Læknablaðið - 15.01.2005, Side 115
1995-2004 / ÞRÓUN OFÞYNGDAR OG OFFITU
Þróun ofþyngdar og offitu meðal
45-64 ára Reykvíkinga
áárunum 1975-1994
Læknablaðið 2001; 87: 699-704
Hólmfríður Þor-
geirsdóttir 1957
Laufey Stein-
grímsdóttir 1947
Örn Ólafsson 1956
Vilmundur
Guðnason 1954
Ágrip
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna
hvort breytingar hafi orðið á hlutfallslegum fjölda of
þungra og of feitra hér á landi undanfarin ár. Einnig
að athuga hvort samband væri milli fæðuframboðs og
ofþyngdar og offitu.
Efniviður og aðferðir: Pátttakendur í þessari rann-
sókn koma úr áföngum III-V í hóprannsókn Hjarta-
verndar og Reykjavíkurhluta MONICA rann-
sóknarinnar frá tímabilinu 1975-1994. Skoðaðir voru
aldurshóparnir 45-54 ára og 55-64 ára. Einungis voru
notaðar upplýsingar úr fyrstu komu hvers einstak-
lings. Reiknaður var líkamsþyngdarstuðull (body
mass index, BMI) þátttakenda og hlutfall of þungra
og of feitra einstaklinga miðað við mörk Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar þar sem einstaklingar með
líkamsþyngdarstuðul á bilinu 25-29,9 teljast of þungir
en of feitir sé stuðullinn 30 eða hærri. Einnig var at-
hugað hvort samband væri milli breytinga á mataræði
og ofþyngdar og offitu á tímabilinu.
Niðurstöður: Reykvískir karlar og konur hafa bæði
hækkað og þyngst á tímabilinu. Þyngdaraukningin er
meiri en útskýrt verður með aukinni hæð eingöngu
en það kemur fram í hækkun líkamsþyngdarstuðuls
hjá báðum kynjum. Á sama tíma eykst bæði hlutfall
þeirra sem eru of þungir og of feitir og var hlut-
fallsleg fjölgun of feitra meiri en hlutfallsleg fjölgun
of þungra. Hlutfall of feitra meira en tvöfaldaðist hjá
báðum aldurshópum kvenna á tímabilinu samkvæmt
niðurstöðum línulegrar aðhvarfsgreiningar (linear
regression analysis) og var komið í tæp 15% (95%
öryggisbil, 9-22%) hjá konum á aldrinum 45-54 ára
og um 25% (95% öryggisbil, 17-34%) hjá 55-64 ára.
Hlutfall of feitra tæplega tvöfaldast í yngri hópi karla
og var komið í um 19% (95% öryggisbil, 13-27%) í
lok tímabilsins en aukningin var ekki marktæk hjá
þeim eldri. Það lætur nærri að í iok tímabilsins séu
um 70% karla í báðum aldurshópum og í eldri hópi
kvenna annað hvort of þung eða of feit, en þetta
hlutfall var um 54% í yngri hópi kvenna.
Óverulegar breytingar hafa átt sér stað á neyslu
orku og orkuefna á tímabilinu samkvæmt niðurstöð-
urn fæðuframboðsins.
Ályktanir: Ofþyngd og offita hafa aukist umtalsvert
meðal miðaldra Reykvíkinga á árunum 1975-1994 og
er aukningin sambærileg við það sem átt hefur sér
stað víða á Vesturlöndum undanfarið. Brýnt er að
bregðast við þessum vanda með því að hvetja til heilbrigð-
ari lífshátta, bæði hvað mataræði og hreyfingu varðar.
Inngangur
Síðustu áratugi hafa ofþyngd og offita aukist víða
um heim bæði meðal barna og fullorðinna. I nýlegri
skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er offitu
lýst sem faraldri, ekki bara á Vesturlöndum, heldur
einnig víða í þróunarlöndum (1). Brýnt er að fylgjast
með þróun ofþyngdar og offitu meðal þjóðarinnar
þar sem offita hefur mikil áhrif á heilsu en hún er
áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, fullorðins-
sykursýki og fleiri sjúkdónta (2-8).
Hjartavernd hefur safnað gögnurn um hæð og
þyngd íslendinga allt frá árinu 1967, bæði í hóp-
rannsókn Hjartaverndar og í MONICA rannsókn-
inni sem er fjölþjóðleg rannsókn. Itarlegar skýrslur
hafa verið birtar um hæð, þyngd og Broca líkams-
þyngdarstuðul fyrir fyrstu áfanga hóprannsóknar-
innar frá árunum 1967-1968 (9,10).
í rannsókn þessari, sent byggir á ofangreindum
gögnum Hjartaverndar, er lýst þróun ofþyngdar og
offitu nteðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-
1994 miðað við viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar fyrir ofþyngd og offitu (1). Einnig eru
breytingar á holdafari bornar saman við þær breyt-
ingar sem átt hafa sér stað á mataræði þjóðarinnar á
tímabilinu.
Efniviður og aðferðir
Til að kanna þróun ofþyngdar og offitu á tímabilinu
1975-1994 voru notuð gögn úr áfanga III-V í
hóprannsókn Hjartaverndar og Reykjavíkurhluta
MONICA rannsóknarinnar, áfanga I-III (tafla I). í
þessari rannsókn er einungis stuðst við fyrstu komu
hvers einstaklings.
Hóprannsókn Hjartaverndar er ferilrannsókn sem
fram fór á Reykjavíkursvæðinu 1967-1997. Nákvæm
lýsing á skipulagi rannsóknarinnar, vali úrtaks,
þátttöku og framkvæmd hefur þegar verið birt í
skýrslum Hjartaverndar (11,12), en þátttaka var urn
það bil 70% (13). MONICA rannsóknin er fjölþjóð-
leg rannsókn sem fram fór í 41 rannsóknastöð í 28
löndum 1983-1994 (14).
Læknablaðið 2005/91 115