Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 49

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Ályktun í ljósi þess sem að framan er sagt skorar aðalfund- ur Læknafélags Islands, á heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra að hafa forystu um að ríkisstjórn íslands fari að tilmælum Alþjóða heilbrigðismála- þingsins 2004, WMA 57.17, og að herða samræmd- ar opinberar aðgerðir til að auka heilbrigði Islend- inga með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Fagmennska í læknisfræði Aðalfundur Læknafélag íslands haldinn 30. sept- ember til 1. október 2005 í Kópavogi, samþykk- ir að Læknafélag íslands geri Sáttmála lækna um fagmennsku í læknisfræði, sem birtur var í Læknablaðinu í febrúar 2004, að sínum. Sáttmáli þessi er hluti af verkefninu Fagmennska í læknisfræði (The Medical Professionalism Pro- ject) sem hrundið var af stað árið 1999 af samtök- um lyflækna í Bandaríkjunum (American Board of Internal Medicine og American College of Physicians-American Society of Internal Medi- cine) og Evrópu (European Federation of Internal Medicine). Sáttmálinn var upphaflega birtur sam- tímis í Annals of Internal Medicine og Lancet fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan verið þýddur á fjölda tungumála og hefur birst í læknisfræðitíma- ritum um allan heim. Þá hefur sáttmálinn verið kynntur á fjölmörgum þingum í læknisfræði og í læknaskólum. Fjöldi sérgreinafélaga lækna, bæði austan hafs og vestan, hafa lýst yfir stuðningi við sáttmálann og tileinkað sér hann. Sáttmálinn um fagmennsku í læknisfræði er ekki siðareglur heldur er megintilgangur hans að örva umræðu og rök- ræðu um fagmennsku í starfi lækna. Flugvöllur í Reykjavík Aðalfundur LI haldinn í Kópavogi 30. septem- ber til 1. október 2005 skorar á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, samgönguráðherra og borgarstjórn Reykjavíkur að hafa í huga hagsmuni sjúklinga frá landsbyggðinni og aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu, þegar framtíðaráform um Reykjavíkurflugvöll verða rædd. Staða sérgreina fest í sessi Aðalfundur LI haldinn í Kópavogi 30. september til 1. október 2005 felur stjórn LÍ að móta stefnu um hlutverk og stöðu sérgreina í læknisfræði. Þær gegna lykilhlutverki í starfsemi heilbrigðisþjónust- unnar, fagmennsku og þróun í læknisfræði og læknisþjónustu, svo og í ráðgjöf til almennings, stjórnmálamanna og heilbrigðisyfirvalda. Lagt er til að stjórn LÍ taki forystu í starfi á þessu sviði í nánu samstarfi við Landlæknisembættið, fulltrúa sérgreina, og aðra fagaðila í þessari vinnu, og móti tillögur til opinberra aðila. Ráðgjöf lækna mikilvæg Aðalfundur LÍ haldinn í Kópavogi 30. septem- ber til 1. október 2005 minnir á þá þekkingu sem félagsmenn LI búa yfir á sviði heilbrigðismála. Aðalfundurinn hvetur heilbrigðisráðuneyti og önnur stjórnvöld til að nýta sér faglega ráðgjöf lækna í læknisfræðilegum málefnum og allri stefnu- mótun í heilbrigðismálum. LI er reiðubúið að vinna með Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknisembætti við að móta slíkt ráðgjafarstarf lækna. Bætið samskiptin á Landspítala Aðalfundur LI haldinn í Kópavogi 30. septem- ber til 1. október 2005 hvetur forstjóra og fram- kvæmdastjórn Landspítala til að leiða til lykta þau álitamál sem enn eru óleyst í samskiptum þeirra og læknaráðs stofnunarinnar. Almenn og gagnrýnin umræða meðal starfsmanna LSH kallar á markvisst starf til að leysa ágreininginn, ekki síst með öflugu og opnu samstarfi við læknaráðið. Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi við samþykktir læknaráðs LSH á liðnum árum um þessi málefni, og telur þær lík- legar til lausnar á vanda sjúkrahússins. Ráðherra efni loforðin Þann 27. nóvember 2002 gaf Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, út yfirlýsingu þar sem segir m.a.: Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra þá beita sér fyrir því, að sérfræðingar í heimilislækningum geti annað hvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum, sem byggi á gildandi samningi sjálfstætt starfandi heimilislækna ... Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Kópa- vogi dagana 30. september og 1. október 2005 skorar á ráðherrann að standa við þessa yfirlýsingu sína. Reykingar verði bannaðar á veitingahúsum Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í Kópa- vogi 30. september og 1. október 2005 skorar á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að lagt verði fyrir Alþingi frum- varp til laga um bann við reykingum á öllum vinnustöðum, þar með talið veitinga- og skemmti- stöðum. Læknablaðið 2005/91 849
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.