Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 39

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 39
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN (Gy). Ýmsar nýjungar í geislameðferð, svo sem fleiri en ein meðferð á dag (hyperfractionation) virðast hafa bætt lífslíkur sjúklinga lítillega en slíkum meðferðum er þó óvíða beitt þar sem bráðar aukaverkanir eru meiri og þær krefjast gjarnan sértæks búnaðar og fleira starfsfólks. Geislameðferð eftir skurðaðgerð á hálsi í N+ tilfellum dregur úr líkum á staðbundinni endurkomu meinsins og bætir lifun.36 Meðferð á langt gengnum krabbameinum án mein- varpa: Ef mein eru staðbundin en þó langt gengin er yfirleitt þörf á geislameðferð ásamt krabba- meinslyfjameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að samhliða meðferð með geislum og krabba- meinslyfjum (geislalyfjameðferð, concurrent chemoradiation therapy) er líklegri til árangurs en geislameðferð ein sér eða lyfjameðferð gefin fyrir eða eftir geislameðferð (sequential therapy).37 Horfur sjúklinga sem gengist hafa undir geislameðferð hafa batnað á síðustu áratugum og vera má að skýringin sé aukin notkun samhliða lyfjameðferðar. Ávinningurinn af samhliða geislalyfjameðferð er um 8% betri fimm ára lifun umfram það sem áunnið er með geislameðferð einni saman.37 Samhliða meðferð virðist þó ekki draga mikið úr hættunni á fjarmeinvörpum og slík meðferð hefur í för með sér umtalsvert alvarlegri aukaverkanir en geislameðferð ein sér. Ef ekki er talið að sjúklingur þoli hefðbundna geislalyfjameðferð má annað- hvort nota geislameðferð eða geislameðferð ásamt cetuximab sem er mótefni gegn vaxtarviðtökum á yfirborði æxlisfrumnanna (epidermal growth factor). Sé cetuximab bætt við geislameðferð má bæta árangur meðferðarinnar án þess að auka fylgikvillana svo marktækt sé.38 Þrátt fyrir að geislalyfjameðferð með cetuximab lofi góðu er cisplatín enn kjörlyf ásamt geislameðferð í þeim sjúklingum er þola slíka meðferð. En meðferðin er flestum sjúklingum afar strembin, jafnvel þeim sem annars eru við góða heilsu. Ef æxli er skurðtækt virðist samhliða geislalyfjameðferð eftir skurðaðgerð (adjuvant meðferð) gagnast í völdum tilfellum og dregur slík meðferð úr líkum á endurkomu sjúkdómsins og bætir hugsanlega lífslíkur.39 Ávinningurinn af slíkri eftirmeðferð virðist þó fyrst og fremst bundinn við þá sjúklinga sem reynast hafa jákvæðar skurðbrúnir að aðgerð lokinni eða eitlameinvörp sem ná út fyrir eitilinn sjálfan og inn í aðlæga vefi.40 Barkaskurður (tracheotomy) til að tryggja loftveg og öndun ásamt magaraufun (gastrostomy) til að viðhalda næringarástandi sjúklingsins getur verið nauðsynleg á meðan meðferð stendur þar sem Barkakýli -Svæði ofan raddbanda —Fölsku raddböndin —Könnubrjósk —Barkalok —Speldisslímhúðarfellingar -Raddbandasvæði -Svæði neðan raddbanda Munnkok -Tungurót (aftari 1 -Mjúki gómur -Hálskirtlar -Afturveggur munn Barkakýliskok Vélinda Mynd 5. Skipting höfuð- og hálssvæðis með tilliti til stigunar Munnhol er skilgreint frá vörum tilfremri slímhúðarfellingar hálskirtils sem og að mótum mjúka og harða góms og inniheldur einnig fremri 2/3 hluta tungu. Frekari undirstaðir (subsites) innan munnhots hafa síðan sérstaka nátgun hvað meðferð varðar (tunga, munnbotn, harði gómur, kinnslímhúð, varir, aftanjaxls príhyrningur (retromolar trigone) og tanngarðar (alveolar ridges). Munnkok inniheldur mjúka góminn, aftari 1/3 tungu, hálskirtil og afturvegg munnkoksins. Það nær niður að mótum barkaloks (epiglottis) og tungubotns. Barkakýliskok er skilgreint frá mótum barkaloks og tungubotns (vallecula) niður að neðri hluta hringbrjósksins (cartilago cricoidei) og inniheldur peruskotið (piriform fossa), afturhringbrjóskssvæðið og hliðar/afturveggi. Barkakýli er skipt í prjú svæði: ofan raddbanda, raddbönd og neðan raddbanda (supraglottis, glottis, subglottis). Svæðið ofan raddbanda inniheldur barkalok, speldisslímhúðarfellingar (aryepiglottic fotds), könnubrjósk ogfólsku raddböndin. Raddbönd eru skilgreind frá neðri hlutafólsku raddbandanna og ná 1 cm niðurfyrir pau. Svæðið neðan raddbanda rnerfrá mörkum raddbanda að neðri hluta hringbrjósks. Nefkok nærfrá koknösum (choanae posteriores) að afturvegg og neðri tnörk eru efra yfirborð mjúka gómsins. Birt með leyfi CMPMedica. Úr: Cancer Management: A Mullidisciplinary Approach, Uth edition 2008. Pazdur R, Wagman L, Camplwusen K, et al (Ritstj.), Kafii 4. öll réttindi áskilin. kynging er þá oft verulega skert og getur í sumum tilvikum skaðast varanlega. Lengi hefur verið vitað að kröftug krabba- meinslyfjameðferð í upphafi meðferðar áður en lagt er út í skurðaðgerð eða geislameðferð, getur minnkað stærð æxlisins og hugsanlega bætt horfur.41 Þessi meðferð telst þó ekki enn vera kjörmeðferð en á vel við í völdum tilfellum ef mein eru langt gengin en staðbundin. Bráðir fylgikvillar geislameðferðar og sérstaklega geislalyfjameðferðar eru umtalsverðir. Nær allir sjúklingar verða fyrir verulegum slímhúðarskaða (mucositis) sem yfirleitt veldur verulegum verkjum og skertri inntöku næringar. Undantekningarlítið þurfa sjúklingar sterk verkjalyf meðan á meðferð stendur og fyrstu vikumar eftir að meðferð lýkur. LÆKNAblaðið 2009/95 675
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.