Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SULLAVEIKI Um 50-70% fullorðins fjár var sullaveikt og frá sumum bæjum fannst sullur í hverri fullorð- inni kind. Sullur fannst í 20 lömbum og margir í sumum. Eftir hvern sláturdag komu 1-2 lítrar af sulli. í einu tilfelli var netja undirlögð af litlum sullablöðrum. Nokkrir lifrarsullir fundust, en engir lungnasullir. Nokkur grunsamleg lungu voru send rannsóknarstofunni á Keldum. Sullatíðnin reynd- ist mest á þeim bæjum sem næst voru þorpinu. í Eyrarsveit er stutt á afrétt og fé gengur því mikið í heimahögum, en það leiðir til þess að fé er í nábýli við hunda meira og minna allt árið. Ég átti annríkt um þessar mundir, var eini lækn- irinn í Stykkishólmi og sinnti auk þess Breiða- fjarðareyjum. Ég hafði því ekki tíma til að sinna þessu starfi eins og þörf var á. Milli Stykkishólms og Grundarfjarðar voru 50 km og vegurinn ekki sem bestur svo að þessi þjónusta var tímafrek ef henni var sinnt sómasamlega. Ég hafði því sam- band við landlækni og óskaði eftir að sérstakur læknir yrði settur til að annast kjötskoðun fram- vegis og væri honum jafnframt falið að gera sulla- talningu hjá sláturfénu. Varð það svo úr að haustið 1963 var fenginn læknanemi á vegum landlæknis- embættisins til að annast þetta verk. Þetta haust var slátrað alls 343 fullorðnum kind- um í Grundarfirði. Þar af voru 101 kind sullaveik, eða 29,4% kindanna. Sullur úr kindum var alls 188, eða 0,54 í hverri kind. Alls var slátrað 2633 lömbum, en sullur fannst ekki í neinu þeirra. Sullir voru flestir í netju, en nokkrir í lifur. Enginn sullur fannst í lungum. Þarna hafði orðið breyting á ef marka má upp- lýsingarnar frá haustinu áður. Má hugsanlega þakka það breyttum vinnuaðferðum við sulla- varnir, en árangurinn hlaut að skila sér fyrst sem lækkuð sullatíðni í lömbum. Ég bað starfsmenn í hinum sláturhúsunum að gefa þessu gætur og telja sull. Sú talning var í molum, en þaðan komu eftirfarandi tölur: I Stykkishólmi var slátrað 442 fullorðnum kindum, og fannst sullur í sex kindum, eða 1,3% kindanna. Á Vegamótum var slátrað 3431 lambi og fannst sullur í þremur þeirra, eða 0,08%. Ekki bárust tölur um fullorðið fé. Á þessum tíma höfðu hundar verið hreinsaðir á íslandi í áratugi. Það gilti líka um Stykkishólms- hérað. Þessi hreinsun var þannig framkvæmd að hundum var gefið ormalyf einu sinni á ári að haustinu eftir sláturtíð, í október eða nóvem- ber. Þetta lyf átti að drepa orma í hundinum. Hreppsnefndaroddviti skyldi sjá um að hreinsun færi fram. Hann fékk til þess starfa sérstakan mann. Á þessum tíma voru fjórir hundahreins- unarmenn í Stykkishólmshéraði, einn í hverjum hreppi. Það þótti engin virðingarstaða að vera hundahreinsunarmaður og ég hygg að menn hafi verið tregir til að taka það að sér þó að óneitanlega hafi þetta verið ábyrgðarstarf og mikið undir því komið að rétt væri að því staðið. I Grundarfirði annaðist það maður að nafni Þorsteinn Jónsson. Hann var kominn af léttasta skeiði þegar hér var komið sögu, einbúi og ekki mikill fyrir sér. Þorsteinn átti í erfiðleikum með að framkvæma þessi embættisverk. Hundaeigendur gerðu sér dælt við hann og tregðuðust við að koma með hunda sína í hreinsun. Þeir staðhæfðu að Þorsteinn gæfi hundunum of mikið og þeir veiktust. Þetta varð til þess að þeir fengu of lítinn skammt og lyfið verkaði ekki. í nokkrum tilvikum virtust hundarnir sleppa með öllu við hreinsun. Ég ræddi þessi mál við oddvitann og gerði kröfu til að hreinsun færi fram samkvæmt settum regl- um, meðal annars að hundarnir væru vigtaðir og skömmtum hagað eftir þyngd, en til þess var ætlast í reglunum. Veit ég ekki annað en þetta hafi síðan farið fram samkvæmt lögum og reglum. Talning var ekki framkvæmd eftir þetta og finnst mér nú eftir á að málinu hafi ekki verið fylgt nógu fast eftir, einkum þegar þess er gætt að dauðsfall hafði orðið af sullaveiki í sveitinni skömrnu áður. Hins vegar varð mikið umtal um þetta umstang allt og trúlega hefur það orðið til að ýta við fólki. Þarna hefur verið um að ræða tvo veika punkta í sullaveikivörnum héraðsins og þá fyrst og fremst í Eyrarsveit. í fyrsta lagi var umgengni um hráæti stórlega ábótavant, en í öðru lagi var hundahreins- un í molurn. Þetta hvort tveggja hlaut að bjóða heim hættu á sullaveiki í fólki. Það reyndist líka svo að ung kona úr Eyrarsveit dó úr sull í spjald- hrygg og mjaðmarbeinum árið 1960. Læknablaðið 2005/91 873
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.