Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / TVÍSTÆÐA LITNINGS Table 1. Genotypes of the patient and his mother and father, detected by 9 microsatellite markers from chromosome llp. Names of alleles correspond to the size of the PCR products in nt. Six of the microsatellites give conclusive results on lack of maternal genetic material while three (D11S1363, D11S922 and D11S928) are nonconclusive due to same allele size in mother, father and patient. Marker Chromosome location Physical distance in bp Genotype of mother Genotype of father Genotype of patient DHS1363 llpl5.5 130.376-130.623 248/250 248/248 248 D11S922 llpl5.5 1.567.516-1.567.611 118/124 124/124 124 D11S1318 llpl5.5 2.286.510-2.286.632 139/139 135/139 135 D11S988 11 4.498.888-4.499.007 122/128 134/134 134 D11S1338 llpl5.5 5.947.013-5.947.269 263/265 257/263 257 D11S1331 Ilpl5.4-llpl5.1 7.251.049-7.251.247 197/201 193/195 195 D11S902 Ilpl5-pl3 17.527.660-17.527.806 155/155 149/155 149 D11S928 llplö.l 20.196.169-20.196.449 275/279 277/279 279 D11S907 llpl3 34.706.675-34.706.845 169/171 167/169 167 hún til kynna að sjúklingur væri ekki með móð- urarfgerð á litningasvæði Ilpl3-llpl5.5 (mynd 2 og tafla I). Niðurstöðurnar samrýmast því að um tvístæðu litnings nr. 11 frá föður sé að ræða. Niðurstöður erfðamarkagreiningar á nokkrum öðrum litningum (litningar nr. 2, 5, 6, 9, 12 og 13) sýndu að um eðlilegar erfðir var að ræða og greind- ist sjúklingur með bæði móður- og föðurlitninga í þessum litningapörum. Umræða Greining á Beckwith-Wiedemann heilkenni getur verið erfið þar sem einkenni eru breytileg og grein- ingarrannsóknir eru ekki einfaldar. Flest tilfellin eru stakstæð, eða um 80%, þannig að ekki er um fjölskyldusögu að ræða. Lágt nýgengi heilkennis- ins gerir það enn fremur að verkum að fáir læknar hafa reynslu af klínískri greiningu. Nauðsynlegt er því að vera vel á verði þegar vart verður framan- talinna einkenna hjá nýfæddu barni. Erfðaefnisbreytingar sem tengjast Beckwith- Wiedemann heilkenni eru margvíslegar og ekki að fullu þekktar. Þær einkennast af stökkbreyting- um eða breyttri tjáningu á nokkrum nátengdum genum (H19, IGF2, KCNQl/LITl og CDKNIC) sem staðstett eru á litningasvæðinu llpl5.5 og taka þátt í stjórnun á vexti og frumufjölgun. Meðal stakstæðra tilfella kemur tvístæða litn- inga frá sama foreldri fyrir í um 15-20% tilvika, stökkbreytingar í CDKNlC-geni (einnig nefnt KIP2/p57) í 5% tilfella, og litningabreytingar (tvö- földun, þreföldun, yfirfærsla) í um 2% tilfella (3- 6). Allt að 60% stakstæðra tilfella stafa hins vegar af breyttri tjáningu gena (H19, IGF2, KCNQl, LITl og CDKNIC) (7-9). Breytt tjáning er til komin vegna frávika sem tengjast erfðagreypingu (genomic imprinting). Erfðagreyping felst í því að ákveðin gen eða genasamstæður á vissum litn- ingum eru „merkt“ (imprinted) þannig að tjáning þeirra fer eftir foreldrauppruna viðkomandi litn- inga. Erfðagreypt gen sem hafa verið bendluð við Beckwith-Wiedemann heilkennið eru meðal ann- ars IGF2 og KCNQl/LITl sem tjáð eru eingöngu af föðurlitningi og H19 og CDKNIC sem tjáð eru af móðurlitningi (7-9), öll staðsett á litninga- svæðinu 1 lp 15.5. Truflun á eðlilegri tjáningu getur leitt til þess að vaxtargen verði ofvirk og að gen sem koma í veg fyrir æxlisvöxt (vaxtarbæligen) verði óvirk. í ættlægu Beckwith-Wiedemann heilkenni bera hins vegar um það bil 40% einstaklinganna stökk- breytingu í CDKNlC-vaxtarbæligeni (10). I okkar tilfelli greindist sjúklingur með tvo föð- urlitninga nr. 11 en engan litning nr. 11 frá móður (paternal uniparental disomy). Þetta kom í ljós við erfðamarkarannsókn sem sýndi að erfðamörk frá móður vantaði á litninga nr. 11 sem þá voru báðir að uppruna frá föður. Litningarannsókn sýndi hins vegar eðlilega litningabyggingu. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir var ekki talin þörf á sérstakri stökkbreytingaleit. Æxlisvöxtur af fósturvefsuppruna er al- mennt algengari í einstaklingum með Beckwith- Wiedemann heilkenni, einkum í nýrum (Wilms æxli), nýrnahettum (neuroblastoma), lifur (hep- atoblastoma) og vöðvum (rhabdomyosarcoma), eða 1:10-1:20 samanborið við 1:8.000-1:10.000 í almennu þýði og er oftast um illkynja æxli að ræða (11). Mest er hættan á fyrstu árum ævinnar (12). Mikilvægt er að greina æxlisvöxt sem fyrst hjá börnum með Beckwith-Wiedemann heilkenni. Þar sem um mjög hraðan æxlisvöxt getur verið að ræða er mælt með ómskoðun af kviðarholi á þriggja mánaða fresti frá fæðingu til átta ára aldurs til að leita að æxlismyndun, sérstaklega í nýrum og lifur, og einnig mælingum á alfafósturprótíni í sermi til fjögurra ára aldurs, en á þann hátt er mögulegt að uppgötva lifraræxli á frumstigi (11). Læknablaðið 2005/91 839
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.