Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Bein útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðismála Ágrip Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðingur Lykilorð: bein heilbrigðisútgjöld heimila, þjóðfélagshópar, þjónustunotkun, aðgengi að þjónustu. Hjúkrunarfræðideild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Rúnar Vilhjálmsson, Háskóla íslands, Eirbergi, Eiríksgötu 34,101 Reykjavík. runarv@hi.is Tilgangur: Heilbrigðisútgjöld heimila hafa áhrif á aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróun heil- brigðisútgjalda heimilanna og hvort ákveðnir hópar verðu hærri upphæðum og hefðu meiri kostnaðarbyrði en aðrir. Efniviður og aðferðir: Byggt er á tveimur heil- brigðiskönnunum sem fóru fram árin 1998 og 2006 meðal þjóðskrárúrtaks 18-75 ára íslendinga. Heimtur voru 69% í fyrri könnuninni (N=1924) og 60% í þeirri síðari (N=1532). Meðalútgjöld heimila vegna heilbrigðismála og kostnaðarbyrði (hlutfall heilbrigðisútgjalda af heimilistekjum) voru borin saman milli hópa og ára. Niðurstöður: Raunútgjöld heimila vegna heil- brigðismála jukust um 29% frá 1998 til 2006. Stærstu útgjaldaliðir 2006 voru lyf og tann- læknisþjónusta. Kostnaðarbyrðin var þyngst meðal kvenna, yngra og eldra fólks, einhleypra og fráskilinna, minni heimila, fólks utan vinnumarkaðar og atvinnulausra, fólks með litla menntun og lágar tekjur, langveikra og ör- yrkja. Samanburður á kostnaðarbyrði 1998-2006 sýnir versnandi stöðu ungs fólks, skólafólks, atvinnulausra og fólks með minnsta menntun, en batnandi stöðu eldra fólks, ekkjufólks og barnaforeldra. Ályktun: Verulegur munur er á útgjöldum og útgjaldabyrði vegna heilbrigðisþjónustu eftir hópum. Endurskoða þyrfti tryggingavernd í heil- brigðiskerfinu og huga sérstaklega að öryrkjum, fólki utan vinnumarkaðar, lágtekjufólki og ungu fólki. Inngangur Undanfarna áratugi hefur heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustu vaxið víðast hvar á Vesturlöndum, hvort sem miðað er við kostnað á mann á föstu verðlagi eða hlutfall kostnaðar af landsframleiðslu. Síðustu ár hefur hægt á kostnaðaraukningu flestra vestrænna heilbrigðiskerfa þótt kostnaðurinn aukist áfram í langflestum þeirra.1 Opinber útgjöld vestrænna ríkja vegna heilbrigðismála hafa aukist síðustu áratugi þótt almertnt hafi dregið úr opinberum vexti síðustu ár. Hið opinbera ber þó áfram langstærstan hluta heilbrigðisútgjaldanna í flestum ríkjanna og í öll- um nema tveimur (Bandaríkjunum og Mexíkó) stendur hið opinbera undir meirihluta kostn- aðarins.1 Vaxandi hlutur heilbrigðismála í opin- berum útgjöldum hefur víða torveldað stjórn- völdum að ná jafnvægi í rekstri hins opinbera. Meðal annars hefur verið brugðist við með auknu aðhaldi í fjárveitingum til heilbrigðisstofnana, takmörkun á framboði þjónustu (til dæmis rekstri biðlista), einkavæðingu, endurskoðun á greiðsluþátttöku hins opinbera og aukinni þátt- töku sjúklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónust- una.2 Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda eru meðal ástæðna þess að bein heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa aukist innan margra vestrænna ríkja.1' 2 Því hafa vaknað spurningar um hvort aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé í reynd jafnt eða hvort vaxandi ójafnaðar gæti í þjónustunni. Erlendar rartnsóknir benda til að aukin bein útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og skert tryggingavernd fækki læknaheimsóknum og spítalainnlögnum.3'5 Á íslandi hefur hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu hækkað síðustu áratugi, en lækkaði þó frá 2000 til 2006, einkum vegna aukinnar landsframleiðslu. Árið 2006 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála á íslandi 9,1% af vergri landsframleiðslu og var ísland í 10.- 11. sæti OECD-ríkja. Sama ár nam hlutfall hins opinbera í heilbrigðisútgjöldum á íslandi 82% og var ísland í sjötta sæti OECD-ríkjanna í opinberu hlutfalli heilbrigðisútgjalda.1 íslenska heilbrigðiskerfið er að grunni til félagslegt kerfi (socialized health system). Meginmarkmið slíkra kerfa er að þegnarnir hafi jafnan og greiðan aðgang að þjónustunni.6-7 í lögum um heilbrigðisþjónustu á íslandi segir meðal annars í fyrstu grein að markmiðið sé að „allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði".8 Þá segir í íslenskri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 að samstaða sé um það hér á landi „að heilbrigðisþjónustan sé að mestu leyti kostuð af LÆKNAblaðið 2009/95 661
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.