöðumanni Rann- sóknarstofunnar bárust þær upplýsingar „að snemma á árinu 1933 hefði frá dýralækni borist innyfli úr hænu frá Hafnarfirði sem reyndust berklasýkt og við rækt- un fannst typ. avianus". Ennfremur „að fram til 1. jan. 1946 hefðu verið ræktaðir 827 stofnar af berklasýkl- um. Enginn þeirra hefði verið typus bovinus. Árið 1938 voru valdir úr 20 dysgoniskir stofnar sem helst þóttu geta komið til mála að stæðu nærri typus bo- vinus. Þeim var dælt í kanínur en höguðu sér allir eins og typ. humanus. Hér hefur því aldrei fundist typ. bo- vinus svo vitað sé“ (71). Guðmundur Gíslason læknir sem um áratuga skeið vann að sauðfjárveikivörnum svarar svo: „... Fuglaberklar (avian tuberculosis) er sú eina tegund sem ég veit um að staðfest hafi verið í húsdýrum hér á landi með fullri vissu. Haustið 1940 voru sendar hingað suður 12 kindur af Melrakkasléttu til rannsóknar. Stór hluti af sauðfénu á nokkrum bæjum þar nyrðra hafði sýnt jákvæða útkomu við húðprófanir með John- ini, sem er efni notað við húðpróf gert vegna garna- veiki í sauðfé, án þess að vart hefði orðið við nokkra garnaveikissýkingu í fénu. Þessar 12 kindur höfðu sýnt greinilegasta og mesta útkomu við prófin. Þeim var eðli- lega slátrað og þrátt fyrir nákvæmar líffæraathuganir á öllum kindunum fundust engin einkenni um garnaveiki í neinni þeirra. Enda hefur ekki komið fram garnaveiki enn á neinum þessara bæja svo að vitað sé. í öllum kindunum fundust hins vegar sams konar afmarkaðar skemmdir í hengiseitlum, matbaunar- til rúsínu-stórir hnútar meira og minna nekrotiskir og sums staðar líkt og mjólk. Ur einum tókst að rækta fuglaberkla." Guðmundur heldur áfram og segir: „Virðast húð- prófanir á sauðfé með avíantuberculini gefa líkan ár- angur og með Johnini í leitinni að garnaveiki ... .“ Hann telur að frá 1942-45 hafi um 14 þús. fjár verið prófað með avian tuberculini en „grunur um berkla- smitun ekki komið fram nema í örfáum tilfellum“ (12, 37). Telur hann líklegt að þar hafi verið um smitun af typus avianus að ræða. Þá getur dýralæknir á Austfjörðum þess að hann hafi á árunum 1934-35 rannsakað í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur þar sem hann starfaði þá um 800 kýr með berklaprófi og fundið 3 jákvæðar. Aldrei orðið var klínískra einkenna hjá nautgripum og aldrei séð júgurberkla (4). Læknablaðið 2005/91 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.