Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR Lf Hulda Hjartardóttir varaformaður LÍkynnir niðurstöður starfshóps um ógnanir gegn lœknum. fjölgun starfsmanna og þess vegna hefði verið farið hægt í sakirnar. Hins vegar kvaðst hann opinn fyrir aukinni ráðgjöf, ekki síst frá læknum og vildi gjarn- an koma henni á fastari grundvöll en nú er. Ógnanir og lyfjasamskipti Feðgin áfundi. Kristín Sigurðardóttir og Sigurður Björnsson. Eftir að ráðherra var farinn heim var tekið til við hefðbundin fundarstörf, skýrsiu stjórnar, reikninga og starfsskýrslur einstakra nefnda og stofnana félagsins. Allt var þar með hefðbundnum hætti og það eina sem vakti áhuga fundarmanna í reikningunum var að gert er ráð fyrir halla á rekstri félagsins næsta ár. Birna Jónsdóttir gjaldkeri sagði ástæðu hallans vera þá ákvörð- un aðalfundar í fyrra að stofna hagdeild og ráða starfsmann til hennar. Það væri tilraun til þriggja ára og að henni lokinni yrði dæmið gert upp og ráðstafanir gerðar til að afla meira fjár ef þurfa þætti. Nokkrar umræður urðu einnig um skýrslu sem Hulda Hjartardótt- ir varaformaður flutti um ógnanir gegn lækn- um í starfi. Margir könnuðust við þær en vissu ekki hvað til bragðs skuli taka gegn þeim. Flestir tengdu ógnanirnar aukinni fíkniefnaneyslu og fjölgun fíkla í samfélaginu og spunnust nokkrar umræður um það hvort leyfilegt væri að merkja læknaskýrslur fíkla og annarra sem gerst hafa sekir um ofbeldi gegn Iæknum. Fyrir fundinum lá tillaga um þetta efni en fundarmenn töldu hana ekki full- rædda svo ákveðið var að vísa henni til stjórnar til frekari vinnslu. Sigurbjörn formaður gerði grein fyrir umræð- um sem orðið hafa innan og utan stjórnar LÍ um endurnýjun á samningi við lyfjaiðnaðinn um sam- skipti lækna og lyfjafyrirtækja en hann rennur út um næstu áramót. Formaðurinn lagði fram drög að nýjum samningi þar sem meðal annars er kveðið á um stofnun samráðsnefndar sem fylgist með fram- kvæmd samningsins. Um þetta ákvæði urðu nokkr- ar umræður þar sem sitt sýndist hverjum. Raunar voru menn ekki einhuga um nauðsyn þess að gera samning við lyfjaiðnaðinn, sumir vildu helst engar reglur heldur ætlu læknar að eiga þetta við sam- visku sína, en aðrir vildu að gefin yrði út einhliða yfirlýsing lækna um samskiptin við lyfjafyrirtækin. Katrín Fjeldsted upplýsti að í Evrópu sé alls staðar verið að setja svona reglur enda skipti það miklu máli fyrir lækna að þeim væri treyst. Sigurbjörn bætti því við að í Noregi hefði verið sett ákvæði um samráðsnefnd sem hefði raunveruleg völd til að grípa inn í samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja. Ekki hafði hann fréttir af því að læknar kveinkuðu sér undan þessari nefnd en þó hefði hann ekki talið rétt að ganga svo langt í sínum samningsdrögum. Óbreytt stjórn Samkvæmt lögum áttu formaður og gjaldkeri að ganga úr stjórn en þau gáfu bæði kost á sér til endurkjörs. Voru þau endurkjörin ásamt öllum meðstjórnendum og er stjórnin því óbreytt. Hún er þannig skipuð: Formaður: Sigurbjörn Sveinsson Varaformaður: Hulda Hjartardóttir Féhirðir: Birna Jónsdóttir Ritari: Ófeigur T. Þorgeirsson Meðstjórnendur: Bjarni Þór Eyvindsson, Elín- borg Bárðardóttir, Páll H. Möller, Sigríður Ó. Haraldsdóttir, Sigurður Einar Sigurðsson. Endurskoðandi er Einar H. Jónmundsson og til vara Þengill Oddsson. Á næstu síðum getur að líta ályktanir aðal- fundarins. Þess ber þó að geta að á fundinum voru afgreiddar verulegar breytingar á Codex Ethicus og verður hann birtur hér í blaðinu, þó ekki í þessu tölublaði. 846 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.