Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 94

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 94
1 975-1984 / BERKLAVEIKI Þannig hefur typus avianus fundist í sýktri hænu og einnig valdið smitun í sauðfé hér á landi, enda ekki óeðlilegt þar sem hænsni voru oft alin í fjárhúsum og fjósum. Er því tilgátan um avian-smitun meðal naut- gripa sennileg þó að ekki hafi hún fengist staðfest hér með ræktun eða dýratilraunum ennþá þó að þekkt sé hún erlendis (7). Má því telja líklegt að nautgripa- rannsóknir hins norðlenska læknis sem fyrr getur hafi verið réttar en nautgripirnir allir verið smitaðir af hænsnum (typus avianus) eða jafnvel mannaberklum (typ. human) (67, 87). Berklaveiki í hænsnum hefur síðar fundist bæði á Suðurlandi og Norðurlandi (37). Smitun sauðfjár af typ. avianus er almennt viður- kennd og jafnvel frá villtum fuglum (5). Vitneskja sem berklayfirlækni hefur borist um berklasmitun húsdýra hér síðustu tvo áratugi er hvorki flókin né margbrotin. Frá Tilraunastöðinni að Keldum bárust árið 1952 eftirfarandi upplýsingar: „Húðprófun er nýlega lokið á 433 nautgripum í Reykjavík, eins árs eða eldri. Prófunin var fram- kvæmd samtímis með avian- og mannalian-tuber- culini. meira og minna greinileg positiv útkoma með avian-tuberculini kom fram hjá 26 gripum. Prófun með mammalian-tuberculini sýndi frekar veika útkomu á 8 gripum í allt. Á 5 þeirra var mun meiri útkoma við avianprófið en á 3 engin útkoma. Komplementfiksationspróf vegna garnaveiki var framkvæmt úr blóði frá gripum þessum og kom fram jákvæð útkoma á 2 þeirra." (13) Frá yfirdýralækni, en hann starfar við sömu stofn- un, hafa vorið 1973 borist eftirfarandi upplýsingar: „Síðastliðin fimm ár (1967-72) hafa ekki borist nein sýni úr búfé að tilraunastöðinni að Keldum sem reynst hafa berklakyns. í skýrslum héraðsdýralækna um heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er heldur ekki getið sláturdýra með berklaveiki. Á árunum 1970 og 1971 var gerð berklaprófun (húðpróf) á öllum nautgripum á sunnanverðu landinu frá A.-Skafta- fellssýslu vestur í Snæfellsnessýslu, eða 22.844 gripum alls. Nokkrir gripir (30-40) svöruðu jákvætt og voru því endurprófaðir með hvoru tveggja í senn avian og mammalian túberkulíni. Kom þá yfirleitt fram meiri svörun við avial túberkulíni. Jafnframt var tekin blóð- prufa og gert komplementpróf gegn garnaveiki úr þessum gripum. Það reyndist yfirleitt neikvætt. Þær kýr sem mesta svörun gáfu við avian túberkulíni hafa flestar verið felldar. Við krufningu kom yfirleitt ekkert fram sem benti til berklasmits. í tveim tilfellum fundust ostkenndar breytingar í hengilseitlum. Við venjulega berklaræktun og sýkingu tilraunadýra (marsvína) var ekki hægt að staðfesta að um berklasmit væri að ræða í þessum gripum. Tvívegis áður, 1964-65 og 1960-61, hafa víðtæk berklapróf á nautgripum verið gerð hér á landi en árangur orðið svipaður og að framan greinir" (85). Nautgripaberklar hafa þannig aldrei fundist með vissu hér á landi. Grunsamlegasta atvikið um bovin smitun sem sá er þetta ritar þekkir til er rakið nánar af berklayfirlækni í heilbrigðisskýrslum árið 1959 og vísast til þess hér (35). Mycobacteriosis apathogenica Þá skal þess að lokum getið hér að á síðustu áratugum hafa, einkum í ýmsum heitari löndum, komið fram óvenjulegar svaranir við tuberkulinpróf. Er sama á hvern hátt þau eru framkvæmd, percutan, cutan eða intracutan. Svaranir þessar eru mjög vægar, venjulega roði án nokkurs verulegs þykkildis (t. d. neðan við 5 mm þvermál við intracutan próf). Hér er eigi um venjulega berklasmitun að ræða heldur um smitun af sýklum skyldum berklabakteríunni (mycobacterium apathogenum). Er fjöldi tegunda þessara apathogenu sýkla mikill þó ekki sé svo í norðlægari löndum. Hefur þessa orðið vart hér á landi (33, 34) og ber því að hafa slíkt í huga við framkvæmd berklaprófs og sérstaklega ef margar vægar svaranir koma fram án þess að nokkur einkenni berklasjúkdóms komi í ljós við frekari rannsóknir. Örðugt getur verið að rækta þessa sýkla (63) en gera má samanburð á svörun af standard tuberkulíni við svörun af ýmsum öðrum antigenum frá mycobacteríum ef prófað er samtím- is. Kemur þá venjulega í ljós greinilegur mismunur. Þannig má telja vissu fyrir því að vafasamar svaran- ir við berklapróf sem komið hafa fram í Keflavík í nokkur ár séu af völdum smitunar frá mycobactería balnei úr sundlauginni þar. Árið 1964 fann starfslið Berklavarnastöðvar Reykjavíkur (83,44) greinilegan mismun á svörun við Mantouxpróf þar sem gerður var samanburður á svörun af hreinsuðu standard tub- erkulíni annars vegar við svörun af antigeni frá myco- bacterium balnei (Sensitin) hins vegar (152). Var hin síðarnefnda svörun greinilega stærri í flest öllum til- fellum. Ber öllum þeirn sern fást við berklapróf að hafa þessar afbrigðilegu svaranir annarra mycobact- eria mjög í huga. Um útrýmingu berklaveikinnar úr landinu Á aldarfjórðungsafmæli Sambands íslenskra berkla- sjúklinga árið 1963 fórust þáverandi landlækni sem fór einnig með starf berklayfirlæknis þannig orð í ávarpi því er hann flutti af þessu tilefni: „Á um það bil 30 árum hefur berkladauðinn lækkað um 99 af hund- raði og er það meiri en þó einkum hraðari árangur en annars staðar þekkist. Skráðum berklasjúklingum hefur fækkað mjög en þó ekki að sama skapi. Aðeins lítill hluti sjúkrarúma berklahælanna er nú notaður fyrir berklasjúklinga og á öðrum sjúkrastofnunum dveljast þeir örsjaldan. Nýsmitun meðal barna og unglinga er orðin fátíð miðað við það sem áður gerð- ist, enda fækkar smitandi berklasjúklingum ár frá ári. 94 Læknablaðið 2005/91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.