Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 108

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 108
1 985-1 994 / ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMA sóknarinnar og var þá boðið þeim konum sem áttu sömu fæðingardaga. í annan áfanga var sömu hópum boðið á ný en einnig þeim sem fæddir voru 2., 5., 8., dag hvers mánaðar o.s.frv. (C-hópur). Karlarnir voru rannsakaðir á árunum 1970-1971, en konurnar í öðr- um áfanga á árunum 1971-1972. I þriðja áfanganum 1974-1978 var þessum tveimur hópum (B og C) boð- ið enn á ný og nýjum rannsóknarhópi, hópi A, þeim sem fæddir voru 3., 6., 9. o.s.frv. bætt við. Loks í fjórða áfanga var fyrsta hópnum boðið í fjórða sinn og síðan fjórða hópnum, hópi D, sem aldrei hafði komið áður, en það voru þeir sem fæddir voru 1., 4., 7. dag hvers mánaðar o.s.frv. árin 1908, ’09, ’ll, ‘13, T5, ’23, ’25, Table 1. Participants in the Reykjavík study who were invited and examined in stages i-iV. Males Invited Examined Response % Stage 1 1967-'68 2941 2203 (74.9) Stage II 1970-'71 5589 4058 (72.7) Stage III 1974-'76 7994 5564 (69.6) Stage IV 1979-'81 4662 3244 (69.6) Females Invited Examined Response % Stage 1 1968-’69 3085 2371 (76.9) Stage II 1971-72 6011 4184 (69.6) Stage III 1976-78 5801 3902 (67.3) Stage IV 1981-'84 4992 3577 (71.7) '21, ’29, ’30, ’32 og 1933, árin sem í upphafi voru und- anskilin. Fjórða áfanga karlarannsóknarinnar lauk 1981 en fjórða áfanga kvennarannsóknarinnar 1984. Alls var 10.263 karlmönnum boðin þátttaka í rannsókninni. Þar af hafa 8001 komið að minnsta kosti einu sinni. Mætingarhlutfall meðal karla er því um 78% (tafla I). Boðið var 11.069 konum og 8468 (76,5%) komu einu sinni eða oftar. Sérhverju boðsbréfi um þátttöku fylgdi staðlaður spurningalisti um félagslegar aðstæður, lifnaðarhætti og heilsufar. Spurningalistinn hefur áður verið birtur í heild (7, 8). Sérþjálfaður ritari fór síðan yfir spurningarnar með hverjum þátttakanda til að tryggja sem áreiðan- legastar upplýsingar. Ýmsar þessara spurninga lúta beint að áhættuþáttum kransæðasjúkdóms. ítarlega var spurt út í reykingavenjur með spurningum sem flestar voru þýddar úr breskum spurningalista (9). Figure 1. Sludy plan oftlie Reykjavík Study sliowing the number of participants in each cohort and the years when the different stages of the study were carried out. 1 1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1 995- 04 Það var Ijúft verk en ekki létt að velja bestu greinina í Læknablaðinu á árunum 1985-1994. Það kom skemmti- lega á óvart hversu margar mikilvægar greinar höfðu verið ritaðar í Læknablað- ið á þessu tímabili. í fyrsta tölublaði 74. árg. árið 1988 skrifaði Ólafur heit- inn Jensson yfirlits- grein um arfgengt æðamýlildi og heilablæðingu - rannsóknaryfirlit (1). Þessi grein ásamt grein Hannesar Blöndal og fleiri í 6. tbl. Læknablaðs- ins 1989 (2) bera vitni einu glæsilegasta rann- sóknarverkefni í íslenskri læknisfræði þar sem íslenskir visindamenn hafa upplýst vefjafræði, eðli og erfðafræði arfgengra heilablæðinga á íslandi. í 3. tbl. 78. árg. árið 1992 fjalla María Sigur- jónsdóttir og samstarfsmenn (3) um helicobact- er pylori í magaslímhúð og í 4. tbl. 81. árg. árið 1994 fylgja