Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / SÁLFÉLAGSLEGT VINNUUMHVERFI
heilbrigt starfsumhverfi, án þess þó að það komi í
veg fyrir „eðlilega" skráningu persónulegra gagna
á vinnustöðum. Hafa ber í huga að þessi tækni er
fremur ný af nálinni og að sífellt er verið að þróa
upplýsingatækni sem felur í sér nákvæmari skrán-
ingu upplýsinga um hegðun og vinnuframlag fólks.
Pví er mögulegt að umfang heilsufarslegra áhættu-
þátta muni aukast í framtíðinni í starfsumhverfi
þeirra sem vinna undir rafrænu eftirliti, verði
ekkert við gert. Ahugi starfsmanna og fyrirtækja
sem þátt tóku í þessari rannsókn, undirstrikar að
þessar hættur eru ofarlega í huga þessara aðila og
ætti hann að verða góður grundvöllur frekari rann-
sókna og í framhaldinu viðeigandi vinnuvernd-
araðgerða. Erlendis hefur það færst í vöxt að at-
vinnurekendur hafi ekki einungis aðgang að upp-
lýsingum um frammistöðu starfsfólks í vinnu, eins
og fjallað er um í þessari grein, heldur einnig að
gagnabönkum sem innihalda lífsýni starfsmanna
(24, 25). Umræður um lífsýnatökur íslenskra fyrir-
tækja hafa farið fram hér á landi eins og fjöldinn
allur af greinum í Morgunblaðinu á síðustu árum
vitnar um. Líklegt er að fyrirtæki munu á næstunni
fikra sig enn frekar inn á þann veg.
Auknar kröfur um hagræðingu hjá fyrirtækjum
og hröð þróun upplýsingatækni sem gerir stjórn-
endum kleift að skrá, vista og samkeyra upplýs-
ingar um hegðun og vinnuframlag einstakra starfs-
manna, sýnir mikilvægi þess að fylgst sé grannl
með líðan þeirra sem vinna undir rafrænni vöktun.
Þannig er mikilvægt í ljósi þess sem fram hefur
komið hér að framan að horft sé fram á veginn,
sóknarfæri upplýsingatækninnar nýtt við skipulag
vinnu, án þess þó að það hafi neikvæð áhrif á líðan
starfsmanna.
Þakkir
Greinin byggir á niðurstöðum rannsóknar sem
ber yfirskriftina Áhrif upplýsingatækni á vinnu-
umhverfi og persónuvernd. Rannsóknin er styrkt
af Rannís; Markáætlun um upplýsingatækni og
umhverfismál. Um er að ræða samstarfsverk-
efni Vinnueftirlitsins, Landlæknisembættisins og
Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Auk þess eiga
Persónuvernd og Rafiðnaðarsambandið aðild að
stýrihóp rannsóknarverkefnisins. Við þökkum
þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem tóku þátt í
rannsókninni fyrir þeirra framlag.
Heimildir
1. Smith MJ, Carayon P, Sanders KJ, Lim SY, LeGrande D.
Employee stress and health complaints on jobs with and
without electronic performance monitoring. Appl Ergon 1992;
23:17-27.
2. Lyon D. Surveillance Society; monitoring everyday life. (2.
útg.).: Open University Press, Philadelphia 2001.
3. Rafnsdóttir GL, Guðmundsdóttir ML. Rafrænt eftirlit
á íslenskum vinnumarkaði. í Friðrik H. Jónsson (ritstj.),
Rannsóknir í félagsvísindum IV. Félagsvísindastofnun HÍ,
Háskólaútgáfan, Reykjavík 2003; 61-70.
4. Konur og karlar. Reykjavík, Hagstofa íslands 2004.
5. Bjarnason B. Framtíð og skipulag löggæslu. Sótt 19. júní 2005
af http://domsmalaraduneyti.is/frettir/nr/60
6. Lyon D. Surveillance after September 11.: Polity Press, Com-
wall 2003.
7. Guðmundsdóttir ML. Fylgst með þér ... Rafrænt eftirlit á
íslenskum vinnumarkaði, umfang, líðan starfsmanna og per-
sónuvernd. Félagsvísindadeild HÍ. MA-ritgerð í félagsfræði,
2004.
8. Reglur Persónuverndar nr. 888/2004 um rafræna vöktun á
vinnustöðum, í skólum og á öðrum svæðum þar sem takmark-
aður hópur fólks fer um að jafnaði.
9. Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýs-
inga.
10. Wood AM. Omniscient organizations and bodily observations:
Electronic surveillance in the workplace. Intern J Soc Soc
Policy 1998; 18 (5/6).
11. Foucault M. Discipline and Punish - The Birth of the Prison.
Penguin Books, London 1977.
12. Pot FD. Prevention of stress at work, Psychological Stress at
Work. Finnish Institute of Occupational Health, Research
Report, Helsinki 1999; 32: 41-5.
13. Rodriguez I, Jesús Bravo M, Peiró JM, Schaufeli W. The
Demands-Control-Support model, locus of control and job dis-
satisfaction: a longitudinal study. Work Stress 2001; 15: 97-114.
14. Saksvik P0, Nytrö K, Dahl-Jörgensen C, Mikkilsen A. A
process evaluation of individual and organizational occupa-
tional stress and health interventions. Work Stress 2002; 16:
37-57.
15. Aiello JR, Kolb KJ. Electronic performance monitoring
and social context: impact on productivity and stress. J Appl
Psychol 1995; 80: 339-53.
16. DiTecco D, Cwitco G, Arsenault A, André M. Operator stress
and monitoring practices. Appl Ergon 1992; 23: 29-34.
17. Botan C. Communication work and electronic surveillance:
A model for predicting panoptic effects. Comm Monographs
1996; 63:293-313.
18. Lindström K, Elo AL, Skogstad A, Dallner M, Gamberale F,
Hottinen V, et al. General Nordic Questionnaire for Psycho-
social and Social Factors at Work. Nordic Council of Ministers,
Copenhagen 2000.
19. SPSS. SPSS Base 7.5 for Windows. User’s Guide. In: Chicago,
IL.: SPSS, 1997.
20. Lyon D. The Information Society, Issues and Illusions. Polity
Press, Cambridge 1988.
21. Marx GT. A Tack in the Shoe: Neutralizing and Resisting the
New Surveillance. J Soc Issues 2003; 59: 369-90.
22. Nilsson PM, Nilsson JA, Hedblad B, Berglund G. Sleep dis-
turbance in association with elevated pulse rate for prediction
of mortality-consequences of mental strain? J Intern Med
2001; 250:521-9.
23. Theorell T, Karasek R. Current issues relating to psychosocial
job strain and cardiovascular disease research. J Occup Health
Psychol 1996; 1: 9-26.
24. Regan PM. Genetic Testing and Workplace Surveillance:
Implications for Privacy. í Lyon and Zureik (edt). Computers,
Surveillance and Privacy. Minneapolis, University of Minnesota
Press 1996.
25. van der Ploeg I. Biometrics and the body as information:
normative issues of the socio-technical coding of the body. í
Lyon (edt). Surveillance as Social Sorting. London 2003.
Læknablaðið 2005/91 827