Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 96

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 96
1975-1984 / BERKLAVEIKI og síbreytileg eftir aðstæðum og framkvæmd á berkla- varnar- eða almennum heilsugæslustöðvum af vel kunnandi og æfðu starfsliði. Meðal slíkra þjóða er talið nauðsynlegt að fram- kvæmdastjórn berklavarnanna sé falin einum aðila sem venjulegast er sérfróður læknir (148,150,135). Lokaorð Á þessu ári (1975) eru 40 ár liðin frá því að skipulegar berklavarnir voru hafnar hér á landi. Þær hafa tví- mælalaust borið mikinn árangur en um einstaka liði þeirra verður ekki dæmt. Þar eru mörg atriði saman- ofin. Á þessu tímabili hafa viðhorfin mjög breyst. Berkla- bólusetninguna ber nú að meta á annan hátt en er hún hóf göngu sína fyrir alvöru á fjórða tug aldarinn- ar. Hin sérhæfða lyfjameðferð gegn sjúkdómnum er komin til sögunnar og er hún almennt viðurkennd en nokkur vafi leikur enn á að hve miklu leyti skuli nota hana í varnarskyni. Á síðustu árum hefur aðaláhersla berklavarnanna verið lögð á eftirfarandi sex þætti: 1. Að finna hinn berklaveika sjúkling (smitber- ann) sem allra fyrst og koma honum þegar í stað í viðeigandi meðferð. 2. Að halda sjúklingnum einangruðum meðan smithætta er af honum. 3. Að fylgjast reglulega með heilsufari hans með- an nauðsynlegt er talið. 4. Að velja úr þá hópa einstaklinga sem teljast vera næmir fyrir sjúkdómnum og öðrum fremur líklegir til að verða fyrir smitun. Rétt er að leit- ast við að draga úr næmi þessara einstaklinga fyrir sjúkdómnum með því að bólusetja þá gegn berklaveiki. 5. Að halda uppi stöðugum og nákvæmum athug- unum á útbreiðslu berklasmitunar í landinu. 6. Að nota hin sérhæfðu berklalyf með varúð til sjúkdómsvarna, þ. e. til varnar því að berkla- sjúkdómur brjótist út hjá nýsmituðum (secund- ær chemoprophylaxis). Fáum orðum skal farið frekar um hina 6 ofan- greindu liði. Um 1. lið: Ekki þarf alltaf að leita hins berkla- veika sjúklings. Vegna sjúkdómseinkenna sinna leitar hann mjög oft af sjálfsdáðum læknis. Kemur þá oft- ast í ljós hvort sjúkdómur hans er nýlegur eða gamall og hvort sjúklingurinn er eða hefur verið hættulegur umhverfi sínu. Sé svo verður að sjálfsögðu að hefja víðtæka rannsókn á öllum sem hafa verið samvistum við hann. Komi hins vegar nýsmitað barn eða ung- lingur til læknis verður að hefja leit að smitunarupp- sprettunni. Vegna þess að almenn berklabólusetning hefur eigi verið framkvæmd hér á landi og mjög lítil berklasmitun hefur verið í landinu síðastliðin 30 ár eru langflestir landsmanna innan við þann aldur ósmitaðir. Hinir fáu sem smitaðir eru vita og oftast deili á smitun sinni. Berklaprófið er því orðið mikilsverð rannsókn á öllum yngri aldursflokkum þjóðarinnar til að greina sjúkdóminn. Röntgenrannsókn á hinum jákvæðu svo og nákvæm skoðun á hráka eða magaskolvatni með smásjá eða ræktun leiða sjúkdóminn oftast tvímæla- laust í ljós. Pegar leitað er nýsmitaðra einstaklinga í umhverfi berklasjúklings eða smitunaruppsprettu meðal ný- smitaðra þarf að sjálfsögðu að endurtaka berkla- prófið ef það reynist neikvætt við fyrsta próf þar sem undirbúningstími sjúkdómsins er allt að 6-8 vikum og berklaprófið því eigi jákvætt fyrr ef um nýja smitun er að ræða. Vel þarf að fylgjast með öllum nýsmituð- um og gefa þeim lyfjameðferð þegar í stað ef sjúk- dómseinkenni koma í ljós. (Sjá nánar 6. lið, secundær chemoprophylaxis (sjúkdómsvarnir)). Að sjálfsögðu verður að vanda mjög til tuber- kulínprófsins. Nota helst intracutan (Mantoux) próf og hreinsað, standardiserað tuberkulín og fylgja vel viðurkenndum leiðarvísi um hvernig og hvenær skuli meta svörunina. Aðeins æft starfslið ætti að annast framkvæmd prófsins. Þar sem komið hefur í ljós á síðari árum að bæði læknar og hjúkrunarkonur sem nýverið hafa lokið námi kunna eigi full skil á framkvæmd berklaprófsins verður að teljast nauðsynlegt að bæði læknadeild há- skólans og hjúkrunarskólinn sjái svo um að fullkomin fræðsla fáist fyrir þessa nemendur um framkvæmd og þýðingu þessa mikilsverða prófs (sjá bls. 100 og 101). Um 2. lið: Á síðari árum hefur það færst mjög í vöxt, einkum í þróunarlöndum Afríku og Asíu þar sem skortur er á sjúkrarými, að lyfjameðferð berkla- sjúklinga væri svo til eingöngu látin fara fram utan sjúkrahúsa á göngudeildum. Eigi skal ráðið til þessa hér á landi að svo stöddu enda hafa nýir, smitandi sjúklingar eigi verið svo margir undanfarin ár að slíkt teljist nauðsynlegt. Sjúkling með smitandi lungnaberkla skal þegar í stað einangra á sjúkrahúsi og hefja sérhæfða lyfja- meðferð þar hið fyrsta. Mikið er undir því komið að lyfjameðferð sé rétt valin í byrjun og henni haldið stöðugt áfram uns hún ber árangur. Eins og nú er háttað notkun berklalyfja er talið árangursríkast að nota strax í byrjun þrjár mismunandi tegundir berkla- lyfja svo berklasýklarnir nái eigi að aðlaga sig lyfjun- um og verða ónæmir gegn þeim. Nauðsynlegt er að halda lyfjunum fast að sjúklingunum, einkum fyrst í stað, en meðferð tekur nú venjulegast 18-24 mánuði. Ný lyf kunna ef til vill að stytta þennan tíma. Komi auka- eða eiturverkanir í ljós má reyna að sniðganga þau lyf er því valda og velja önnur í þeirra stað. Eftir þriggja til fjögurra mánaða meðferð eru langfiestir sjúklinganna lausir við smit og sjúkrahús- 96 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.