Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREINAR
læknar undan Kjaranefnd og á þann hátt losnaði
um „bundnar hendur" ráðherra til að beita sér
fyrir bættum kjörum og starfsréttindum heimilis-
lækna.
Þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að heimilis-
læknar, sumir hverjir með miklum semingi, ákváðu
að trúa viljayfirlýsingunni hafa heimilislæknar
ekki enn sömu möguleika til starfa og aðrir sér-
greinalæknar og mikilvægasti hluti viljayfirlýsing-
arinnar sem lýtur að starfsréttindum er enn ekki
orðinn að veruleika. Þær heilsugæslustöðvar sem
nú eru að taka til starfa, Heilsugæslan í Voga- og
Heimahverfi og Heilsugæslan í Firði í Hafnarfirði
verða reknar á sama hátt og eldri stöðvar. Reyndar
hefur miðstýringin orðið enn meiri en áður með
sameiningu allra heilsugæslustöðva á höfuðborg-
arsvæðinu og því hefur í reynd verið stigið skref í
þveröfuga átt við það sem lofað var.
Af hálfu lækna var skipuð viðræðunefnd á
grundvelli þessarar viljayfirlýsingar sem átti að
vinna með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu að framgangi málsins. I júlí 2003 sagði einn
læknirinn sig úr nefndinni með þeim orðum að að-
eins hefði verið haldinn einn fundur og að ekkert
bólaði á þeim næsta og nýlega var haft eftir ráð-
herra í fjölmiðlum að málið hefði dregist á langinn
vegna anna í ráðuneytinu en fljótlega yrði reynt að
gera bragarbót á því.
Nú verður hver og einn að meta það fyrir sig
hvort þessi viljayfirlýsing var sett fram á sínum
tíma til þess að slá ryki í augun á heimilislæknum
eða hvort um var að ræða vel ígrundaða tilraun til
þess að leiðrétta það misrétti sem heimilislæknar
hafa mátt búa við.
Þriggja ára afmælisveisla „viljayfirlýsingarinnar"
er nú varla veisla sem heimilislæknar vilja sækja og
er heldur ekki afmæli sem heilbrigðisráðherra getur
verið stoltur af. Þó er nú dáldið skondið að skoða
þetta afmælisboð. Öðrum megin borðs bláeygir
heimilislæknar sem trúðu heilbrigðisráðherra
og hinum megin ráðherrann sem einn veit hvort
einhver raunveruleg meining var í þessari yfir-
lýsingu. Hafi hann ekki meint neitt sérstakt með
þessu glottir hann sjálfsagt í kampinn yfir því hve
gabbið gekk vel upp. Hafi hann hins vegar ætlað
sér að standa við orð sín, ja, þá er nú löngu kominn
tími að gyrða sig í brók og ganga til verks.
Á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands (LÍ)
var lögð fram afar merkileg skýrsla sem ber titil-
inn „Staða og framtíð íslenskra heimilislækna".
Þessi skýrsla er geysilega vel unnin og eiga þeir
sem að henni standa mikið hrós skilið. í henni er
á vandaðan hátt fjallað um stöðu heimilislækna og
þá möguleika sem sjáanlegir eru í nánustu fram-
tíð. í skýrslunni er meðal annars farið yfir hvaða
stefnu hinir mismunandi stjórnmálaflokkar hafa
hvað varðar heilbrigðismál og þá sérstaklega mál
heilsugæslu- og heimilislækna. Skýrslan er mikil-
vægt innlegg LÍ í umræðu um aukið sjálfstæði
íslenskra heimilislækna og hefur vakið verðskuld-
aða athygli. Þannig tók Morgunblaðið málið upp í
leiðara og lýsti þar yfir undrun sinni á því af hverju
heimilislæknar fengju ekki sömu réttindi og aðrir
læknar og að hlutur einkareksturs ætti að aukast.
Leiðarahöfundur áttar sig greinilega á kjarna
málsins, þjónustan og kostnaður við hana skiptir
meginmáli og að allir hafi jafnan aðgang að þjón-
ustunni. Rekstrarformið, það er opinber rekstur
eða einkarekstur, er ekki aðalatriðið.
Það er fróðlegt að lesa stefnuskrár stjórnmála-
flokkanna um heilbrigðismál. Óumdeilt er að
mikilvægt sé að tryggja jafnan aðgang allra að heil-
brigðisþjónustunni óháð efnahag eða félagslegri
stöðu. I ályktun um heilbrigðismál á nýloknum
landsfundi Sjálfstæðisflokksins segir:
Landsfundur hvetur til aukins samstarfs opin-
berra aðila og einkaaðila um rekstur einstakra
þátta í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði
að hagkvæmni og kostir einkarekstrar fái notið
sín sem vfðast. Fundurinn telur að í heilbrigð-
isþjónustu. jafnt sem öðrum atvinnugreinum,
sé þörf fyrir framtak einstaklinga og minnkandi
opinberan rekstur. Fundurinn leggur sérstaka
áherslu á fjölbreytt rekstrarform og valmögu-
leika í heilsugæslu, auk tilfærslu verkefna í heilsu-
gæslu og einstakra verkefna í sjúkrahúsþjónustu
frá ríki til annarra aðila.
Áður hafði landsfundur Samfylkingarinnar sam-
þykkt ítarlega ályktun um heilbrigðismál en þar
segir meðal annars:
Skoða þarf breytt rekstrarform í heilbrigðisþjón-
ustu með opnum huga. Einkarekstur er ekki
einkavæðing. Gefa á sérfræðingum í heimilis-
lækningum kost á að starfrækja sjálfir læknastof-
ur enda óhemjumikil þörf fyrir þeirra þjónustu.
Það er því Ijóst að tveir stærstu stjórnmálaflokk-
ar landsins hafa nánast sömu stefnu hvað varðar
möguleika heimilislækna til að starfa sjálfstætt.
Viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra gekk einnig út á
hið sama. Heimilislæknar trúðu viljayfirlýsingunni.
Hvernig stendur á því að stefna stjórnmálaflokka
sem yfir 70% kjósenda kjósa og heilbrigðisráð-
herra „lýsir yfir vilja til að uppfylla“ nær ekki
fram?
Var viljayfirlýsingin bara einfalt gabb? Hvaða
hægagangur er þetta eða eftir hverju er verið að
bíða? Heimilislæknar verða því enn um sinn að
bíða eftir leiðréttingu á starfsréttindum sínum en
sú skýrsla um stöðu og framtíð íslenskra heim-
ilislækna sem lögð var fram á síðasta aðalfundi LÍ
verður vafalaust gott veganesti í áframhaldandi
baráttu.
Læknablaðið 2005/91 809