Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS
ferðum. Það sem helst hefur hamlað þessum rann-
sóknum á vísindavirkni Islendinga er að National
Science Indicators on Diskette (NSIOD) er ekki til
á landinu og það hefur þurft að sækja upplýsingar
í skýrslur úr ýmsum áttum (5-7, 9) sem sjaldnast
hafa fullar upplýsingar um Island. Þessar skýrslur
hafa ekki verið gefnar út í tímaritum og þess vegna
er gefin vefslóð fyrir þær í heimildalista. Fyrsta
greinin um bókfræðilegt mat á vísindavirkni á
íslandi birtist í Náttúrufræðingnum 1999 eftir Birgi
Guðjónsson (18) en engin umræða hefur orðið
um þetta fyrr en eftir grein okkar í Læknablaðinu
í desember 2004 (2). Viðbrögðin við henni koma
ekki á óvart í ljósi þess að verið er að raða vísinda-
mönnum og stofnunum eftir afköstum og gæðum
með aðferðum sem hafa ekki nákvæmni raunvís-
inda. Höfundar fagna allri upplýstri umræðu um
þessi mál og benda vísindamönnum á að láta ekki
félagsvísindamenn eina um að meta afköst og gæði
í vísindum.
Heimildir
1. Kjeld M. Vísindi á vordögum. Læknablaðið 2005; 91: 767-9.
2. Sveinbjörnsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Vísinda-
störf á Landspítala. Alþjóðlegur og íslenskur samanburður.
Læknablaðið 2004; 90: 839-45.
3. Ólafsson Ö. Tvær athugasemdir vegna greinarinnar „Vísinda-
störf á Landspítala“. Læknablaðið 2005; 91:182-3
4. Þjóðleifsson B. Svar við athugasemd Amar Ólafssonar. Lækna-
blaðið 2005; 91:183.
5. Olsen TH. Publication and citations within bioscience in
Nov'Nay. http://engHsh.nifiistep.no/norsk/piiblikasjoner/publica-
tion_and_citations_within_bioscience_in_nonvay. NIFU skrift-
serie 8/99 1999; ISSN 080-4572.
6. Breno E, Guardabasso V, Stefanelli M. Scientific research in
italian universities. Conference of Italian University Rectors
2002. www.crui.it/
7. Sandström A, Norgren L. Swedish Biotechnology. wiviv.
vinnova.se/Main.aspx? I D=7e711701 -82da-431 b-bb64-
3df4942a95f8 VINNOVA 2003
8. Fava GA, Guidi J, Sonino N. How citation analysis can monitor
the progress of research in clinical medicine. Psychother
Psychosom 2004; 73: 331-3.
9. Persson O, Luukkonen T, Hálikká S. A bibliometric study of
Finnish science. Working papers no. 48/00. VTT group for
technology studies, 2000. www.vtt.fi/ttr/pdf/wp48.pdf.
10. Database of summary publication and citation statistics
reflecting research perforinance in the sciences, social sciences,
and art & humanities. National Science Indicators on Diskette,
1981-1997, version 1.2.
11. Analysis of previous trends and exisisting state of research and
development in the Czech Republic and comparison with the
situation abroad. Prague: Ministery of Education, Youlh and
Sport of the Czech Republic, 2000. www.vyzkum.cz/Priloha.
aspx?idpriloha=9515.
12. Jones AW. Impact of JAT publications 1981-2003: the most
prolific authors and the most highly cited articles. J Anal
Toxicol 2004; 28: 541-5.
13. Ma LS, Pan BR, Li WZ, Guo SY. Improved citation status
of World Journal Gastroenterology in 2004: Analysis of all
reference citations by WJG and citations of WJG articles by
other SCI journals during 1998-2004. World J Gastroenterol
2005; 11:1-6.
14. Fitzpatrik RB. ISI’s Journal Citation Reports on the Web. Med
Ref Serv Q 2002:22: 45-56.
15. Adams AB, SimonsonD. Publication, citations, and impact
factors of leading investigators in critical care. Respir Care
2004; 49: 276-81.
16. Weale AR, Bailey M, Lear PA. The level of non-citation of
articles within a journal as a measure of quality: a comparison
to the impact factor. BMC Medical Research Methodology
www.biomedcentral.com/1471-2288/4/14
17. Guðjónsson B. Mat á vísindavinnu. Science Citation Index sem
mælitæki. Náttúrufræðingurinn 1999; 69:19-26.
18. Tómasson J. Vísindaframlag íslendinga hefur tífaldast á 20
árum. Morgunblaðið 2004; 27. desember.
Að gefnu tilefni - tilraun til að hefta ritfrelsi
í síðasta tölublaði Læknablaðsins birt-
ist klausa með fyrirsögninni „Að gefnu
tilefni“ frá fjórum ritstjórnarmönnum
blaðsins til að koma á framfæri þeirri
skoðun sinni að birting greinarinnar
„Nýi sloppur keisarans" í 9. tölublaði
Læknablaðsins hafi verið mistök. í
klausunni hafa þeir eftir lögfræðingi
Læknafélagsins að „ritstjórn Lækna-
blaðsins sé vanhæf til þess að fjalla um
þetta mál“.
í kjölfar birtingar greinarinnar „Nýi
sloppur keisarans“ barst öllum ritstjórn-
armönnunr Læknablaðsins bréf frá lög-
manni Kára Stefánssonar þar sem m.a.
er spurt: „5. Teljið þér að birting greinar-
innar hafi verið mistök?“
Þetta bréf varð tilefni umfjöllun-
ar framkvæmdastjóra Læknafélagsins á
heimasíðu félagsins þann 30. september
um vanhæfi, en þar segir meðal annars:
„Það liggur fyrir að sumir ritstjórnar-
menn Læknablaðsins eru í starfstengsl-
um við DeCode. Þegar af þeirri ástæðu
er bréf lögmanns Kára Stefánssonar,
forstjóra Decode, til umræddra ritstjórn-
armanna persónulega, til þess fallið að
draga í efa hæfi viðkomandi stjórnar-
manna til að fjalla unt þetta tiltekna mál,
þ.e. greinina „Nýi sloppur keisarans“. A
það við hvort sem viðkomandi ritstjórn-
armaður tjáir sig í nafni ritstjórnar eða í
eigin nafni á opinberum vettvangi."
Ekki verður ráðið af þessu að rit-
stjórnin í heild sé vanhæf eins og þeir
sem undirrita klausuna segja, heldur ein-
göngu að einstakir menn í ritstjórninni
geti verið vanhæfir vegna hagsmuna-
tengsla.
Umræðuhluti Læknablaðsins hlýtur
að vera til þess að læknar geti fjallað urn
mál sem þeir telja að varði stéttina og
störf lækna og á að vera öllum opinn sem
skrifa í eigin nafni. Þar á læknum að vera
frjálst að tjá skoðanir sínar og kynna
þær svo að aðrir geti svarað og tjáð sínar
skoðanir eins og höfundar margnefndrar
klausu gera án þess að lögfræðingum sé
blandað í málin. Þó er það miður að þeir
telji birtingu greinar hafa verið mistök og
tjá þannig vilja sinn til að hefta málfrelsi
og skoðanaskipti þegar um er að ræða
hagsmuni þeirra eða tengdra aðila.
Tónias Helgason
Læknablaðið 2005/91 869