Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / SPENNUVISNUN Á ÍSLANDI Spennuvisnun (Dystrophia Myotonica): almennt yfirlit og algengi á Islandi Gerður Leifsdóttir' LÆKNANHMI John Benedikz2 LÆKNIR Guðjón Jóhannesson2 LÆKNIRf Jón Jóhannes Jónsson1,2 LÆKNIR Sigurlaug Svein- björnsdóttir1,2 LÆKNIR 'Háskóli íslands, Læknadeild 2Landspítali Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími: 543 5711, fax: 543 2339. sigurls@landspitali. is Lykilorð: spennuvisnun, far- aldsfrœði, algengi, erfðir. Ágrip Tilgangur: Að kanna algengi spennuvisnunar (Dystrophia Myotonica, DM) á Islandi. Efniviður og aðferðir: Skimun var gerð á íslensk- um sjúklingum með vöðvavisnunargreiningar á Landspítala, hjá taugalæknum, taugalífeðlisfræð- ingum, barnalæknum og endurhæfingarlæknum. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám varðandi aldur, kyn, aldur við byrjun einkenna, einkenni og ættarsögu um DM. Niðurstöður: Alls fundust 82 einstaklingar með staðfesta DM-greiningu og var algengið á íslandi 28,2/105. 26% sjúklinga höfðu meðfætt form sjúk- dómsins. Meðalaldur við byrjun einkenna var 27,5 ára hjá þeim, sem ekki höfðu meðfædda formið (bil 5-70 ára) og meðalaldur við rannsókn var 43,5 ára fyrir allan hópinn (bil 1-85 ára). Sjúkdómurinn var heldur algengari meðal kvenna, 44 konur á móti 38 körlum. Könnun á innbyrðis skyldleika sjúklinga leiddi í ljós að sjúkdómurinn finnst meðal 10 íslenskra fjölskyldna. Ályktun: Spennuvisnun er algengari á íslandi en sýnt hefur fram á í flestum þeim faraldsfræði- rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis. I þessari rannsókn fannst þrefalt hærra algengi en í rannsókn Kjartans Guðmundssonar frá árun- um 1954-64 og hlutfall sjúklinga með meðfædda spennuvisnun var sjöfalt hærra en í rannsókn hans. Líklega má rekja hærra algengi til betri greiningar á sjúkdómnum við tilkomu erfðarannsókna og meiri árvekni fyrir erfðasjúkdómum meðal lækna hérlendis. Inngangur Spennuvisnun er algengasti vöðvavisnunarsjúk- dómurinn (dystrophia muscularis) í fullorðnum. Þótt sjúkdómurinn flokkist undir vöðvasjúkdóma er hann í raun fjölkerfasjúkdómur og klíníska sjúkdómsmyndin fjölbreytileg. Meðal einkenna eru vöðvaherpingur (myotonia), framsækin vöðva- rýrnun og kraftleysi, hjartaleiðni- og hjartagallar, skýmyndun á augasteini (cataract), vitsmuna- skerðing og ýmis innkirtlavandamál. Ekki fá allir áberandi klínísk einkenni og stök einkenni koma fram í mismiklum mæli. Sjúkdómurinn erfist A-litnings ríkjandi (autosomal dominant) og ein- kenni leggjast jafnt á bæði kyn (1). ENGLISH SUMMARY Leifsdóttir G, Benedikz JEGB, Jóhannesson Gf, Jónsson JJ, Sveinbjörnsdóttir S Prevalence of Myotonic Dystrophy in lceland Læknablaöiö 2005; 91: 829-34 Objective: Epidemiologic studies of Myotonic Dystrophy (Dystrophic Myotony, DM) have shown variable regional prevalence from 0,46 to 189/105. We carried out a total population survey of DM in lceland in 2004 having Oct. 31 as the day of prevalence. Material and methods: Patients were coilected from multiple sources, including Landspitali University Hospital registry and through contact with neurologists, neuropaediatricians, paediatricians and rehabilitation specialists. All EMGs of DM patients were reviewed. Information was gathered about age, age of onset, family history of DM and clinical symptoms. Results: Eighty-two patients were ascertained giving a crude prevalence of 28.2/105. The prevalence of the congenital form of DM was 7.9/105 (23 patients, 26%). Affected females outnumbered males with a gender ratio of 1.2:1 (NS). Mean age of onset of symptoms for those, who didn t have the congenital form was 27.5 years (range 5-70 years). Ten families with DM were identified and all prevalent patients belonged to those families. Conclusion: The prevalence of DM is high in lceland and higher than generally reported. This study showed a three times higher total prevalence and a seven times higher prevalence of congenital DM than found in a previous study in lceland. We believe that this increase in prevalence probably reflects increased awareness of inherited diseases in neonates and better detection of patients who have mild symptoms. Keywords: myotonic dystrophy epidemiology, prevalence. Correspondence: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, sigurls@landspitali. is Þótt lengi hafi verið ljóst að sjúkdómurinn er erfðasjúkdómur voru orsakir hans óljósar þar til stökkbreytingu var lýst í erfðaefni sjúklinga á árinu 1992 (2-4). Genið var nefnd DMPK og stökkbreytingin í því sem veldur sjúkdómnum einkennist af fjölgun á óstöðugum endurteknum CTG þrínúkleotíða röðum á litningi 19 (DMl). Á árinu 2001 var lýst annarri stökkbreytingu á litningi 3 meðal lítils hluta sjúklinga og nefnist Læknablaðið 2005/91 829
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.