Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 41
FRÆÐIGREINAR
YFIRLITSGREIN
geislalyfjameðferð talin kjörmeðferð. Fimm ára
lifun fyrir stig III er 50% og stig IV er 30%.23
í völdum tilfellum má beita skurðaðgerð að
geislalyfjameðferð lokinni hafi svönm við meðferð
verið ófullkomin og æxlið enn talið skurðtækt.42
Krabbamein í barkakýliskoki (hypopharynx):
Þessi æxli eru yfirleitt langt gengin við greiningu
með ífarandi æxlisvexti og hálseitlameinvörpum.42
Ástæðan er að einkenni smárra æxla á þessum
stað eru lítil sem engin. Horfur eru slæmar þar
sem 5 ára lifun allra æxla er um 30%.48 Tafla
II sýnir fimm ára lifun þessara æxla á íslandi.
Hefðbundin meðferð er annaðhvort skurðaðgerð
með geislameðferð eða geislalyfjameðferð að
aðgerð lokinni eða geislalyfjameðferð eingöngu.49
Krabbamein í barkakýli (larynx):
Meðferð æxla í barkakýli hefur breyst talsvert
á síðastliðnum áratugum en nú gangast flestir
sjúklinganna undir geislameðferð. Markmið
meðferðar á þessum æxlum er að viðhalda starf-
andi barkakýli og raddböndum og þar með eðli-
legri rödd ásamt því að veita læknandi meðferð.50
Starfhæfni barkakýlisins með tilliti til raddar,
öndunar og kyngingar verður að meta til að geta
ráðlagt viðeigandi meðferð. Geislun er ólíkleg til
að bæta kyngingu sé hún á annað borð orðin slæm
og er frekar líkleg til að gera hana verri, sérstaklega
ef lyfjameðferð er beitt líka. Ef sjúklingur með
langt gengið krabbamein kýs geislameðferð þarf
að huga að loftvegi áður en meðferð hefst og
þurfa sumir sjúklinganna barkaskurð. Æxli á lágu
stigi má meðhöndla með geislameðferð eingöngu
eða takmarkaðri skurðaðgerð. Skurðaðgerðir
eru mismunandi eftir því hvar í barkakýlinu
meinið er og hversu útbreitt það er, brottnám
barkakýlis er oft beitt en leysigeislaskurðaðgerð
í barkakýlisspeglun er æ algengari. Meðhöndla
þarf eitla í ofanraddglufuæxlum í öllum tilvikum
með eitlaúrnámi eða geislun og fer það að
mestu eftir frummeðferð hvor meðferðin er
notuð. Lengra gengin æxli (T stig IIB til IV)
geta verið meðhöndluð með skurðaðgerð eða
geislalyfjameðferð. Oftar er þó meðhöndlað með
geislalyfjameðferð.50 Sýnt hefur verið fram á að
geislalyfjameðferð er jafnlíkleg til lækningar og
skurðaðgerð en þess utan er slík meðferð líklegri
til að viðhalda starfhæfu barkakýli.51'52 í sumum
tilvikum svara sjúklingar ekki geislalyfjameðferð
en þá er jafnan beitt barkakýlisbrottnámi. Slík
aðgerð er einnig nauðsynleg ef krabbamein
í barkakýli kemur aftur eftir að sjúklingur
hefur gengist undir geislameðferð. Þær hafa þó
gjarnan hærri fylgikvilla í för með sér, svo sem
kokhúðarsamgang (pharyngocutaneous fistula),
Tafla II. Nýgengi, meðalaldur við greiningu og fimm ára hlutfallsleg lifun íslenskra karla og
kvenna með flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði.
Nýgengi 2002 til 2006 Meðalaldur 2002 til 2006 Fimm ára lifun á tímabilinu 1993 til 2002
Karlar
Munnhol og varir 5,3 71 62%
Nefkok 0,4 47
Barkakýliskok 0,2 72
Varir, munnhol, gómbogar, nefkok, 6,4 68 54%
barkakýliskok
Nefhol, miðeyra og skútar 0,9 66
Barkakýli 2,2 71 72%
Konur
Munnhol og varir 2,1 67 60%
Nefkok 0,3 70
Barkakýliskok 0,2 43
Varir, munnhol, gómbogar, nefkok, 2,7 67 65%
barkakýliskok
Nefhol, miðeyra og skútar 0,6 62
Barkakýli 0,6 58 73%
Upplýsingar fengnar frá Krabbameinsskránni.
þá sérstaklega ef lyfjameðferð hefur verið beitt
aukalega.53
Krabbamein í nefkoki (nasopharynx):
Þessi krabbamein eru um margt ólík hinum
algengari FÞKHH en gjarnan er sjúkdómurinn
langt gengin með útbreiddum eitlameinvörpum
við greiningu.54 Nefkokskrabbamein eru frekar
sjaldgæf á Vesturlöndum en mun algengari
í Austurlöndum fjær, sérstaklega í Kína og
tengist tilurð þeirra þar sterklega sýkingum
af völdum Epstein-Barr veirunnar. Hornsteinn
meðferðar nefkokskrabbameina er geislameðferð
en á síðasta áratug hefur verið sýnt fram á að
geislalyfjameðferð bætir horfur umtalsvert.55
Hálseitlameinvörp af óþekktum uppruna:
í 2-5% af öllum tilfellum af FÞKHH er engan
upphafsstað að finna þrátt fyrir ítarlega skoðun.56
Jáeindasneiðmyndarannsónir geta verið gagnlegar
í þessum hópi sjúklinga.57 Uppvinnslan miðar
að því að finna frumæxlið með ítarlegri skoðun
í svæfingu með barkakýlisspeglun og sýnatöku
frá tungurót og hálskirtlatöku en í um 80%
tilfella er frummeinið þar ef það finnst.17
Hefðbundin meðferð þessara sjúklinga var fyrst
og fremst skurðaðgerð með eitlabrottnámi en nú
er geislameðferð eða geislalyfjameðferð einnig
beitt og er þá geislað á nefkok, muimkok og eitla
í afturkoki (retropharynx)58 og á eitlastöðvar á
hálsi.
LÆKNAblaðið 2009/95 677