Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 65
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR 100 ÁRA Álagið eykst stöðugt Segir Hildur Svavarsdóttir heilsugæslulæknir „Það sem hefur breyst hvað mest á undanförnum árum er hvernig álagið hefur aukist á okkur heimilislæknana. Við erum með sjúklinga inni á stofu eða í símanum hjá okkur allan vinnudaginn auk þess að sinna ýmsum tilfallandi erindum þannig að stundum gefst varla tími til að taka matartíma/' segir Hildur Svavarsdóttir, heilsugæslulæknir í Hvammi, en hún hefur tæplega tíu ára reynslu af heimilislækningum. Hún segir sparnaðaraðgerðir undanfarið valda því að áður var pappírsvinnan unnin í yfirvinnu en nú hefur yfirvinnan verið tekin af svo pappírsvinnan er unnin í dagvinnunni. „Þetta hefur áhrif á þjónustuna því við getum sinnt færri sjúklingum en þó er tilhneigingin sú að vinna hraðar svo hægt sé að sinna sem flestum. Hildur segir að samhliða því að álagið hafi aukist þá geri skjólstæðingarnar meiri kröfur til læknisins en áður var. „Það er ekki nóg að skrifa lyfseðil og segja sjúklingnum að taka töflu. Fólk vill vita hvað það er að taka, hvaða kostir og gallar eru á því, heyra um aukaverkanir og ræða ýmsar aðferðir sem það hefur lesið sér til á netinu eða í blöðunum, séð í sjónvarpinu eða heyrt aðra tala um. Fólk er almennt miklu betur upplýst en áður var og gerir jafnframt meiri kröfur um upplýsingar." Þetta kallar á að læknamir fylgist vel með umræðunni í þjóðfélaginu auk þess að lesa sér til í faglegum tímaritum og sækja endur- menntunarnámskeið heima og erlendis. „Vissulega eigum við rétt á námsleyfi en flest af þessu gerir maður nú orðið í sínum eigin tíma því á stofunni er yfirleitt aldrei tími til að lesa grein eða kynna sér eitthvert læknisfræðilegt efni. Það gefst einfaldlega aldrei næði til slíks. Reyndar er á sumum stöðvum ætlaður smá tími í endurmenntun en margir neyðast til að nýta hann bara í pappírsvinnu. Svo bætist við að meðalaldur þjóðarinnar er hækkandi þannig að fleiri skjólstæðingar eru eldri og þá fylgja yfirleitt fleiri sjúkdómar sem skjólstæðingurinn vill fá að ræða í hverri heimsókn sem auðvitað tekur lengri tíma en að sinna einu og kannski einfaldara vandamáli hjá annars heilsuhraustu fólki. Umræða um geðheilbrigði hefur einnig aukist þannig að skjólstæðingarnir eru farnir að ræða meira um andlega líðan sfna sem er auðvitað gott en slík viðtöl taka yfirleitt einnig lengri tíma." Fólk vill meiri upplýsingar Kreppan og afleiðingar hennar á heilsufar og andlega líðan fólks kemur hvað skýrast fram í starfi heilsugæslulæknanna. „í fyrstu var eins og fólk væri dofið en síðan hefur þetta aukist jafnt og þétt. Margir koma með uppsöfnuð vandamál, ekki eitt heldur þrjú eða fjögur, og það stafar oftar en ekki af því að fólk er að spara sér heimsóknirnar og það er farið að bera á því að fólk þori ekki að taka sér frí úr vinnu til að koma til læknis og vill því helst leysa öll mál í einni heimsókn. Fólk spyr líka hvað lyfin kosta sem maður er að skrifa og oft er spurt hvort til sé ódýrara lyf. Þessu velti maður ekki fyrir sér fyrir tíu árum. Nú skiptir hver þúsundkall máli fyrir fólk og við verðum að fylgjast vel með þessu. Þá hefur einnig bæst við að ýmsum lyfjum sem fólk hefur verið að taka hefur verið skipt út fyrir önnur ódýrari og fyrir okkur þýðir þetta ótal auka símtöl þar sem fólk hringir og vill vita hvort nýja lyfið sé jafngott og það gamla, hvort aukaverkanir séu aðrar og svo framvegis. Fólk vill fá almennileg svör og það á auðvitað fullan rétt á þeim. En það er eins og kerfið geri ekki ráð fyrir álaginu sem þessu fylgir." Hildur segir það sannarlega áhyggjuefni hversu lítil nýliðun er í röðum heimilislækna. „Ef vel ætti að vera þyrfti helmingur nýútskrifaðra lækna að leggja fyrir sig heimilislækningar. Eins og staðan er í dag þá er þetta innan við fjórðungur. Það blasir því við að innan fárra ára stöndum við frammi fyrir alvarlegum skorti á heimilislæknum ef ekkert breytist. Það hefur ekki þótt eftirsóknarvert að fara í heimilislækningar en eini starfsvettvangur heimilislækna eru heilsugæslustöðvamar." Hildur segir að eflaust hafi það haft áhrif á val ungra lækna á sérgrein að nánast hefur verið ómögulegt að starfa sjálfstætt sem heimilislæknir á íslandi við núverandi aðstæður. „Þetta skipti meira máli fyrir hrunið því vissulega er starfsöryggi fólgið í því að vinna innan heilsugæslunnar. Þetta er að koma í bakið á okkur núna þar sem á undanförnum árum hafa allt of fáir lagt fyrir sig heimilislækningar. Nú vantar lækna á heilsugæslustöðvarnar.' „ Fólk er almennt mikht betur upplýst en áður var og gerir jafnframt meiri kröfur um upplýsingar, ” segir Hildur Svavarsdóttir heimilislœknir. LÆKNAblaöið 2009/95 701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (15.10.2009)
https://timarit.is/issue/378573

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (15.10.2009)

Aðgerðir: