Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Upphaf starfsferils
Hrefna opnaði lækningastofu í Chicago en skorti
fé til að kaupa viðunandi búnað og gekk illa að fá
sjúklinga. Lá við að hún léti lífið af næringarskorti
á því tímabili. Hún fór þá til Nebraska þar sem
systir hennar bjó, tók 50 dala lán sem systir hennar
gekkst í ábyrgð fyrir til að kaupa sér lækningaleyfi
þar og Ieigja lækningastofu, en sama gerðist og
henni tókst ekki að fá neina sjúklinga. Þá gerðist
það einn daginn að kunnugur maður vatt sér inn
úr dyrunum og vék að henni 100 dölum, og sagði
henni að verja þeim til að bæta starfsaðstöðu sína,
fara í betra hverfi og fá sér húsnæði þar og fá sér
betri húsmuni og tæki. Hann sagði að hún þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af þessum peningum sem
hún þyrfti ekki að greiða sér fyrr en hún hefði efni
til. Hún fór að hans ráðum, flutti sig í annað hverfi
og fékk sér betri búnað, gekk þá brátt vel að fá
sjúklinga og hafði hún þá ágætar tekjur.
Fjölskylda og heilsufarsvandamál
Hrefna giftist enskum lögfræðingi, Joseph A.
McGraw, 7. sept. 1909. Skömmu síðar hrakaði
heilsu hennar svo að hún varð að hætta störfum.
Var talið að ofþreyta ylli heilsubrestinum, en hún
hafði alltaf unnið mikið með námi til að sjá sér
farborða og hafði langtímum saman verið svefn-
lítil, illa nærð og fatalítil. Hún hafði margsinnis
veikst illilega af inflúensum og gróf það einnig
undan heilsu hennar. Þau hjón fluttu til Kaliforníu
þar sem Hrefna hjarnaði við. 1917 veiktist hún
enn hastarlega af illvígri inflúensu í 7. sinn, og lá
milli heims og helju mánuðum saman, en fór síðan
smám saman batnandi. Við þessi veikindi misstu
þau hjón allar eignir sínar.
Framhald starfsferils
Hrefna fór aftur að vinna, opnaði stofu, og eitt sinn
um 1920 kom maður á stofuna sem eitthvað vissi
um aðstæður hennar og skoraði hann á hana að
flytja sig í Mc Pearson hérað sem var læknislaust
hérað í grennd við smáþorpið Tryon í Nebraska
þar sem loftslag þótti mjög heilsusamlegt og gott.
Henni fannst lýsing á staðnum spennandi og minna
sig á Island og tók áskoruninni sem líka fólst í
bæjarnafninu, Tryon, og flutti, fyrst ein, en maður
hennar kom svo á eftir. Hún fann gamlan veitinga-
skála sem ekki var í notkun og þreif hann upp, setti
þar upp lækningastofu, bjó í bakherbergi og hóf
læknisstörfin. Starfið var ekki auðvelt. Héraðið var
stórt, um 2240 ferkílómetrar og strjálbýlt, með um
1700 íbúa, mest fátækt bændafólk. Landið var erfitt
yfirferðar, engir vegir, hjarn og snjór á veturna og
oft miklar vetrarhörkur eða sandstormar. Engin
járnbraut var í héraðinu, ekkert rafmagn,
engin lyfjabúð og 60 km á næsta sjúkra-
hús. Tekjur voru rýrar. Flækingshundur
og tveir kettir settust upp hjá henni.
Hún stundaði almennar lækningar
eða heimilislækningar þarna fram
til 1937 og fór mjög gott orð af
henni. Lækningarnar gengu vel,
hún stundaði bæði lyflækningar,
gerði skurðaðgerðir og lagaði
beinbrot. Hún missti engan sjúk-
ling fyrsta árið og fáa eftir það.
Hún var ólöt að fara í vitjanir þótt
oft væri langt að fara. Var oft ótrú-
lega seig að komast á milli staða
á hestbaki. Mikið orð fór af búnaði
hennar í vitjunum, en hún klæddist
leðurstígvélum með gæruskinnsinniskóm
inni í og skinnstakki miklum úr hrosshúð, og
var með loðskinnshúfu, með flónelsgrímu er huldi
andlitið og varði hana kulda, en var með göt fyrir
augun. Þegar hún ætlaði að flytja burt grátbáðu
héraðsbúar hana um að fara hvergi og varð hún við
þeirra bón og spurði mann sinn hvort hann héldi
ekki að það vantaði þarna lögfræðing eins og ann-
ars staðar, fór hann þá og skilaði farmiðum þeirra
ótilkvaddur. Margar skemmtilegar sögur eru til af
læknisverkum Hrefnu, en ekki er hægt að rekja
þær hér. Eftir Tryon rak hún lækningastofu í 10 ár
í North Plate, í 50-60 km fjarlægð og keyrði á milli,
en flutti síðar þangað.
1930 var Hrefna orðin kunn fyrir störf sín og
fram að heimsstyrjöldinni birtust margar greinar
um hana í bandarískum, kanadískum og jafnvel
íslenskum blöðum. 1938 kom grein um hana í bók-
inni Unsung Heroes, New York, 1938: 265-75, eftir
Elmu Holloway sem gerði hana þjóðkunna.
Þann 8. jan. 1939 barst Hrefnu svo hljóðandi
skeyti:
„Frú Roosewelt biður dr. Harriet McGraw að
heimsækja sig miðvikudaginn 11. janúar kl. 16.30.“
Hrefna trúði tæplega skeytinu í byrjun, hélt að um
einhvern misskilning væri að ræða, en hafði sím-
samband við Hvfta húsið þar sem það var staðfest.
Hún fór síðan í heimsóknina á tilteknum tíma og
sat lengi á eintali við forsetafrúna. Þetta þótti mik-
ill og sjaldséður heiður sem margir sóttust eftir, en
fáum hlotnaðist. Eftir þetta jókst frægð hennar og
ýmis stórmenni vottuðu henni virðingu sína og hélt
hún þá ávallt íslenskum uppruna sínum á lofti.
Árið 1949 flutti Hrefna með manni sínum til
San Bernadino í Kaliforníu og setti þar upp lækn-
ingastofu og vann þar henni til dauðadags. Hún
missti mann sinn 1948 og var það mikið áfall. Þau
eignuðust ekki börn. Hún lést 10. júní 1950 þá 75
ára gömul.
Hrefna Finnbogadóttir.
Myndin erfengin úrlœkna-
talinu Lœknar á íslandi
1970.
Læknablaðið 2005/91 863