Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 117
1995-2004 / ÞRÓUN OFÞYNGDAR OG OFFITU
Tafla 1. Fjöldi þátttakenda í þessari rannsókn eftir aldri, kyni og skoöunartíma.
Rannsókn Skoðunarár 45-54 ára 55-64 ára
Karlar
Hóprannsókn III 1975-1977 701 708
Hóprannsókn IV 1979-1981 761 321
MONICA 1 1983 119 107
Hóprannsókn V 1985-1987 237 647
MONICA II 1988-1989 119 102
MONICA III 1993-1994 125 120
Konur
Hóprannsókn III 1977-1979 683 977
Hóprannsókn IV og MONICA 1 1981-1984 943 571
Hóprannsókn V og MONICA II 1987-1991 218' 904
MONICA III 1993-1994 123 110
* Tímabil 1987-1989.
Tafla II. Meöaihæö og 95% öryggisbil (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni.
45-54 ára 55-64 ára
Skoöunarár Meöaltal 95% Cl Meöaltal 95% Cl
Karlar
1975-1977 176,9 176,5-177,4 174,9 174,4-175,3
1979-1981 178,7 178,3-179,1 176,6 175,9-177,3
1983 179,2 178,0-180,4 175,4 174,3-176,5
1985-1987 179,1 178,3-179,8 177,0 176,6-177,5
1988-1989 179,5 178,3-180,6 177,1 176,0-178,3
1993-1994 179,2 178,0-180,3 177,7 176,5-178,9
Konur
1977-1979 164,6 164,2-165,0 162,3 161,9-162,6
1981-1984 165,0 164,7-165,4 163,2 162,7-163,6
1987-1991 165,9' 165,2-166,6 163,8 163,5-164,2
1993-1994 167,0 165,9-168,1 163,9 162,9-164,9
» Tímabil 1987-1989.
leiðslu og innflutningi að frádregnum útflutningi og
þess sem fer til annarra nota en manneldis. Tölurnar
veita upplýsingar um magn og tegundir matvara sem
eru á boðstólum fyrir þjóðina og eru gefnar upp í
kílógrömmum á íbúa á ári. Á grundvelli þeirra er
reiknað framboð á orku og orkuefnum.
Tölfræðileg úrvinnsla: Línuleg aðhvarfsgreining (line-
ar regression analysis) var notuð til að meta tímaleitni
(time trend) í meðaltali log- (líkamsþyngdarstuðuls)
gilda. Pannig fékkst mat á hlutfallslegri breytingu í
margfeldismeðaltali (geometric mean) líkamsþyngd-
arstuðulsgilda frá einum tíma til annars. Einnig var
metið með aðhvarfsgreiningu hvort tímaleitni væri í
hlutfalli of þungra og of feitra á tímabilinu. Marktekt-
arkrafa (significance level) miðaðist við 5%. Tölfræði-
forritið SPSS 9.0 var notað við úrvinnslu gagna.
Niðurstöður
Hæð og þyngd: Töflur II og III sýna þróun á með-
alhæð og þyngd þessara aldurshópa á tímabilinu.
Karlar jafnt sem konur í báðum aldurshópum eru
að meðaltali um 2-3 cm hærri í lok tímabilsins en
einstaklingar í upphafi þess. Þátttakendur eru einnig
þyngri í lok tímabilsins. Þyngdarmunur karla er
svipaður í báðum aldurshópum um það bil 6 kg.
Konur hafa þyngst meira en karlarnir þrátt fyrir að
rannsóknartímabil þeirra sé þremur árum styttra.
Þyngdaraukning yngri aldurshóps kvenna var 6,7 kg
en þess eldri 7,6 kg.
Líkamsþyngdarstuðull: Tafla IV sýnir meðallíkams-
þyngdarstuðul þátttakenda á tímabilinu. Hann hefur
hækkað hjá körlum og konum í báðum aldurshópum.
í upphafi tímabilsins var meðallíkamsþyngdarstuðull í
báðum aldurshópum karla 25,9 en var í lok tímabilsins
27,2 í yngri hópi karla og 27,0 hjá þeim eldri. í yngri
hópi kvenna hækkaði meðallíkamsþyngdarstuðull úr
24,6 í 26,3 en í eldri hópnum úr 25,0 í 27,3. Ekki er
tölfræðilega marktækur munur milli aldurshópanna,
þó hafa eldri konurnar tilhneigingu til að hafa hærri
stuðul en þær yngri.
Niðurstöður línulegrar aðhvarfsgreiningar sýna að
hlutfallsleg hækkun á meðallíkamsþyngdarstuðli var
tölfræðilega marktæk í öllum hópunum á tímabilinu.
Hún var mun meiri meðal kvenna en karla.
Ofþyngd: Tafla V sýnir að hlutfall of þungra einstak-
linga (25 < líkamsþyngdarstuðull < 30) jókst hjá báð-
um kynjum og aldurshópum á tímabilinu. Hlutfall
ofþyngdar er hærra meðal karla en kvenna. í upphafi
tímabilsins voru um 46% karla í báðum aldurshóp-
um of þungir en 53-54% í lok tímabilsins. I yngri hópi
kvenna fór hlutfallið úr 29% í upphafi tímabilsins í
39% í lok þess en í þeim eldri úr 34% í46%. Aukning
á hlutfalli of þungra var meiri meðal kvenna en karla
á tímabilinu samkvæmt línulegri aðhvarfsgreiningu.
Eini hópurinn þar sem aukning á hlutfalli of þungra
var ekki tölfræðilega marktæk var yngri hópur karla.
Offfita: Tafla VI sýnir hlutfall of feitra einstaklinga á
tímabilinu. Það er Ijóst að offita eykst umtalsvert hjá
báðum kynjum. Það lætur nærri að hlutfall offitu hafi
tvöfaldast í yngri hópi karla en það fer úr 10,4% í upp-
hafi tímabilsins í 19,2% í lok þess en aukningin var
ekki tölfræðilega marktæk í eldri hópi karla. Hjá yngri
konunum fer hlutfallið úr 8,6% í 14,6% en hjá þeim
eldri úr 11,2% í 24,5%. Hjá körlum er ekki greinilegur
munur á offitu milli aldurshópa en eldri konurnar hafa
meiri tilhneigingu til að vera of feitar en þær yngri.
Fæðuframboð: Tafla VII sýnir framboð orku í kíló-
kaloríum á íbúa á dag, fitu og sykurs í grömmum á
Læknablaðið 2005/91 117