Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 109

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 109
1985-1994 / ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMA Einnig var spurt um háan blóðþrýsting og meðferð við honum. Hins vegar var ekki spurt um mataræði né um áfengisneyslu. Niðurstöður spurningalistans lágu fyrir þegar sérhver þátttakandi gekkst undir ítarlega læknisrannsókn um 10 dögum síðar. Pá lágu einnig fyrir niðurstöður úr fastandi blóðrannsókn fyrri heimsóknar sem og hjartarafrit. Blóðþrýstingur var mældur í báðum heimsóknum, í fyrra skiptið af hjúkrunarfræðingi en í hið síðara af lækni. Meðal- tal beggja var lagt til grundvallar í mati á vægi blóð- þrýstings sem áhættuþáttar. Af blóðrannsóknum komu mælingar á blóðsykri, kólesteróli og þríglýser- íðum í sermi til álita sem áhættuþættir. Mælingaað- ferðum og gæðaeftirliti hefur áður verið lýst (10). Við mat á áhættuþáttum var byggt á gögnum sem aflað var við fyrstu heimsókn hvers þátttakanda. I árslok 1985 voru liðin fimm til 17 ár frá fyrstu heimsókn karla, en tvö til 16 ár frá fyrstu heimsókn kvenna. Þá höfðu 1140 (14,2%) karlar og 537 (6,3%) konur látist. Farið var yfir öll dánarvottorð, krufn- ingaskýrslur kannaðar í þeim tilvikum, sem krufning hafði farið fram (61% karla og 53% kvenna) og í ein- staka tilvikum var viðbótarupplýsinga aflað úr sjúkra- skrám sjúkrahúsa (mynd 2). Dánarorsök var skráð í samræmi við Alþjóðlegu sjúkdóms- og dánarmeina- skrána, níundu endurskoðun (ICD 9). í þessari grein er fjallað um dánarorsakirnar 410-414 í dánarmeina- skránni, þ.e. bráða kransæðastíflu og aðra blóðþurrð- arsjúkdóma í hjarta. Tölfrædileg úrvinnsla Sjálfstæð áhrif hinna ýmsu heilsufars- og lifnaðar- þátta á líkur þess að deyja úr kransæðasjúkdómi, bráðri kransæðastíflu eða öðrum tilbrigðum blóð- þurrðar í hjarta voru metin með fjölþáttagreiningu Cox (11), sem tekur bæði tillit til þess að margir þætt- ir hafa áhrif og einnig tímalengdar milli athugunar og dánardægurs. Eins og fyrr getur var aðeins miðað við upplýsingar úr fyrstu heimsókn þátttakenda. Marktekt var miðuð við 5% mark. I heildarniður- stöðum (töflum II og III) er gengið út frá margföld- unarlíkani, þ.e. að áhætta einstaklings ákvarðast af margfeldni talna, sem hver um sig táknar hlutfalls- lega áhættu vegna ákveðins áhættuþáttar. Petta líkan miðar einnig við að áhættuhlutfall vegna samfelldra breytistærða sé veldisfall. Þar að auki var efniviði skipt í sex flokka eftir kólesterólmagni og niðurstöður fengnar fyrir hvern flokk fyrir sig (myndir 3 til 5). Niðurstöður Dánarorsakir: Helstu dánarorsakir beggja kynja eru sýndar á mynd 2. Þar kemur fram að meðal karla er kransæðasjúkdómur langalgengasta dánarorsök- in (43%), en öll krabbamein tekin sem einn flokkur koma þar næst í röð (27%). Miklu færri eða 7% deyja úr heilablóðföllum og enn færri úr „öðrum hjartasjúk- dómum“ (lokusjúkdómum, meðfæddum hjartagöll- um, hjartavöðvasjúkdómum og hjartasjúkdómum af völdum háþrýstings). Ýmsir aðrir sjúkdómar, svo sem nýrnasjúkdómar, lungnasjúkdómar, sýkingar og slys valda samtals 19% dauðsfalla. Coronary heart disease Cancer Cerebrovascular disease Cancer Coronary, heart disease 'Other causes Cerebro vascular Other heart disease diseases Males (N: 1140) Females (N: 537) Figure 2. Causes ofdeath in both sexes after follow-up for 2 to 17 years. Skipting dánarorsaka meðal kvenna er að því leyti frábrugðin, að krabbamein orsaka flést dauðs- föll (42,3%) en kransæðasjúkdómur telst dánarorsök í aðeins 19,4% tilfella. Aftur á móti er heilablóðfall 7%, sama hlutfall dánarorsaka og meðal karla. Ahœttuþœttir: Eins og fram kemur í greinargerð fyr- ir tölfræðilegri úrvinnslu var fjölþáttagreiningu Cox beitt til að meta sjálfstæð áhrif hinna ýmsu þátta á hlutfallslega áhættu þess að deyja úr kransæðasjúk- dómi (hazard ratio). í töflu II eru skráðir þeir áhættu- þættir sem marktækir reyndust hjá körlum og í töflu III er sambærileg skráning marktækra áhættuþátta meðal kvenna. I margföldunarlíkaninu liggur, að viðbótaráhætta vegna hvers áhættuþáttar verður því meiri eftir því sem áhættan eykst vegna annarra þátta. Áhrif aldurs eru metin með aldurinn sem sam- fellda breytistærð. Aldur reynist mjög marktækur áhættuþáttur og jukust líkur á kransæðadauða um 1.103 eða 10,3% á ári hjá körlum, en um 1.123 eða 12,3% á ári hjá konum. Þar sem hlutfallsleg áhættu- aukning reiknast af sífellt hærri tölu með hækkandi aldri verður viðbót hvers árs sífellt hærri. Blóðþrýstingur í slagbili reyndist einnig mjög marktækur áhættuþáttur kransæðadauða með báðum kynjum. Hver hækkun um einn mm Hg jók áhættuna um 1,0% meðal karla en 1,3% meðal kvenna og er munurinn milli kynjanna ekki marktækur. Blóðþrýstingur í hlébili hafði nána fylgni við blóð- þrýsting í slagbili og datt út sem sjálfstæður áhættuþátt- ur þegar tekið hafði verið tillit til slagbilsþrýstingsins þótt hann hefði marktækt vægi ef slagbilsþrýstingur- inn var tekinn inn í fjölþáttagreininguna. Áhrif blóðþrýstings voru einnig metin með þeim hætti að bera saman líkur á kransæðadauða meðal þeirra sem höfðu háþrýsting (>160/95 mm Hg) og Læknablaðið 2005/91 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.