Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / HÁTÍÐNIÖNDUNARVÉL lungnaáverka hjá tilraunadýrum með vanþroskuð lungu eru minni þegar lungunum er haldið vel loftfylltum með nægilega háum meðalþrýstingi, en þegar lægri þrýstingur er notaður og lungun látin vera loftminni (21). Því er lagt til í leiðbeiningum um meðferð með HTÖ í dag að sá meðalþrýsting- ur sem notaður er í upphafi meðferðar sé 2-4 cm H,0 hærri en sá þrýstingur sem notaður var með hefðbundnu öndunarvélinni (22). Sú spurning kann að vakna hvort ekki sé hægt að ná sama árangri og náðist með HTÖ með því að auka meðalþrýstinginn á hefðbundnu öndunarvél- inni. Því er til að svara að í flestum tilfellum er það erfitt nema að auka verulega líkur á fylgikvillum. Hækkun þrýstings í lok útöndunar (PEEP) hækkar meðalþrýstinginn og bætir þannig blóðildun, en getur haft í för með sér núnni andrýmd sem leiðir til verri loftunar og þar af leiðandi hærri hlutþrýst- ings koltvísýrings í blóði (23). Hækkun innöndun- arþrýstings (PIP) hækkar einnig meðalþrýstinginn og bætir loftun með því að auka andrýmd, en sá innöndunarþrýstingur þyrfti að vera það hár í flest- um tilvikum að hættan á lungnaskemmdum yrði of mikil (24). Með því að nota HTÖ er hins vegar yfirleitt hægt að auka meðalþrýstinginn í öndunar- veginum án þess að hættan á lungnaskemmdum aukist að ráði og bæta samtímis bæði blóðildun og loftun frá því barnið var á hefðbundinni öndunar- vél (2,14). Mat á blóðildun Til að meta áhrif meðferðar með HTÖ á blóðildun barnanna voru notuð A-a pO, mismunur og blóð- ildunarstuðull (oxygenation index, OI)(25). Aðal munurinn á þessum tveimur jöfnum er sá að OI tekur tillit til meðalþrýstingsins sem öndunarvélin gefur, en ekki A-a pO, mismunurinn. Með því að taka tillit til þeirrar öndunaraðstoðar sem barnið þarf gefur OI betri hugmynd um alvarleika lungna- sjúkdóms barnsins en A-a p02 mismunurinn. í ljós kom að þó svo A-a pO, mismunurinn hafi minnk- að hjá börnunum sem lifðu eftir að meðferð með HTÖ var hafin (mynd 1), sem er til marks um betri loftskipti súrefnis í lungum, varð engin marktæk breyting á OI (mynd 2). Er það vísbending um að þrátt fyrir bætt loftskipti hafi lungnasjúkdómurinn verið jafn alvarlegur og áður fyrstu klukkustund- irnar eftir að meðferð með HTÖ var hafin. Hjá börnunum sem létust hafði meðferð með HTÖ ekki í för með sér bætta blóðildun og OI hækkaði, sem er vegna þess að þrátt fyrir aukna öndunarað- stoð jókst blóðildunin ekki. Hugsanleg verndandi áhrif HTÖ meðferðar Sýnt hefur verið fram á að meðferð með HTÖ veldur minni lungnaskemmdum hjá tilrauna- dýrum með vanþroskuð lungu en meðferð með hefðbundinni öndunarvél (21, 26). Því hefur verið kannað með klínískum rannsóknum hvort með- ferð á fyrirburum með vanþroskuð lungu með HTÖ frá því snemma í sjúkdómsferlinu hafi vernd- andi áhrif á lungun og minnki líkur á langvinnum lungnasjúkdómi eða dauða, samanborið við með- ferð með hefðbundinni öndunarvél. Af þeim sjö framskyggnu rannsóknum sem gerðar hafa verið í þeim tilgangi frá því notkun á spennuleysi (sur- factant) varð almenn (27-33) hafa tvær sýnt fram á lægri tíðni langvinns lungnasjúkdóms (28, 33). Safngreining (metaanlysis) á þessum rannsóknum hefur hins vegar ekki sýnt marktækan mun á tíðni langvinns lungnasjúkdóms né bætta lifun hjá þeim börnum sem meðhöndluð voru með HTÖ (34,35). Því er álit flestra að ekki sé hægt að mæla með HTÖ sem fyrstu meðferð á öllum fyrirburum með glærhimnusjúkdóm (36-39). Hins vegar er hugs- anlegt að þeim fyrirburum sem hafa sérstaklega erfiðan lungnasjúkdóm farnist betur ef þeir eru meðhöndlaðir frá byrjun með HTÖ frekar en hefð- bundinni öndunarvél (34). Niðuriag Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að með- ferð með HTÖ bætir marktækt blóðildun, loftun og sýru-basavægi flestra nýbura með alvarlega öndunarbilun sem ekki höfðu svarað sem skyldi ineðferð með hefðbundinni öndunarvél. Því verð- ur að draga þá ályktun að þessi meðferðartækni sé mikilvægur þáttur í nútíma gjörgæslumeðferð ný- bura. Þó svo að ástand barnanna hafi í flestum til- fellum batnað, að minnsta kosti tímabundið, getur þessi rannsókn ékki sagt til um hvort meðferð með HTÖ auki lífslíkur nýbura með alvarlega önd- unarbilun. Erlendar rannsóknir gefa hins vegar ákveðnar vísbendingar um að svo sé, en frekari rannsókna er þörf á þessu sviði. Þakkir Þakkir fyrir aðstoð við upplýsingaöflun fá Úlla Bettý Knudsen og Ingibjörg Steinþórsdóttir lækna- ritarar á Barnaspítala Hringsins. Heimildir 1. Fanaroff AA, Martin RJ. Neonatal-Perinatal Medicine. Disease of the Fetus and Infant. 7th ed: Mosby; 2002. 2. Froese AB, Bryan AC. High frequency ventilation. Am Rev Respir Dis 1987; 135:1363-74. 3. Minton SD, Gerstmann DR, Stoddard RA. Clinical use of high frequency oscillatory ventilation in newborns. In: SensorMedics, editor. 3100A High Frequency Oscillating Ventilator Training Manual; 1993:1-34. 4. Kinsella JP, Truog WE, Walsh WF, Goldberg RN, Bancalari E, Mayock DE, et al. Randomized, multicenter trial of inhaled nitric oxide and high-frequency oscillatory ventilation in 818 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.