Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREIN YFIRLITSGR A R E I N Tafla I. Aðrir meðfæddir hjartagallar hjá börnum sem gengust undir skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu á Islandi 1990-2006. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % í sviga. n (%) Tvíblaða ósæðarloka 25 (65,8) Op á milli slegla (VSD) 12(31,5) Opin fósturæð (PDA) 11 (28,9) Vanþroska aortabogi (hypoplastic aortic aroh) 8(21,1) Míturlokuleki 4(10,5) VSD = Ventricular septal defect, PDA = patent ductus arteriosus og 24 stúlkur (hlutfall drengja/stúlkna 1,8, p=0,03). Af þessum 67 börnum gengust 38 undir skurðaðgerð á íslandi, 22 drengir og 16 stúlkur, og er það efniviður þessarar afturskyggnu rannsóknar. Meðalaldur við aðgerð var 35 ± 58 mánuðir og var yngsta barnið þriggja daga gamalt og það elsta 17 ára. Sautján sjúklingum sem gengust undir skurðagerð erlendis á sama tímabili var sleppt og sömuleiðis 12 sjúklingum sem ekki gengust undir skurðaðgerð og eingöngu var fylgt eftir. Tilfelli fundust í gegnum greiningar- og aðgerðaskrár Landspítala og voru upplýsingar um sjúklinga fengnar úr sjúkraskrám. Skráðar voru eftirfarandi breytur; aldur við aðgerð, aðrir meðfæddir gallar, einkenni, teikn og rannsóknarniðurstöður við greiningu, ábending fyrir aðgerð, tegund og tímalengd aðgerðar, tímalengd lokunar á ósæð (tangartími), fylgikvillar í og eftir aðgerð og afdrif sjúklinga. Skurðdauði (operative mortality) var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá skurðaðgerð. Endurþrenging var skilgreind sem >20 mmHg þrýstingsfall (mælt með doppler) yfir æðatenginguna á ósæð. Tímabundinn háþrýst- Tafla II. Einkenni og teikn 38 barna eftir greiningaraldri, sem gengust undir skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu á Islandi 1990-2006. Sjúklingar geta haft fleiri en eitt einkenni samtímis. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga. ___________________ Einkenni <1 árs (n=22) 21 árs (n=16) Alls (n=38) Mæði í hvíld 14 2 16 Þreyta við áreynslu/skert þol 0 7 7 Óværð/slappleiki 6 2 8 Sviti 5 1 6 Höfuðverkur 0 2 2 Engin einkenni 3 5 8 Teikn Hjartaóhljóð við hlustun 17 16 33 Enginn/veiklaður nárapúls 17 15 32 Hjartabilun 12 0 12 Mismunur á blóðþr. í handlegg og fótlegg 11 11 22 Stækkuð lifur 7 0 7 Hár blóðþrýstingur 3 8 11 ingur eftir aðgerð (early postoperative eða paradoxical hypertension) var skilgreindur sem alvarlegur háþrýstingur (>35 mmHg aukning í slagbilsþrýstingi) á fyrstu viku eftir aðgerð sem síðan gekk til baka. Skurðaðgerðirnar voru framkvæmdar í gegn- um brjóstholsskurð vinstra megin, nánar tiltekið á milli 3. og 4. rifbeins (lateral thoracotomy). Töng- um var komið fyrir á ósæðinni sín hvorum megin þrengingarinnar og hún síðan fjarlægð. Endarnir voru annaðhvort tengdir saman með beinni æðatengingu (extended end-to-end anastomosis) eða svokallaðri subclavian flap viðgerð, en þá er skorið upp í vinstri neðanviðbeinsslagæð (left subclavian artery) og hún vafin inn í ósæðar- tenginguna til að gera tenginguna víðari. 1 einu tilfelli þurfti að nota hjarta- og lungnavél. Sjúklingarnir voru hafðir á gjörgæslu yfir nótt en voru síðan færðir á legudeild Barnaspítala Hringsins. Athugað var hverjir sjúklinganna væru á lífi samkvæmt Þjóðskrá Hagstofu íslands þann 31. mars 2009 (hráar lífshorfur). Eftirlitstími var að meðaltali 9,7 ± 4,2 ár. Við tölfræðilega útreikninga var notast við t-próf og Fisher/Exact próf og miðast marktæki við p-gildi undir 0,05. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Siðanefnd Landspítala, Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og forstjóra Landspítala. Niðurstöður Af 38 börnum sem gengust undir skurðaðgerð á íslandi voru tvö með jákvæða fjölskyldusögu um meðfædda ósæðarþrengingu (1. eða 2. gráðu ættingjar). Fjögur böm greindust með sjúkdómsheilkenni, eitt hvert með heilkenni: Turner, Arnold-Chiari og Williams. Aðrir með- fæddir hjartagallar greindust hjá 33 sjúklingum (86,8%), þar sem tvíblaðka ósæðarloka, op á milli slegla og opin fósturæð voru algengust. Yfirlit yfir aðra hjartagalla og tíðni þeirra er sýnd í töflu I. Helstu einkenni eru sýnd í töflu II. Af 22 börnum undir eins árs aldri greindust 19 (86,4%) vegna einkenna ósæðarþrengingar, oftast vegna mæði og slappleika. Hjá eldri börnum (al árs) greindust 7 af 16 (43,8%) vegna þreytu við áreynslu, aðallega í ganglimum. Algengustu teikn hjá báðum hópunum voru óhljóð við hjartahlustun og daufur eða upphafinn nárapúls. Önnur teikn eru sýnd í töflu II. Átta börn (21,1%) greindust fyrir tilviljun, þar af vom fimm sem voru eldri en eins árs. Algengasta ástæða tilviljanagreiningar voru veiklaðir nárapúlsar sem fundust við ungbamaeftirlit eða skólaskoðun. Eitt tilfelli greindist við mæðraeftirlit þegar gerð var 648 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.