Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Um fyrstu íslensku konurnar í læknastétt Hrefna Finnbogadóttir/Harriet Kurtz, síðar McGraw, læknispróf 1907, Chicago Margrét Georgsdóttir Höfundur er heimilislæknir og formaður Félags kvenna í læknastétt. Greinin er unnin upp úr fyrirlestri sem höfundur flutti á þingi norrænna áhugamanna um sögu læknisfræðinnar 11. ágúst siðastliðinn. Fyrsti hlutinn birtist í októberblað- inu en þriðji og síðasti hlutinn verður birtur í desember. Uppruni Hrefna fæddist á Islandi 24. apríl 1875 á Tindum í Geiradal í Barðastrandasýslu, en fæðingardagur hennar er ranglega skráður í kirkjubækur sem 27. apríl 1875. Foreldrar hennar voru Finnbogi Guðmundsson, smiður og skottulæknir, 1841-1883, og kona hans Mildríður Margrél Benediktsdóttir, f. 1848, dóttir Benedikts Einarssonar sem var einn þekktasti skottulæknir síns tíma og Sólrúnar Sæmundsdóttur sem einnig stundaði skottulækn- ingar lengi vel. Hrefna var 7. dóttir foreldra sinna og skírð eftir Ingunni Hrefnu systur sinni, f. 1874, sem lést á fyrsta ári. Hún ólst upp á Tindum og var í miklu uppáhaldi Sólrúnar móðurömmu sinnar sem sinnti henni mikið og las henni sögur og ævintýr. Flutningur til Vesturheims Erfitt tíðarfar á Islandi olli því að foreldrar hennar ákváðu að flytja vestur um haf til Kanada 1883, með dæturnar sex. Þar lenti fjölskyldan í miklum erfiðleikum, fjölskyldufaðirinn dó skömmu eftir komuna þangað, móðirin fór með dætur sínar til Winnipeg og settist þar að, en missti fljótlega allar eignir sínar sem hún hafði lagt í fyrirtæki í góðri trú, og lenti skömmu síðar í slysi svo hún varð óvinnu- fær. Hún varð því að senda allar dætur sínar frá sér og koma þeim í vinnu, en Hrefnu var komið fyrir í fóstri hjá lögmannshjónum í Winnipeg. Hún var ósátt við fóstrið og fór aftur til móður sinnar. Hún var þá send til frænku sinnar í N-Dakota og dvaldi hjá henni sumarlangt, síðan hjá íslenskum hjónum næsta vetur, en vorið eftir var hún send aftur til Winnipeg til eldri systur sem þar hafði vinnu. Fór þá sjálf að vinna fyrir sér 9-10 ára gömul, fyrst við barnagæslu, síðan sem starfsmaður á veitinga- húsi og eftir það við hver önnur störf sem til féllu. Fjórum árum síðar tóku fjórar systra hennar sig upp og fluttu til Sioux Falls í S-Dakota og stofnuðu þar og starfræktu þvottahús og fór Hrefna með þeim. Þar stóð hún við þvottabala í þrjú ár, oft miður sína af ofþreytu og kulda. Þrældómur, vos- búð, næringarleysi og flækingur þessara ára settu mark sitt á hana ævilangt. Menntun Þegar Hrefna kom til Kanada var hún vel læs og skrifandi. í Sioux Falls kynntist hún dönskum prest sem kenndi henni dönsku meðal annars með því að láta hana lesa Biblíuna og kom henni alþýðu- skóla sem hann starfaði við. Þar nefndu skólasyst- kini hennar hana Harriet og gekk hún undir því nafni síðan. Síðan tókst henni að komast í trúboðs- skóla í Minneapolis og eftir það í hjúkrunarnám í Lincoln í Nebraska þar sem hún lauk 1900, og síðar í sérnám í hjúkrun. Hún varð alltaf að vinna fyrir sér með náminu og lagði svo hart að sér að með ólíkindum þótti. Hún vann vinnukonustörf á morgnana og á kvöldin, fór í skólann á daginn, lagði sig nokkrar klukkustundir og vaknaði kl. 02 á nóttunni til að lesa. Hún var oft vansvefta, hafði lítið að borða og naumast föt til skiptanna. A námsárunum kynntist hún ungum lækna- nema, John Kurtz, og giftist honum er hún hafði lokið námi sínu 1900. Þau fluttu til Colorado þar sem hann var við nám og henni fannst hún vera hamingjusamasta konan í heiminum. En hamingja hennar stóð ekki lengi því eftir þriggja mánaða hjónaband veiktist maður hennar hastarlega af lungnabólgu og lést eftir tveggja mánaða erf- iða sjúkdómslegu sem át upp allar eignir þeirra. Hrefna fór þá að vinna við hjúkrun ásamt því að annast mann sinn. Eftir lát hans var hún lengi yfir- komin af harmi, en hún varð að halda áfram að vinna fyrir sér. Hún fór nú til framhaldsnáms og starfa á Battle Creek Sanatorium í Michigan og hafði þar konu sem yfirmann og yfirlækni sem var henni algert nýnæmi. Það vakti áhuga hennar á læknisfræði og ákvað hún að feta þá braut. Hún sótti um að komast í læknanám í Chicago og fékk viðurkenn- ingarskjal hjá Peter A. Downy, yfirumsjónarmanni læknaskólanna í Chicago, þar sem hann heim- ilar henni aðgang að öllum þeim læknaskólum í Chicago er taka við kvenfólki í nám. Hún valdi Bennett Medical Collage og hóf nám sitt. Hún vann fyrir sér á námstímanum með hjúkrun, nudd- lækningum, blaðasölu og hverju sem gafst. Síðasta árið í náminu rak hún nuddstofu fyrir kvenfólk er læknar sendu til hennar. Hún lauk læknanámi sínu þ. 7. maí 1907 og sama ár framhaldsnámskeiði frá Loyola University. Hún fór í próf til að fá lækninga- leyfi í Illinois og lauk því og þar hitti hún annan íslenskan lækni, Sigurð Júl. Jóhannesson sem starf- aði í Winnipeg. 862 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.