Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS útreikninga með sömu aðferðum og ísland kom út með impact factor 6,7 (mynd 5 í heimild (2)) og er því á toppnum á heimslista í þessari fræðigrein. Matthías virðist ekki gera sér grein fyrir því að impact factor og meðaltalsaðferðin sem áður er nefnd eru nákvæmlega sama aðferðin. Hin greinin sem Matthías nefnir fjallar um birt- ingu vísindagreina samanborið við efnahagslega stöðu þjóðanna (8). Island er ekki nefnt í þeirri grein og segir það ekkert um stöðu þess í vísindum því þar er um tilviljanaval höfunda að ræða. Loks segir Matthías: „Umrœdd grein (1) sem rœdd var í Morgimblaðinu skjótlega eftir birt- ingu í Lœknablaðinu og vitnað var í af mönnum í ábyrgðarstöðum gefur til kynna að íslendingar séu forystuþjóð í lœknavísindum. Af framansögðu má þó Ijóst vera að ekki hafa verið fœrðar sönnur á það..." Ummælin sem Matthías vitnar í eru þannig: „Island er ekki lengur þiggjandi í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi heldur hefur framlag þess tífald- ast á seinustu 20 árum og er ísland komið í topp 10 sœtin miðað við fólksfjölda á mörgum sviðum vísinda (17).“ Innlegg Matthíasar í þessa umræðu virðast flest beinast að því að ofannefnd ummæli séu ekki rétt. I töflu I er sýnd staða Islands á heimslista í nokkrum greinum vísinda þar sem tekið er tillit til fólksfjölda (5). Tafla 1. Staða íslands á heimslista árið 1998 fyrir útgáfu á ISI greinum á milljón íbúa íýmsum fagsviðum (5). Fagsvið vísinda Staða á heimslista Taugavísindi i Lyfjafræði i Sameinda- og erfðafræði 2 Örverufræði 2 Ónæmisfræði 2 Klínísk læknisfræði 4 Lífvísindi plantna og dýra 5 Vist- og umhverfisfræði 5 Tafla I sýnir átta fagsvið vísinda þar sem ísland er í eða ofanvið fimmta sæti á heimslista og þar af eru fimm þar sem Island er í 1.-2. sæti. I ljósi upplýsinga í myndum 1 og 2 og í töflu I eru ofan- nefnd ummæli okkar um stöðu íslands í alþjóðlegu vísindasamfélagi hógværlega orðuð. Lokaorð Afurðir vísindaiðkunar eru mjög fjölbreyttar og erfitt hefur reynst að mæla magn og gæði ná- kvæmlega. Margar aðferðir eru notaðar og ein þeirra hefur þróasl hratt undanfarna áratugi og er nefnd scientometrics (vísindamælingar?). Gefið er út samnefnt tímarit. Einnig er talað um Mynd 2. Greinar íklín- bókfræðilegar (bibliometriskar) aðferðir. Þessar ískrí lœknisfrœði á milljón aðferðir byggja á mörgum gagnagrunnum en þó íbúa ínokkrum löndum aðallega tveim, Institute of Scientific Information árín 1981,1990 og 1998. (ISI) og Science Citation Index (SCI). í grein okkar (2) var útlistuð hugmynda- og aðferða- fræðifræði scientometrics sem byggist meira á aðferðum félagsfræði en raunvísinda. Tölfræði er vissulega hluti af aðferðafræði scientometrics en tölfræði án almennrar skynsemi er ekki mikil vísindi. Skilningur Matthíasar á þessum fræðum er harla takmarkaður og hann virðist varla hafa lesið greinina sem hann er að gagnrýna og ekki er að sjá að hann hafi aflað sér heimilda um efnið. Hann hefur þó greinilega lagst í víking við að finna heimildir til að styðja sinn málstað en ekki haft erindi sem erfiði. Aðferðafræði Matthíasar líkist mest samskiptum Don Kíkóta við vindmyllurnar. Málstaður hans er svo annað mál og ekki auðvelt að ráða í hvað honum gengur til. Sennilega er besta lýsingin á Matthíasi orðuð á enskri tungu „rebel without a cause“. Post scriptum Mat á afköstum og gæðum í vísindavinnu er mikilvægt af mörgum ástæðum. Það er almennt viðurkennt að framfarir og hagsæld þjóða ráðist að verulegu leyti af árangri í vísindum. Staða og orðstír háskóla og vísindastofnana er metið eftir framlagi þeirra í vísindum og staða og orðstír ein- stakra vísindamanna er einnig metin á sama hátt. Vísindastyrkir og framlög til stofnana og einslak- linga ráðast af afköstum og gæðum í vísindum. Bókfræðilegar aðferðir til að mæla afköst og gæði í vísindum eru ungar og að mörgu leyti gallaðar en þær eru í hraðri þróun. íslenskir vísindamenn hafa ekki sýnt þeim verðugan áhuga þrátt fyrir að stefnumörkun stjórnvalda byggist í vaxandi mæli á mati á vísindavirkni með bókfræðilegum að- Læknablaðið 2005/91 867
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.