Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 21

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN bændum voru 87% karlkyns en í samanburðarhópi voru 48% karlkyns (p<0,001). Bændur voru eldri, frekar einvörðungu með grunnskólamenntun og maki heimavinnandi. Þá neyttu þeir sjaldnar áfengis og reyktu minna en samanburðarhópurinn. I töflu II er sýndur samanburður á einkennum síðastliðna 12 mánuði á milli bænda og samanburðarhóps. Lítill munur var á almennum einkennum. Bændur höfðu sjaldnar fótaóeirð og þreyta var sjaldnar til staðar hjá karlkyns bændum. Niðurgangur var sjaldgæfari hjá kvenkyns bændum en hjá konum í samanburðarhópi. Ofnæmi var sjaldgæfara hjá karlkyns bændum en samanburði og það sama átti við bakverki. Heymartap var minna hjá bændum en þeim sem ekki voru bændur. í töflu III er lýst og gerður samanburður á einkennum sem leiddu til læknisheimsóknar síðustu 12 mánuði. Kvenkyns bændur fóru sjaldnar til læknis en konur í samanburðarhópi vegna vefjagigtar og einnig vegna skjaldkirtilsvandamála. Það var enginn munur á læknisheimsóknum bænda og samanburðarhóps vegna ýmissa langvinnra sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýstings. Konur í hópi bænda leituðu sjaldnar læknis vegna svefnleysis. Það sama gilti um kvef og flensulík einkenni. Endurteknar fjarvistir frá vinnu voru sjald- gæfari hjá bændum en hjá samanburðarhópi eins og sést í töflu IV. Bændur voru skemur frá vinnu vegna veikinda eins og sést í töflu V. Umræða I þessari rannsókn sem náði til allra íslenskra bænda og var með svarhlutfall yfir 50% fannst ekki mikill munur á almennu heilsufari bænda borið saman við þá sem ekki voru bændur. Þetta átti bæði við einkenni síðastliðna 12 mánuði og einnig læknisheimsóknir vegna einkenna eða sjúkdóma á sama tímabili. Fjarvistir frá vinnu vegna veikinda voru skemmri og færri hjá bændum en samanburðarhópi. Þessar niðurstöður sýna að almennt heilsufar bænda virðist ekki vera verra en annarra og kallar ekki á breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu í sveitum. Afengisneysla var minni meðal bænda en í samanburðarhópi. Þetta er svipað og fundist hefur í erlendum rannsóknum.5- 6 Að meðal- tali var líkamsþyngdarstuðull hærri en 25 í báðum rannsóknarhópum og eru því báðir hópar yfir kjörþyngd. Kvenbændur voru heldur þyngri en samanburðarhópur en enginn munur var á karlmönnum. Þessar tölur sýna hve algengt er að Islendingar séu yfir kjörþyngd.9 Marktækur munur fannst á því að bændur Tafla III. Læknisheimsóknir vegna einkenna síðustu 12 mánuði. Konur bændur % Konur ekki bændur % p-giidi Karlar bændur % Karlar ekki bændur % p-giidi Langvinn berkjubólga 6 3 em 3 1 em Gigt 5 9 em 4 5 em Vöðvaóþægindi 27 32 em 20 16 em Vefjagigt 4 11 p<0,035 4 3 em Bakvandamál 16 28 p<0,01 23 21 em Síþreyta 7 11 em 6 6 em Skjaldkirtilssjúkdómar 4 10 p<0,05 2 1 em Sykursýki 1 2 em 2 2 em Blóðsegar 0 1 em 1 2 em Kransæðasjúkdómur 0 1 em 3 6 em Hjartsláttartruflanir 9 8 em 4 8 em Hár blóðþrýstingur 15 14 em 15 16 em Ristilkrampar 4 6 em 1 2 em Höfuðverkur 12 18 em 6 9 em Verkur 22 25 em 21 18 em Svefntruflanir 6 15 p<0,011 6 8 em Góðkynja æxli 5 2 em 2 2 em lllkynja æxli 2 1 em 0 2 em Augnsjúkdómar 5 8 em 5 5 em Heyrnarleysi/skert heyrn 2 7 p<0,05 4 3 em Kvef/flensulík einkenni 16 27 p<0,019 17 20 em em: ekki marktækt Tafla IV. Fjarvistir frá vinnu vegna veikinda. Konur bændur % Konur ekki bændur % Karlar bændur % Karlar ekki bændur % Aldrei 60 26 64 39 1-3 sinnum 34 55 31 50 4-6 sinnum 4 14 2 6 7 sinnum eða meira 2 5 2 5 P<0,001 fyrir mismun á milli bænda og ekki bænda fyrir karla og konur. Tafla V. Tími frá vinnu vegna veikinda. Konur bændur % Konur ekki bændur % Karlar bændur % Karlar ekki bændur % Aldrei 59 26 63 38 Minna en vika 31 53 28 50 1 -2 vikur 3 12 3 6 Meira en 2 vikur 6 9 6 6 P<0,001 fyrir mismun milli bænda og ekki-bænda fyrir bæði karla og konur. höfðu sjaldnar ofnæmi. Þetta er svipað og fundist hefur í öðrum rannsóknum.10 Ein rannsókn sýndi að það var algengt að bændur hættu búskap vegna ofnæmis.11 Minna ofnæmi meðal bænda gæti verið LÆKNAblaðið 2009/95 657

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.