Einar Oddsson og félagar þessu ef- tir með grein (4) um meðhöndlun á helicobacter pylori sýkingum hjá sjúklingum með meltingar- ónot. Þessar greinar gera góða grein fyrir þeirri byltingu á skilningi manna á meltingarfærasjúk- dómum sem fólst í uppgötvun helicobacter sýkinga og áhrifa þeirra í meltingarvegi. Álíka frumkvöðulsstarf kemur fram í grein Katrínar Rutar Sigurðardóttur, Gunnars Sigurðssonar og Jóns Inga Jósafatssonar í 3. tbl. 81. árg. árið 1994 (5) þegar þau fjalla um beinþéttnimælingar í framhandlegg íslenskra kvenna. Enn á ný flytur Læknablaðið íslenskum læknum það nýjasta í læknisfræðilegum rannsóknum og segir frá frumlegum og mikilvægum íslenskum læknis- fræðirannsóknum. Að þessum greinum og öllum öðrum ólöst- uðum taldist besta grein áranna 1985-1994 í Læknablaðinu vera grein Guðmundar Þorg- eirssonar, Davíðs Davíðssonar, Helga Sigvald- asonar og Nikulásar Sigfússonar sem birtist í 7. tbl. 78. árg. árið 1992 (6): „Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna á íslandi. Niðurstöður úr hóprannsókn Hjarta- verndar 1967-1985“. Hjartaverndarverkefnið er eitt mikilvægasta og metnaðarfyllsta rannsókn- arverkefni sem ráðist hefur verið í á íslandi. Metnaður, framsýni og kraftur frumkvöðlanna verður seint fullmetinn, bæði vísindamannanna og annarra frumkvöðla sem áttu stóran þátt i að tryggja verkefninu fjármagn og aðstöðu. Eins og gjarnan er með viðamikil rannsóknaverkefni þá leið langur tími frá því að fyrst var sáð þar til að uppskeru kom. Grein Guðmundar Þorgeirs- sonar og félaga er hluti af uppskerunni, eins konar fyrsti sláttur og segir frá dánartíðni, dán- arorsökum og helstu áhættuþáttum hjá rúmlega 8000 körlum og heldur stærri hópi kvenna. Þessi umfangsmikla faraldsfræðilega rannsókn hefur lagt grunn að margs konar rannsóknum á hjartasjúkdómum á íslandi, þar á meðal á erfða- fræði þeirra og um leið byggt upþ Hjartavernd sem öfluga islenska rannsóknastofnun. Það er ánægjulegt að sjá hve vel Læknablaðið greinir frá þessari þróun og hversu vel lestur Lækna- blaðsins lýsir því hvað er að gerast í íslenskum læknisfræðirannsóknum á hverjum tima. Heimildir 1. Jensson Ó. Arfgengt æðamýlildi og heilablæðing - rannsóknaryfirlit. Læknablaðið 1988; 74:9-16. 2. Blöndal H, Guömundsson G, Benedikz E, Jóhann- esson G. Arfgeng heilablæðing 1. Vitglöp við cyst- atin C mýlildi. Læknablaðið 1989; 75 :197-201. 3. Sigurjónsdóttir M, Árnason A, Jóhannsson JH, Þjóðleifsson B, Oddsson E, Guðjónsson H. et al. Rannsókn í tengslum Helicobacter pylori í maga- slímhúð við vcfjaflokka og magabólgur. Lækna- blaðið 1992; 78:99-105. 4. Oddsson E, Guðjónsson H. Björnsson S, Gunn- laugsson Ó, Theodórs Á, Gormsen M, et al. Upp- ræting á helicobacter pylori sýkingu hjá sjúklingum með mellingarónot - Langtímaáhrif á einkenni. Læknablaðið 1994; 80:127-31. 5. Sigurðardóttir KR, Sigurðsson G, Jósafatsson JI. Bcinþéttnimælingar í framhandlegg íslenskra kvenna. Læknablaðið 1994; 80:91-8. 6. Þorgeirsson G, Davíðsson D, Sigvaldason H. Sig- fússon N. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna á íslandi. Niðurstöður úr hóprann- sókn Hjartaverndar 1967-1985. Læknablaðið 1992; 78: 267-76. 108 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.