Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝR SPÍTALI
Nýr spítali á að rísa á 13 árum
Norrænn hópur arkitekta og verkfræðinga átti sigurtillöguna í samkeppni um skipan nýja
Landspítalans
Margl var um manninn i
Öskju þegar úrslitin voru
tilkynnt, framámenn úr
heilbrigðiskerfinu, háskóla-
samfélaginu og stjórnmála-
menn.
Þröstur
Haraldsson
Það var spenna í loftinu í Öskju miðvikudaginn
12. október síðastliðinn og ekki laust við að helstu
máttarstólpar heilbrigðiskerfisins og háskólasam-
félagsins væru eins og börn í nýrri leikfangabúð.
Tilefnið var líka ærið: það var komið að því að birta
niðurstöður dómnefndar í samkeppni um skipulag
nýbygginga á Landspítalalóðinni. Langþráður
draumur margra færðist nokkrum hænufetum nær
því að verða að veruleika. Fari tímaáætlun sem nú
er höfð uppi við eftir verður nýi spítalinn risinn að
fullu árið 2018.
Hópurinn sem varð hlutskarpastur er nor-
rænn að samsetningu. Hópinn mynda tvær
arkitektastofur, arkitektur.is og danska stofan
C.F. Mpller Architects, tvær stofur landslagsarki-
tekta, Schpnherr Landscape frá Danmörku og
Suðaustanátta, og tvær verkfræðistofur, norsk/
sænska stofan SWECO Grpner og Verkfræðistofa
Norðurlands. Flaggskipið í þessum hópi er án alls
vafa C.F. Mpller frá Danmörku en sú stofa hefur
öðlast mikla reynslu í hönnun stórra sjúkrahúsa allt
frá því stofan vann samkeppni um hönnun Arhus
kommunehospital í Danmörku árið 1931. Nýjasta
verkefni þeirra er hönnun háskólasjúkrahússins í
Akershus í Noregi sem lokið var að byggja á þessu
ári en það vann stofan í samvinnu við SWECO
Grpner og Schpnherr Landscape.
Þarna er því komin saman mikil reynsla á sviði
hönnunar heilbrigðisstofnana sem skilaði sér í því
að hópurinn fékk langhæstu einkunnina hjá dóm-
nefnd, eða 72 stig af 80 mögulegum, og fyrir tilboð
í framhaldsvinnu við verkefnið fékk hópurinn 20
stig sem er það hæsta sem gefið er. Niðurstaða
dómnefndar var sú að lillaga hópsins uppfyllti
„velflest þau atriði sem samkeppnislýsing kveður
á um og telur hana því besta kostinn til áframhald-
andi vinnu við skipulag svæðisins“.
Á þcssari afstöðumynd
má sjá hvernig nýi spít-
alinn leggur sig á lóðinni.
Gamla Hringbrautin er
komin upp undir aðal-
bygginguna en sunnan
við hana er bráðakjarninn
(tvö auslari húsin) og hús
göngu- og dagdeilda. Par
sem gamla Hringbraut
liggur nú er yftrbyggð
gata en sunnan hennar eru
legudeildir og rannsókn-
arstofur. Vestan (vinstra
megin) göngudeildarhúss-
ins er torg sem verður að-
koman inn á spítalann en
vestast er háskólahlutinn.
Bílastœði verða vestast,
sunnan göngudeilda og
austast á svæðinu, sunnan
við geðdeildarhúsið.
852 Læknabladið 2005/91