Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 79

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 79
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR TÓBAKSVARNAÞING hvers vegna værum við hugsanlega á móti slíkum almennum skorðum í nafni lýðheilsu? Það má gefa við þessu að minnsta kosti tvenns konar svar: í fyrsta lagi mætti segja að það að njóta glass af góðu víni og reykja góðan vindil sé hluti af því að njóta lífsins. Það er jafnvel eins konar óður til lífsins og hugsanlega vel áhættunnar virði.2 Við munum öll deyja, nú erum við lifandi og við getum ekki notið stundarinnar ef við erum alla ævi að miða lífshlaup okkar við það að lágmarka áhættu. í öðru lagi og kannski er það ábyrgara svar við því hvers vegna slíkt bann er ekki sjálfgefið, þó það sé ekki endilega sannara: við hljótum að ganga út frá þeirri sýn að við séum frjáls og sjálfráða einstaklingar sem getum tekið ábyrgð á lífi okkar og gjörðum. Utanaðkomandi stýring á neyslu okkar og lífsháttum er niðurlægjandi þar sem hún gerir okkur að eins konar „bömum" sem hið opinbera þarf að hafa vit fyrir. Hún grefur undan þeirri hugmynd að við séum ábyrgir einstaklingar. Við viljum hafa stjórn á eigin lífi. En er þá allt leyfilegt? A hinn frjálsi markaður að vera hömlulaus? Til að andmæla þessu er nauðsynlegt að skoða hvort og hver áhrif umhverfisins eru á ákvarðanir okkar. Ef við erum í raun ábyrgar siðferðisverur hlýtur eftirfarandi spurning að vakna: Reykingar eru orsakir fjölda sjúkdóma, það er almennur sannleikur, en hvers vegna reykir fólk samt? Er eitthvað sem hindrar hið „skynsama val"? Er hér einhver undirliggjandi orsök? Þær ákvarðanir sem mest áhrif hafa á heilsu þjóðar eru ekki teknar í heilbrigðisráðuneytinu heldur fremur í umhverfisráðuney tinu, félagsmálaráðuney tinu, menntamála- ráðuneytinu og um fram allt í fjármálaráðuneytinu. Þjóð- félagsleg nálgun við forvamir sjúkdóma hefur áhrif gegnum heilbrigðisþjónustuna þegar hugað er að nánustu orsökum sjúkdóma, en verður að hafa mun víðari skírskotun ef það á að ráðast gegn hinum sterku undirliggjandi áhrifum, það er „orsökum orsakanna".1 Af hverju högum við okkur óskynsamlega? Við þurfum að viðurkenna að það hvernig við tökum ákvarðanir og lifum lífinu er ekki einvörðungu byggt á frjálsum vilja og skynsemi. Eins og Rose nefnir í tilvitnun hér að ofan skiptir einnig máli hvernig umhverfi okkar og aðstæður eru í víðum skilningi þess orðs. Tíðni reykinga er mjög breytileg eftir löndum og þjóðfélagsstöðu. Það er mikill munur á algengi reykinga karlmanna í Kína annars vegar og Svíþjóð hins vegar. Reykingar eru algengari hjá þeim sem eru verr menntaðir og búa við lakari kjör en hjá þeim sem eru með góða vinnu og betur settir í samfélaginu. Reykingar eru algengari hjá fátækum þjóðum en í samfélögum þar sem velmegun er meiri. Breskir faraldursfræðingar færa fyrir því sannfærandi rök að ójöfnuður í samfélaginu sé undirrót heilsubrests og ótímabærs dauða. Þeir tengja ójöfnuð við offitu, reykingar, áfengissýki, ofbeldi og glæpi, og halda því fram að með því að draga úr ójöfnuði megi lækka tíðni þeirra þátta. Ef ójöfnuður eykst, eykst tíðni þeirra að sama skapi.4 Samfélagslegar breytingar geta því haft róttæk áhrif á hegðun fólks og þar með á heilsu þeirra. Frjáls vilji? Hvað er þá orðið um hinn frjálsa vilja? Er hann til? Ef hann er ekki til ættum við hugsanlega að hafna þeirri rökfærslu að ekki megi banna reykingar þar sem það gengur gegn hugmyndum okkar um frelsi einstaklingsins? - Ef við teljum að hið algera frelsi einstaklingsins sé hvort eð er ekki til hljótum við ávallt að vera undir einhverjum áhrifum, ef ekki frá menningu þá vinum eða fjölskyldu. Við erum þá einnig ofurseld auglýsingum og markaðsvæðingu. Það væri þá rangt að bjóða upp á skaðlega valkosti því í raun getum við ekki neitað. En við getum þó ekki alfarið litið fram hjá þessari sýn. Það má vel spyrja sig þeirrar spurningar í alvöru hvort nokkuð sé til sem heiti frjálst val. Það má að minnsta kosti vel setja spurningarmerki við þá fullyrðingu að einstaklingur á valdi nikótínfíknar sé frjáls. A sama máta má einnig segja að unglingur í skóla sé ekki fyllilega frjáls í vali sínu um það hvort hann reyki eða ekki ef hann upplifir mikinn þrýsting frá vinum og skólamenningunni. Hér virðist því vera komin fram spenna á milli tvenns konar viðhorfa; þess að við séum frjálsir sjálfráða einstaklingar sem eigi rétt á að velja hvernig þeir haga lífi sínu og neyslu og þess að við séum ofurseld áhrifum umhverfisins sem við búum í. Því sem hér er lýst sem togstreitu tveggja möguleika sem útiloka hvor annan eru þó í raun tveir þættir sem vel geta farið saman. Stephen Holland dregur þetta fram í bók sinni Public Health Ethics og vekur athygli á að við séum ekki annaðhvort á valdi umhverfisins eða frjáls í eigin athöfnum. Það sem frelsismódelið sýnir fram á er að í einhverjum skilningi er fólk frjálst að því að velja sér heilbrigðan lífsstíl og er því ábyrgt fyrir heilsu sinni; í þeim skilningi er rétt að lofa einstaklinginn, eða ásaka hann, láta hann sæta ábyrgð og reyna að hafa áhrif á val hans. Það sem umhverfismódelið dregur fram er að umhverfi okkar hvetur til ákveðinnar hegðunar. Ef við einblínum á einstaklinginn, missum við af mikilvægu tækifæri til að bæta heilsu almennings með almennum aðgerðum. Dougherty heldur því fram að þar sem báðir sjónarhólar dragi fram mikilvæga þætti megi hvorugum sleppa. Ef við lítum framhjá frelsismódelinu tekst okkur ekki að hvetja einstaklinga til að velja sér heilbrigðan lífsstíl; og ef við lítum framhjá umhverfismódelinu yfirsjáist okkur almennar aðgerðir í þá veru að bæta heilsu fólks. Jafnframt má segja að bæði þessi sjónarhom vinni saman. Við getum sagt að fólk beri að einhverju leyti ábyrgð á hegðun sinni og heilsu og einnig að almennar aðstæður í samfélaginu hafi áhrif á heilsu fólks.6 LÆKNAblaðið 2009/95 715
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.