Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN Arangur skurðaðgerða við meðfæddri ósæðarþrengingu hjá börnum á íslandi 1990-2006 Sverrir I. Gunnarsson1 deildarlæknir Bjarni Torfason1-2 brjóstholsskurðlæknir Gunnlaugur Sigfússon2’3 barnalæknir Hróðmar Helgason2 barnalæknir Tómas Guðbjartsson1’3 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: ósæðarþrenging, meðfædd, nýgengi, skurðaðgerð, belgvíkkun, árangur, börn, meðferð. ’Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Barnaspítala Hringsins, 3læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Gudbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 5431000, fax 543 4835. tomasgudbjartsson @hotmail.com Ágrip Tilgangur: Að kanna árangur skurðaðgerða við meðfæddri ósæðarþrengingu hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tekur til allra bama (<18 ára) sem gengust undir skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu á íslandi frá 1990 til 2006. Bömum sem ekki gengust undir aðgerð (n=12) eða gengust undir skurðaðgerð erlendis (n=17) var sleppt. Niðurstöður: Af 67 bömum sem greindust á tímabilinu gengust 38 undir skurðaðgerð á fslandi (meðalaldur 36 mánuðir, 22 drengir), þar af 10 undir bráðaaðgerð vegna hjartabilunar. Átta börn greindust án einkenna. Bein æðatenging var gerð hjá 31 barni og subclavian-flap viðgerð hjá sjö þeirra. Aðgerðartími var að meðaltali 134 mínútur (bil 80-260) og tangartími á ósæð 21 mínúta. Miðgildi legutíma var níu dagar og algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru tímabundinn háþrýstingur (58%) og hjartabilun (11%). Endurþrenging greindist hjá sjö sjúklingum (18%), að meðaltali 35 mánuðum frá aðgerð og tókst í öllum tilfellum að meðhöndla hana með belgvíkkun. Öll börnin lifðu aðgerðina og útskrifuðust af sjúkrahúsi. Við eftirlit hafði eitt bam látist, en það lést fjórum mánuðum eftir aðgerð vegna hjartabilunar. Ályktun: Rúmlega helmingur barna með með- fædda ósæðarþrengingu gengst undir skurðað- gerð á íslandi. Árangur þessara aðgerða er mjög góður hér á landi, bæði hvað varðar snemmkomna fylgikvilla og langtíma lífshorfur. Inngangur Meðfædd ósæðarþrenging (aortic coarctation) er algengasti fæðingargalli á ósæð, og er 3,8% meðfæddra hjartagalla á íslandi.1 Þrengingin er oftast í enda ósæðarbogans (aortic arch), handan við upptök vinstri neðanviðbeinsslagæðar (left subclavian artery) þar sem fósturæð (ductus arte- riosus) tengist ósæðinni á fósturskeiði. Helmingur sjúklinganna hefur aðra meðfædda hjartagalla, oftast tvíblaðka ósæðarloku og fjórði hver sjúk- lingur fæðingargalla utan hjarta- og æðakerfis.2 Litningagallar geta verið til staðar og stundum er þrengingin hluti af heilkenni.3 Flest tilfelli eru þó án tengsla við erfðir (sporadic) og hefur meingerð sjúkdómsins ekki verið að fullu skýrð.4 Einkenni sjúkdómsins eru háð alvarleika þrengingarinnar. Algengt er að ungabörn greinist vegna hjartabilunar eða minnkaðs blóðflæðis til ganglima. Eldri böm og fullorðnir greinast hins vegar frekar vegna þreytu í ganglimum eða vegna höfuðverkjar sem rekja má til háþrýstings í efri hluta líkamans.5 Nárapúlsar eru yfirleitt veiklaðir og oft má heyra blásturshljóð yfir brjóstkassa og aftan á baki. Greining fæst með ómskoðun og dopplermælingu yfir þrenginguna. í vafatilfell- um var áður gerð slagæðamyndataka til að stað- festa greininguna en á síðustu ámm hefur segul- ómskoðun leyst slagæðamyndatöku af hólmi.6 Hægt er að greina ósæðarþrengingu á fósturskeiði en slík greining er erfið.7 Meðferð ósæðarþrengingar er oftast fólgin í skurðaðgerð þar sem þrengingin er fjarlægð og æðaendarnir tengdir saman. Á síðasta áratug hefur útvíkkun með belg, með eða án stoðnets, rutt sér til rúms sem valkostur í meðferð þessara sjúklinga. Hér á landi hefur belgvíkkrm aðallega verið beitt við endurþrengingu eftir skurðaðgerð en í vaxandi mæli erlendis sem fyrstu meðferð.8 Hér á landi er til faraldsfræðileg rannsókn á meðfæddum hjartasjúkdómum þar sem meðal annars er greint frá nýgengi meðfæddrar ósæðar- þrengingar.1 Rannsóknir á árangri skurðaðgerða við meðfæddum hjartasjúkdómum hafa hins vegar ekki birst hér á landi. Tilgangur rartnsókn- arinnar var því að kanna árangur skurðaðgerða við meðfæddri ósæðarþrengingu á íslandi á 17 ára tímabili, með sérstakri áherslu á snemmkomna fylgikvilla og lífshorfur. Efniviður og aðferðir Á rannsóknartímabilinu, sem nær frá 1. janúar 1990 til 31. desember 2006, greindust 67 íslensk börn með meðfædda ósæðarþrengingu, 43 drengir LÆKNAblaðið 2009/95 647
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.