Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / HÁTÍÐNIÖNDUNARVÉL
Meðferð með HTÖ hófst á vökudeild Barna-
spítala Hringsins fyrir rúmurn tíu árum. Tilgangur
þessarar rannsóknar er að meta árangur þessarar
meðferðartækni frá upphafi hennar hér á landi.
Tilfellahópur og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og náði til þeirra ný-
bura sem meðhöndlaðir voru með HTÖ frá því sú
meðferð hófst á vökudeild Barnaspítala Hringsins
í september 1994 og til loka árs 2004.
Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni
1) Barnið þurfti fyrst að hafa verið meðhöndlað
með hefðbundinni öndunarvél, en síðan með
HTÖ þar sem hefðbundin öndunarvélameð-
ferð var ekki talin hafa gefið tilætlaðan árangur.
Þar sem á vökudeildinni hafa ekki verið til nein
fyrirfram ákveðin skilmerki um það livenær
HTÖ meðferð skuli hafin var sú ákvörðun tekin
samkvæmt klínísku mati þess barnalæknis sem
ábyrgur var fyrir meðferð barnsins á viðkom-
andi tíma.
2) Hlutþrýstingur súrefnis í innöndunarlofti (Fiö2)
þurfti að hafa verið >0,5 (öndunarbilun af teg-
und 1) og/eða að hlutþrýstingur koltvísýrings í
slagæðablóði (pCÖ2) þurfti að hafa verið >50
mmHg (öndunarbilun af tegund 2) áður en
meðferð með HTÖ var hafin.
Stillingar á hátíðniöndunarvélinni
Tíðnin á HTÖ var yfirleitt valin þannig að 10 Hz
voru notuð fyrir börn þyngri en 1500 g og 15 Hz
fyrir minni börn (3), þar sem andrýmd (tidal vol-
ume) minnkar með hækkandi tíðni. Loftflæðið var
alltaf 20 L/mín og hlutfall inn- og útöndunar 0,33
(3). Eftir að börnin höfðu verið tengd við HTÖ
var meðalþrýstingurinn aukinn þar til hægt var að
minnka hlutfall súrefnis í innöndunarlofti (Fiö,).
Fljótlega var tekin röntgenmynd af barninu og
meðalþrýstingurinn stilltur þannig að staða þindar
var við áttunda til níunda rif. Þrýstingssveiflurnar
umhverfis meðalþrýstinginn voru stilltar þannig að
hlutþrýstingur koltvísýrings (pCÖ2) í slagæðablóði
yrði milli 35 og 45 mmHg.
KUnískar upplýsingar og mat á árangri meðferðar
Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám
barnanna. Skráðar voru stillingar á öndunarvélum,
sýrustig slagæðablóðs (pH) og blóðgös barnanna
rétt áður en meðferð með hefðbundinni öndunar-
vél var hætt, og tveimur og fjórum klukkustundum
eftir að meðferð með HTÖ var hafin. Eftirfarandi
stillingar á öndunarvélunum voru skráðar: Fiö2,
innöndunarþrýstingur (peak inspiratory pressure,
PIP), útöndunarþrýstingur (positive end expir-
atory pressure, PEEP), tíðni öndunar, hlutfall
inn- og útöndunartíma, og sá meðalþrýstingur
lofts sem öndunarvélin gaf (mean airway pressure,
MAP). Sýrustig (pH) slagæðablóðs, hlutþrýstingur
súrefnis í slagæðablóði (pö2) og hlutþrýstingur kol-
tvísýrings í slagæðablóði (pCÖ2) voru skráð.
Við mat á árangri HTÖ meðferðar voru eftir-
farandi þættir notaðir:
1) A-a pO, mismunur (mismunur súrefnisþrýst-
ings í slagæðum og lungnablöðrum = (Fiö, x
((713 - pö2) - (pCö2 / 0,8)) og súrefnisstuð-
ull (oxygenation index, OI) (FiOz x MAP x
100/pO2) voru notuð til að meta blóðildun.
2) pCO, í slagæðablóði var notaður til að meta
loftun.
3) pH var notað til að meta sýru-basavægi.
Tölfrœðiúrvinnsla
Tölfræðiútreikningar voru gerðir með forritinu
JMP (JMP 5.0.1 (Academic), SAS Institute Inc.
Cary, NC). Parað t-próf, óparað t-próf og kíkvað-
rat próf voru notuð við útreikninga á tölfræðilegri
marktækni. Niðurstöður eru gefnar upp sem með-
algildi ± meðalskekkja meðaltals (standard error
of mean) þegar borin eru saman tvö meðalgildi,
annars sem meðalgildi ± meðalfrávik (standard
deviation). Tölfræðileg marktækni var miðuð
við p-gildi <0,05. Töflur og línurit voru sett upp í
Microsoft Excel.
Leyfi fyrir rannsókninni
Tilskilin leyfi frá Siðanefnd Landspítala, Persónu-
vernd og sviðsstjóra Barnaspítala Hringsins voru
fengin fyrir rannsókninni.
Niðurstöður
Á rannsóknartímabilinu þurftu 675 nýburar á önd-
unarvélameðferð að halda og þar af voru 74 (11%)
meðhöndlaðir með HTÖ. Af þeim uppfyllti 61
barn þau skilmerki sem sett voru fyrir inntöku í
rannsóknina. Af þeim 13 börnum sem útilokuð
voru frá rannsókninni voru sex ekki meðhöndluð
með hefðbundinni öndunarvél áður en HTÖ var
hafin, sex börn uppfylltu ekki þau skilmerki fyrir
öndunarbilun af tegund 1 né 2 sem sett voru og eitt
barn var innan við fjórar klukkustundir á HTÖ.
Tafla I gefur klínískar upplýsingar um börnin í
rannsókninni. Flest barnanna voru fyrirburar og voru
umtalsvert fleiri drengir en stúlkur í rannsókninni.
Lifun og sjúkdómsgreiningar
Fjörutíu og eitt barn lifði og 20 börn létust af völd-
um lungnasjúkdómsins.
Megin öndunarfærasjúkdómsgreiningar barn-
anna má sjá í töflu II. Flest barnanna höfðu
814 Læknablaðið 2005/91
j