Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 36

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 36
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN Mynd 1. Klíitískar myndir afflöguþekjukrabbameinum á höfði og hálsi afýmsum stigum. A. T1 æxli (biá ör) í munnholi fyrir aftan endajaxl (trigonum retromolare). B. T1 krabbamein á hlið tungu (blá ör). C. T2 krabbamein á hlið tungu (blá ör). D. T2 æxli í fram munnbotni (blá ör). E. T3 hálskirtilskrabbamein (blá ör). F. T3 æxli í munnholi, efri kjálka (blá ör). G. T3 ofanraddglufukrabbamein (blá ör), barkalok (græn ör), leysibarkaslanga (rauður örvaoddur). H. T2 krabbamein í munnholi (blá ör). tennur eða verkir í tönnum verið vandamál, sem og dofi í dreifingu fimmtu heilataugar. Krabbamein í munnkoki hafa oftast kyngingarerfiðleika í för með sér og verki og ekki er óalgengt að sjúklingar hafi fengið nokkra sýklalyfjakúra vegna hálsbólgu áður en meinið uppgötvast. Aukinheldur getur meinið uppgötvast við uppvinnslu á hnúti á hálsi. Krabbamein í barkakýli hafa mjög mismunandi einkenni en mestu skiptir staðsetning innan barkakýlis. Æxli í ofanraddglufu (supraglottis) geta orðið stór áður en þau fara að hafa áhrif á öndun eða kyngingu og þar sem sogæðakerfið þar er ríkulegt eru eitlameinvörp algeng. Hins vegar eru mein á raddböndum oft greind snemma þar sem sjúklingur er með hæsi vegna breytinga á eiginleikum raddbandsins eða í lengra gengnum meinum út af festingu raddbands vegna ífarandi vaxtar. Krabbamein í nefholi geta orðið stór án þess að sjúklingurinn fái veruleg einkenni. Vökvi í miðeyra án skýringar í fullorðnu fólki getur gefið til kynna æxli í nefkoki en algengasta einkenni þess æxlis er hnútur á hálsi. Við mat á FÞKHH á alltaf að gera ítarlega heilataugaskoðun þar sem krabbamein geta vaxið með taugum að höfuð- kúpubotni og inn í heilabú. Eins og að framan greinir eru verkir, kyngingar- truflanir, hæsi, þyngdartap, öndunarerfiðleikar og langvarandi sár einkenni sem alltaf ætti að rannsaka nánar hjá fullorðnum, sérstaklega reykingamönnum. Mynd 1 sýnir myndir af æxlum af mismunandi stigum á höfuð- og hálssvæði. Greining Greining FÞKHH er jafnan nokkuð einföld, sérstaklega ef auðvelt er að ná sýni frá æxlinu. Sýnataka er algert grundvallaratriði í greiningu krabbameins. Sjúklingar með FÞKHH þurfa nánast alltaf að undirgangast stífa barkakýlis-, vélinda- og barkaspeglun í svæfingu sem í 4- 14% tilfella leiðir í ljós annað krabbamein14’15 en einnig til að kanna nánar útbreiðslu meinsins og eru þá stundum tekin stigunarsýni aðlægt, sérstaklega þegar skurðaðgerð er fyrirhuguð. Stöku sinnum greinast sjúklingar með áberandi hálseitlameinvörp án þess að upphafsæxli finnist (cancer of unknown primary). Tilkoma jáeinda- sneiðmyndarannsókna (PET/CT) hefur hjálpað til við greiningu á óþekktu frumæxli þar sem í um 40-50% tilfella sést upptaka við myndgreininguna16' 17 sem hjálpar til við hnitmiðaða sýnatöku í svæfingu. Af þeim æxlum þar sem upphafsæxlið finnst ekki við fyrstu leit, reynast um 80% vera í tungurót (base of tongue) eða hálskirtli þegar leitað er með nákvæmari aðferðum.17 Tölvusneiðmyndarrannsókn (TS) eða segulóm- skoðun (SÓ) með skuggaefni eru hjálplegar rannsóknarleiðir við mat á eitlum á hálssvæði og útbreiðslu frummeinsins. TS er þó ódýrari og fljótlegri og er mun meira notuð en SÓ sem fyrsta rannsókn (mynd 2). í um 10% tilfella nýgreindra FÞKHH finnast krabbamein í lungum (frummein og/eða mein- vörp) og líkurnar á því aukast eftir því sem stig frummeinsins er hærra.18 Staðsetning (munnkok, barkakýliskok, ofanraddglufa) er áhættuþáttur fyrir lungnameinvörp ásamt jákvæðum hálseitlum (N2/3).18 TS er sennilega besta rannsóknin til að útiloka lungnameinvörp. Finnist lungnameinvörp er meðferð nánast einimgis líknandi, það er meðhöndla einkenni og fyrirbyggja fylgikvilla krabbameinsins. Líknandi meðferð getur þó falið í 672 LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.