Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L( Stimpilklukka á Landspítala Hulda Hjartardóttir Höfundur er varaformaður LÍ. I pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Á Landspítala er nokkuð langt síðan tekin var í notkun stimpilklukka. Notkun hennar mæltist misvel fyrir hjá starfsfólki, sérstaklega læknum. Skoðanir lækna á þessu fyrirbæri hafa verið allt frá því að finnast þetta sjálfsagt og yfir í það að finnast þetta fáránlegt. Það er að vissu leyti skiljanlegt að vinnuveitandi vilji vita hvort starfsfólkið sem hann er að borga laun sé í raun og veru í vinnunni en á móti kemur að það getur verkað sem vantraust á starfsmennina þegar svona stöðgugt eftirlit er talið nauðsynlegt. Læknar hafa gjarnan viljað hafa svolítið svigrúm í vinnutímanum þar sem vinna okkar rúmast oft ekki auðveldlega innan þessa hefðbundna átta klukkustunda vinnudags. Margir læknar vinna miklu lengri vinnudag en þennan hefðbundna og koma oft inn á spítalann til að vitja sjúklinga sinna þess utan og gera það í þeim tilgangi að veita sjúklingunum samfellda, góða þjónustu og umhyggju. Fyrir þessa vinnu utan hefðbundins vinnutíma fæst yfirleitt engin borgun, nema sérstaklega sé beðið um hana af yfirmanni, né heldur formlegt frí. Læknar hafa þá kannski stundum nýtt sér dauðan tíma til að fara aðeins fyrr heim stöku sinnum til að bæta sér þetta upp. Þegar tekin var upp stimpilklukka var fljótt ljóst að hún yrði ekki notuð til að greiða yfirvinnu, ein- göngu til að fylgjast með því að vinnuskyldan væri innt af hendi. Meðal annars þess vegna brugðust margir læknar illa við og hafa í raun þrjóskast við og ekki notað stimpilklukkuna. Eftir að nýtt tölvukerfi var tekið upp í vor til að fylgjast með inn- og útstimplunum og eftirlitið fært nær starfs- fólkinu og næstu yfirmönnum er krafan um inn- og útstimplun og leiðréttingar á þeim orðin algjör og ekki hægt að ganga frá vinnuskýrslum nema þetta sé í lagi. I tengslum við þetta fengu allir læknar sjúkrahússins bréf frá lækningaforstjóra þar sem hann tók sérstaklega fram að vinnutími lækna væri skilgreindur sem fastur, ekki sveigjanlegur og að starfsmenn eins og læknar geti hvorki fengið um- fram tíma greiddan né geti þeir safnað honum upp til úttektar seinna meir. Jafnframt er vísað í kjara- samning lækna þar sem er fráviksheimild til að haga vinnutíma með öðrum hætti en þá með skrif- legu samkomulagi. Tekið er fram að þessu ákvæði sé einungis beitt í undantekningartilvikum og með samþykki viðkomandi yfirlæknis og sviðstjóra. Það var því enn á ný augljóst að ekki var ætlunin að nota stimpilklukku til að greiða fyrir unna vinnu, einungis til að fylgjast með að enginn sé að svíkjast undan. Nýja viðverukerfið sem kallast Vinnustund hefur í raun kristallað þessa hugsun þar sem hver einasta mínúta þar sem hefðbundinni vinnuskyldu er ekki náð kemur fram í mínus og þarf sérstakt samþykki yfirmanns til að ekki verði dregin af manni laun þrátl fyrir að á sömu vinnuskýrslu komi kannski fram margir klukkutímar unnir utan vinnutímans. Eigum við læknar að halda áfram að sætta okkur við að vinna okkar sé einskis metin? Þau rök að læknar fái þannig sjálfdæmi um að skammta sér laun eru ekki mjög haldgóð. Flest okkar eigum fjölskyldu og áhugamál sem er naumt skammt- aður tími og við myndum gjarnan vilja eyða meiri tíma með. Það er einnig nokkuð Ijóst að margir læknar geta gengið í mun betur launuð störf utan sjúkrahússins og þurfa því ekki að reiða sig á yfir- vinnugreiðslur þar til að hækka launin sín. Það er eingöngu vegna þjónustu við sjúklingana og með þeirra velferð í huga sem læknar dvelja lengur á vinnustaðnum en um er samið og lýsir því oft á tíðum að mannafli til að klára störfin í dagvinnu- tíma er ekki nægur eða þá að tilfellin eru krefjandi og aðgerðir, viðtöl og umönnun sjúklinga tefjast framyfir venjulegan vinnutíma. Það þætti ámælis- vert ef læknir liti alltaf á klukkuna og sliti viðtali kl. 16 og náttúrulega fáránlegt ef læknir gengi út úr aðgerð klukkan fjögur og bæri því við að vaktin gæti klárað hana. Það er því ef til vill kominn tími til að berjast fyrir launum fyrir alla unna vinnu á vinnustöðum lækna, ekki bara það sem vinnuveit- endunum þóknast að greiða okkur fyrir. Læknar eru skuldbundnir sínum sjúklingum og því að veita þeim eins góða umönnun og hægt er og því er ekki líklegt að þeir muni upp til hópa hætta kl. 16 eins og vinnuveitandinn virðist ætlast til en það er við hæfi að taka tillit til þessarar sérstöðu sem fylgir læknisstarfinu og veita læknum meiri sveigjanleika í starfi og treysta þeim til að meta hvenær vinnunni er lokið. 844 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.