Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 72
UMRÆÐA & FRETTIR / SULLAVEIKI Sullaveikivarnir í Stykkishólmshéraði 1962-63 Guðmundur Helgi Þórðarson Höfundur er fyrrum héraðslæknir. Hlutverk íslenskra héraöslækna hefur löngum verið margþætt, náð til margra þátta heilbrigðis- kerfisins, og bilið verið breitt milli þess sem krafist var af þeim í erindisbréfi og þess sem unnt var að sinna. Þetta gilti sérstaklega um ástandið eins og það var fyrir daga heilsugæslustöðvanna, það er fyrir árið 1973, en gildir að mörgu leyti enn. Ein af skyldum héraðslækna var að sinna sulla- veikivörnum. Sullaveiki var einn mannskæðasti sjúkdómur á íslandi allt fram á 20. öld. Þegar ég hóf héraðslæknisstörf 1954 var hún nánast horfin sem sjúkdómur, en þó sást óvirkur sullur í ein- staka manni. A starfsferli mínum minnist ég sex manns sem urðu að fara í aðgerð vegna sullaveiki en auk þess sá ég fjóra með kalkaðan sull í lifur. Samkvæmt ársskýrslum var seinasta dauðsfallið af sullaveiki árið 1964. Sullaveikivarnir fólust fyrst og fremst í því að hafa eftirlit með árlegri hundahreinsun og að sjá til þess að hundar næðu ekki í hráæti, meðal annars með því að fræða almenning og hafa eftirlit með vinnubrögðum í sláturhúsum. Starfsmönnum þeirra var gert skylt að gefa gaum að sull í innyfl- um sláturfjár og setja sull sem fannst við slátrun í sérstakt ílát og brenna í lok hvers vinnudags. Þetta var embættisverk héraðslæknis að kynna sláturhússtjóranum. Sömu reglur giltu um heima- slátrun sem fór fram á hverjum bæ, en þar var ekki hægt að hafa kerfisbundið eftirlit. Eg hygg að víðast hafi verið gengið út frá því að fólk gerði sér grein fyrir sambandinu milli hunds, sauðkindar og sullaveiki enda mun mikil fræðsla hafa farið fram um það fyrr á árum. Þeirri fræðslu mun þó hafa verið minna sinnt þegar hér var komið sögu. Ég rak mig fljótlega á að þekking á þessu var sums staðar götótt. 1 Hofsóshéraði var nokkuð góð regla á hunda- hreinsun og meðferð hráætis í sláturhúsum. Slátrun fór fram á tveim stöðum í héraðinu, á Hofsósi og í Haganesvík. Ég kom daglega í bæði sláturhúsin vegna kjötskoðunar og gat sannreynl að settum reglum væri fylgt. Engin sullatalning fór fram en ég hygg að sullatíðni hafi almennt verið lág. Þó kom upp umtalsverður sullafaraldur á tveim bæjum í Fellshreppi árið 1958. Engin skipu- leg talning var gerð en einhver brögð voru að sull í lömbum. Ég hafði samband við oddvita hreppsins og viðkomandi bændur og benti þeim á hætturnar af þessu. Um Stykkishólmshérað gegndi hér nokkuð öðru máli. Þar virtust menn ekki eins meðvitaðir um sullaveikivarnir. Slátrað var á mörgum stöð- um í héraðinu, allt upp í sex stöðum, Dröngum á Skógarströnd, tveim stöðum í Stykkishólmi, Vegamótum í Miklholtshreppi og í tveim húsum í Grundarfirði. Ég annaðist kjötskoðun í þessum húsum og kom þar því daglega meðan á slátrun stóð. Haustið 1961 var fyrsta haustið sem ég gegndi héraðinu. Nokkru áður en slátrun hófst kom til mín Guðmundur Ólafsson bóndi á Dröngum, en hann stjórnaði slátrun í sláturhúsinu þar. Mig minnir að ég hafi orðið að gefa honum vottorð vegna hússins sem raunar var óhæft sem sláturhús, en það gilti um flest þau hús sem slátrað var í á þessu svæði. Það var bara ekki völ á öðru. I samtali okkar kom fram að tíðkast hefði að fleygja í sjóinn þeim innyflum sem ekki væru nýtt. Ég benti honum á að lögum samkvæmt ætti að urða allt hráæti sem ekki væri notað eða brenna það. Allan sull ætti skilyrðislaust að brenna. Hann hafði góð orð um að fylgja þessum reglum. Svo er það um haustið, fyrsta daginn sem slátrað er, að ég fer inn að Dröngum og átti jafn- framt erindi inn á Skógarströnd. Þegar ég kem að Dröngum er slátrun í fullum gangi og búið að fleygja heilmiklu af görnum og öðru innvolsi í sjóinn niður af bænum. Hafði þá sláturhússtjórinn slegið á sín ráð eða gleymt fyrirmælunum. Ég benti honum á að hér væri um alvarlegt brot að ræða og skipaði honum að safna saman öllum þeim innyflum sem fleygt hafði verið og urða og hafa lokið því þegar ég kæmi síðar um daginn. Þetta var gert og ég vissi ekki annað en að hann fylgdi reglum upp frá því. Slátrun var svo aflögð á Dröngum. I Grundarfirði fékk ég þær upplýsingar að þar væri öllum úrgangi frá sláturhúsi hent í sjóinn og var hann svo að velkjast á fjörum út um alla Eyrarsveit fram á vetur og aðgengilegur fyrir hunda sveitarinnar. Þar virtust menn ekki heldur gera sér grein fyrir hættunni sem stafaði af því að hundar ætu hráæti. Astandið virtist þarna sérlega alvarlegt, meðal annars vegna þess að hunda- hreinsun virtist hálfgert í molum. Vegna kjötskoðunar kom ég við í Grundarfirði daglega og gat því fylgst að nokkru með frá degi til dags. Brátt kom í Ijós að óvenju mikið var af sulli í innyflum sláturfjárins. Þetta voru mestan part lömb, en að jafnaði finnst ekki sullur í lömbum. Ég hafði ekki tök á að fylgjast með slátruninni allan daginn og varð því að styðjast við lýsingu starfsmanna. 872 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.