Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / SÁLFÉLAGSLEGT VINNUUMHVERFI Alsjáandi auga tækninnar og líðan kvenna og karla í íslenskum fyrirtækjum Guðbjörg Linda Rafnsdóttir1,2 FÉLAGSFRÆÐINGUR Kristinn Tómasson' GEÐ- OG EMBÆTTISLÆKNIR Margrét Lilja Guðmundsdóttir' FÉLAGSFRÆÐINGUR 'Vinnueftirlitið, rannsókna- og heilbrigðisdeild, 2félagsvísindadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, Bíldshöfða 16,110 Reykjavík. Sími 550 4600 linda@ver.is Lykilorð: rafrœnt eftirlit, kyn- ferði, sálfélagslegt vinnuum- hverfi, áhœttuþœttir, líðan. Ágrip Þróun á sviði upplýsingatækni hefur haft í för með sér að vaxandi hópur starfsmanna vinnur undir rafrænni vöktun. Með því er átt við reglulega söfn- un, geymslu, greiningu og birtingu upplýsinga um frammistöðu starfsmanna í vinnu með þar til gerð- um tölvuforritum. Markmið rafrænnar vöktunar með vinnu starfsmanna er oftast aukin framleiðni og bætt þjónusta. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða tengsl á milli rafrænnar vöktunar og líðanar starfsmanna. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var lagður fyrir 1369 starfsmenn í sex völdum þjónustufyrir- tækjum þar sem rafræn vöktun er umtalsverð, á tímabilinu febrúar til apríl 2003. Listinn byggði að mestu á Norræna spurningalistanum um sálfélags- lega þætti í vinnunni. Líkindahlutfall var reiknað (odds ratio, OR), og miðað var við 95% vikmörk (95% CI). Samspil einkenna, kyns og aldurs var metið með lógistískri aðhvarfsgreiningu (logistical regression). Niðurstöður: Svarhlutfallið var um 72%, hlutfall kynja svipað. Um 29% starfsmanna vinnur undir rafrænu eftirliti, álíka margar konur og karlar, 36% veit ekki hvort svo sé. Meirihlutinn segir rafræna upplýsingasöfnun á vinnustöðum valda óþægindum. Þeir sem vinna undir rafrænni vöktun höfðu marktækt oftar fundið fyrir vinnutengdri streitu nýlega, verið óvenju andstuttir og átt við svefnörðugleika að etja. Þeir voru jafnframt lík- legri en aðrir starfsmenn til að vera fjórum sinnum eða oftar fjarverandi frá vinnu vegna eigin veik- inda. Alyktun: Hröð þróun upplýsingatækni sem gerir stjórnendum kleift að skrá, vista og samkeyra upplýsingar um hegðun og vinnuframlag einstakra starfsmanna, þýðir að mikilvægt er að fylgjast grannt með líðan þeirra sem vinna undir rafrænni vöktun. Inngangur Mikil aukning á notkun rafræns frammistöðueftir- lits eða EPM (electronic preformance monitoring) hefur átt sér stað á undanförnum árum, samfara framförum í gerð hugbúnaðarkerfa á þessu sviði. Með EPM eftirlitskerfi, sem ýmist er kallað raf- rænt eftirlit eða rafræn vöktun hér á landi, er átt við reglulega söfnun, geymslu, greiningu og birtingu ENGLISH SUMMARY Rafnsdóttir GL, Tómasson K, Guðmundsdóttir ML The eye of technology and the well being of women and men in lcelandic work places Læknablaðið 2005; 91: 821-7 Introduction: The study assessed the association between working under surveillance and electronic performance monitoring and the well-being among women and men in six lcelandic workplaces. Methods: In the time period from February to April 2003, a questionnaire based on the General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work was delivered to 1369 employees in six companies where different methods of electronic performance monitoring (EPM) are used. The data was analyzed using odds ratio and logistical regression. Results: The response rate was 72%, with close to equal participation of men and women. The employees who were working under EPM were more likely to have poor psychosocial work-environment, to have experienced significant stress recently, to be mentally exhausted at the end of the workday, to have significant sleep difficulties and to be dissatisfied in their job. Conclusion: The development of the information and communication technology that allows employers and managers to monitor and collect different electronic data about the work process and productivity of the workers makes it important to follow the health condition of those who work under electronic performance monitoring. Keywords: electronic performance monitoring, gender, psychosocial work environment, well-being. Correspondence: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir: linda@ver.is upplýsinga um frammistöðu starfsmanna í vinnu með þar til gerðum tölvuforritum (1, 2). í kring- um 1987 unnu um sex milljónir Banaríkjamanna undir EPM eftirliti og örfáuni árum síðar var sú tala komin upp í 26 milljónir (1). Síðan þá hefur ör þróun átt sér stað við gerð tölvuforrita sem gerir slíkt eftirlit kleift. í Bandaríkjunum hafa það aðal- lega verið skrifstofustarfsmenn í fyrirtækjum sem sinna fjármálaþjónustu, tryggingum, símasam- skiptum og opinberir starfsmenn sem vinna undir eftirliti af þessu tagi. Hér á landi vinna um 18% starfsmanna undir rafrænu eftirliti af þessum toga samkvæmt rann- Læknablaðið 2005/91 821
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.