Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ
Ályktun
í ljósi þess sem að framan er sagt skorar aðalfund-
ur Læknafélags Islands, á heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra að hafa forystu um að ríkisstjórn
íslands fari að tilmælum Alþjóða heilbrigðismála-
þingsins 2004, WMA 57.17, og að herða samræmd-
ar opinberar aðgerðir til að auka heilbrigði Islend-
inga með hollara mataræði og aukinni hreyfingu.
Fagmennska í læknisfræði
Aðalfundur Læknafélag íslands haldinn 30. sept-
ember til 1. október 2005 í Kópavogi, samþykk-
ir að Læknafélag íslands geri Sáttmála lækna
um fagmennsku í læknisfræði, sem birtur var í
Læknablaðinu í febrúar 2004, að sínum.
Sáttmáli þessi er hluti af verkefninu Fagmennska
í læknisfræði (The Medical Professionalism Pro-
ject) sem hrundið var af stað árið 1999 af samtök-
um lyflækna í Bandaríkjunum (American Board
of Internal Medicine og American College of
Physicians-American Society of Internal Medi-
cine) og Evrópu (European Federation of Internal
Medicine). Sáttmálinn var upphaflega birtur sam-
tímis í Annals of Internal Medicine og Lancet fyrir
tveimur árum. Hann hefur síðan verið þýddur á
fjölda tungumála og hefur birst í læknisfræðitíma-
ritum um allan heim. Þá hefur sáttmálinn verið
kynntur á fjölmörgum þingum í læknisfræði og í
læknaskólum. Fjöldi sérgreinafélaga lækna, bæði
austan hafs og vestan, hafa lýst yfir stuðningi við
sáttmálann og tileinkað sér hann. Sáttmálinn um
fagmennsku í læknisfræði er ekki siðareglur heldur
er megintilgangur hans að örva umræðu og rök-
ræðu um fagmennsku í starfi lækna.
Flugvöllur í Reykjavík
Aðalfundur LI haldinn í Kópavogi 30. septem-
ber til 1. október 2005 skorar á heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, samgönguráðherra og
borgarstjórn Reykjavíkur að hafa í huga hagsmuni
sjúklinga frá landsbyggðinni og aðgang þeirra að
heilbrigðisþjónustu, þegar framtíðaráform um
Reykjavíkurflugvöll verða rædd.
Staða sérgreina fest í sessi
Aðalfundur LI haldinn í Kópavogi 30. september
til 1. október 2005 felur stjórn LÍ að móta stefnu
um hlutverk og stöðu sérgreina í læknisfræði. Þær
gegna lykilhlutverki í starfsemi heilbrigðisþjónust-
unnar, fagmennsku og þróun í læknisfræði og
læknisþjónustu, svo og í ráðgjöf til almennings,
stjórnmálamanna og heilbrigðisyfirvalda. Lagt er
til að stjórn LÍ taki forystu í starfi á þessu sviði í
nánu samstarfi við Landlæknisembættið, fulltrúa
sérgreina, og aðra fagaðila í þessari vinnu, og móti
tillögur til opinberra aðila.
Ráðgjöf lækna mikilvæg
Aðalfundur LÍ haldinn í Kópavogi 30. septem-
ber til 1. október 2005 minnir á þá þekkingu sem
félagsmenn LI búa yfir á sviði heilbrigðismála.
Aðalfundurinn hvetur heilbrigðisráðuneyti og
önnur stjórnvöld til að nýta sér faglega ráðgjöf
lækna í læknisfræðilegum málefnum og allri stefnu-
mótun í heilbrigðismálum. LI er reiðubúið að vinna
með Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknisembætti
við að móta slíkt ráðgjafarstarf lækna.
Bætið samskiptin á Landspítala
Aðalfundur LI haldinn í Kópavogi 30. septem-
ber til 1. október 2005 hvetur forstjóra og fram-
kvæmdastjórn Landspítala til að leiða til lykta þau
álitamál sem enn eru óleyst í samskiptum þeirra og
læknaráðs stofnunarinnar. Almenn og gagnrýnin
umræða meðal starfsmanna LSH kallar á markvisst
starf til að leysa ágreininginn, ekki síst með öflugu
og opnu samstarfi við læknaráðið. Aðalfundurinn
lýsir yfir stuðningi við samþykktir læknaráðs LSH
á liðnum árum um þessi málefni, og telur þær lík-
legar til lausnar á vanda sjúkrahússins.
Ráðherra efni loforðin
Þann 27. nóvember 2002 gaf Jón Kristjánsson, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra, út yfirlýsingu
þar sem segir m.a.:
Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra þá beita sér fyrir því, að sérfræðingar
í heimilislækningum geti annað hvort starfað
á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan
heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur
um störf á læknastofum, sem byggi á gildandi
samningi sjálfstætt starfandi heimilislækna ...
Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Kópa-
vogi dagana 30. september og 1. október 2005 skorar
á ráðherrann að standa við þessa yfirlýsingu sína.
Reykingar verði bannaðar á veitingahúsum
Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í Kópa-
vogi 30. september og 1. október 2005 skorar á
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að hann
beiti sér fyrir því að lagt verði fyrir Alþingi frum-
varp til laga um bann við reykingum á öllum
vinnustöðum, þar með talið veitinga- og skemmti-
stöðum.
Læknablaðið 2005/91 849