Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 8
RITSTJÓRIUARGREINAR Gabb(?) Emil L. Sigurðsson Höfundur er heilsugæslu- læknir í Sólvangi, Hafnarfirði og á sæti í ritstjórn Lækna- blaðsins. Fyrir nákvæmlega þremur árum síðan stóðu heim- ilislæknar í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti til starfa á sömu forsendum og aðrir sérmenntaðir læknar hafa. Rétt er að rifja upp að ekki var verið að fara fram á hærri laun, ekki var verið að tala um hærri greiðslur fyrir vaktir, það var ekki tekist á um krónur og aura heldur snerist baráttan einfald- lega um að heimilislæknar fengju sömu réttindi og aðrir sérgreinalæknar. Hvorki meira né minna. Fjöldi heimilislækna hafði horfið til annarra starfa og heimilislæknar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði höfðu sagt upp störfum sínum og það leit út fyrir að þessi tvö stóru svæði yrðu heimilislæknalaus. Reyndar höfðu heimilislæknar í Hafnarfirði áform um að opna eigin stofur á þessum tíma. A síðustu stundu ákváðu læknarnir að slíðra sverðin og hætta, eða að minnsta kosti fresta frekari að- gerðum og sýna á þann hátt ábyrga afstöðu til skjólstæðinga sinna og jafnframt mikinn trúnað við heilbrigðisráðherra. Það sem olli því að viðkom- andi heimilislæknar ákváðu að draga uppsagnir sínar til baka og fresta aðgerðum var svokölluð viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra 27. nóvember 2002 en nokkur atriði í henni gerðu það að verkum að heimilislæknar gáfu ráðherranum tækifæri til að sýna vilja sinn í verki, en þau sneru að því að veita heimilislæknum meira valfrelsi til starfa eða eins og segir í viljayfirlýsingunni: Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra þá beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annaðhvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launa- kerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Ráðherra mun meta þörf fyrir heimilis- lækna með hliðsjón af fjölda heilsugæslulækna og heimilislækna á viðkomandi svæði. Sérfræðingar f heimilislækningum fái aðgang að umræddum samningi í samræmi við fjárlög meðan skortur er á heimilislæknum skv. fyrrgreindu mati. I kjölfar þessarar viljayfirlýsingar fóru heimilis- Framhald afbls. 807 talan var á íslandi og 17% íslenskra kvenna, einnig hæsta talan, sögðust þjást enn. Athyglisvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk er að 96% kvennanna í öllum löndunum sagði kvensjúkdómalækninum ekki frá þessari reynslu. Þær tölulegu upplýsingar og þau úrræði sem ég hef nefnt eru öll tilkomin eftir að systurnar fimm urðu fyrir sinni sáru reynslu. Hins vegar er einnig ljóst að betur má ef duga skal. Enn er vitneskja okkar væntanlega einungis takmörkuð um fjölda raunverulegra brota. Vitað er að bæði hjá börnum og fullorðnum sem verða fyrir kynferðisofbeldi ríkir oft skömm, sektarkennd, léleg sjálfsmynd, ótti, kvíði, depurð, tilfinningalegur doði, einangrun, reiði og jafnvel sjálfsköðun. Allar þessar neikvæðu tilfinningar skerða lífsgæði og geta leitt til sjúk- dóma. í september 2004 var haldin fjölmenn nám- stefna á vegum margra samtaka og stofnana sem sinna eða bera hag þolenda kynferðisbrota fyrir brjósti. Hún bar heitið „Bætt menntun - betri við- brögð“ og fjallaði um menntun fagfólks og meðferð kynferðisbrotamála. Framsögu fluttu m.a. fulltrúar flestra deilda Háskólans, Kennaraháskólans og Lögregluskólans. Kom í ljós að námsefni var oft af skornum skammti og nám oft valkvætt þó að víða sé bæði viðleitni og góður vilji. Þær miklu upplýs- ingar sem þegar eru fyrir hendi um kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þess þurfa að skila sér í bættri menntun allra þeirra sem annast börn og unglinga og færni þeirra til að hlusta, greina og bregðast við einkennum eða frásögn af kynferðisofbeldi. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk þarf að læra að spyrja sjúklinga og liðsinna þeim ef þörf er á. Mikilvægt er að samræma og samhæfa vinnubrögð í svo við- kvæmum og llóknum málum. Stjórnvöld þurfa að marka heildstæða stefnu sem síðan tryggir samstarf stofnana og einstaklinga og lykilatriði er að ráðstafa raunhæfu og nægu fjármagni þannig að hægt sé að sinna þeim sem leita hjálpar. Það er vel að ríkisstjórnin hefur nýlega sam- þykkt tillögu félagsmálaráðherra um aðgerð- aráætlun í þessum efnum eftir að ýmis samtök lögðu fram drög að slíkri áætlun með fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum. Lagt er til að sjónum verði sérstaklega beint að börnum sem verða fórn- arlömb kynferðisofbeldis. Þessari samþykkt þarf að fylgja eftir. Vel færi á því að Læknafélag íslands og Læknadeild hefðu frumkvæði að því að gera til- lögur um bætta grunnmenntun og endurmenntun lækna á þessu sviði og koma þeim í framkvæmd. 808 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.