Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
svörun var hærri meðal kvenna en karla og íbúa
á landsbyggðinni en íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður beggja kannana voru því vegnar eftir
búsetu og kynferði svo þær gæfu betri mynd af
þýðinu.12'15
Til að meta kostnað vegna heilbrigðisþjónustu
var spurt: Hver áætlar þú að sé samanlagður
kostnaður vegna notkunar þinnar og heimilis-
marma þinna (svo sem maka, bama og foreldra
á heimili þínu) á eftirfarandi þáttum það sem
af er þessu ári (1998 eða 2006)? a) Komur
til lækna, komur á göngu- og slysadeild og
bráðamóttöku, húsvitjanir lækna (ekki lyf), b)
Lyf samkvæmt lyfseðli, c) Lyf án lyfseðils,
d) Tannlæknisþjónusta, e) Sjúkraþjálfun, f)
Sálfræðiþjónusta, g) Hjálpartæki (svo sem hækjur,
hjólastóll, hálskragi, spelkur, gerviútlimur), h)
Gleraugu (kaup á nýjum eða viðhald), i)
Heyrnartæki (kaup á nýjum eða viðhald), j) Sjúkra-
og hjúkrunarvörur (til dæmis sjúkrakassi, plástur,
teygjubindi, mælar af ýmsu tagi, bleyjur fyrir
fullorðna), k) Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta
(svo sem hnykklæknar, svæðanudd, náttúrulyf
og -lækningar, huglækningar, nálastungur, jóga),
1) Sjúkraflutningar (þessi liður var einungis með í
könnuninni frá 2006).
Rannsóknin kannaði tengsl útgjaldaliða
við eftirfarandi breytur: Kynferði, aldur, hjú-
skaparstöðu (gift(ur)/í sambúð, í föstu sambandi/
einhleyp(ur), fráskilin(n), ekkja/ekkill), foreldra-
stöðu (barn 5 ára eða yngra, ekki barn 5 ára
eða yngra), fjölda heimilismanna, atvinnustöðu
(ekki í starfi, hlutastarf, fullt starf), námsstöðu (í
skóla, ekki í skóla), atvinnuleysi (atvinnulaus nú,
ekki atvinnulaus nú), búsetu (höfuðborgarsvæði,
landsbyggð), menntun (grunnskóla-, gagnfræða-
eða landspróf, sérskóla- eða stúdentspróf, háskóla-
stigspróf), heimilistekjur (árstekjur í krónum árið
2005), örorku (75%) og langvinna sjúkdóma/
kvilla (svarendur gáfu upp hvort þeir hefðu
haft einhvern af 48 langvinnum sjúkdómum og
kvillum, og hvort læknir hefði staðfest það, svo
sem astma, þrálát húðútbrot, háan blóðþrýsting,
heilablóðfall, krabbamein í lungum, sykursýki,
þrálátan verk í mjóbaki og alkóhólisma).
Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðifor-
ritið SPSS. Útgjaldatölur hvers heimilis voru
reiknaðar á ársgrundvelli samkvæmt formúlunni
Y=(X/k-l)*365, þar sem Y eru framreiknuð
ársútgjöld, X eru útgjöldin til þess dags þegar
spurningalista er svarað, k er raðnúmer dagsins
(frá áramótum) þegar viðkomandi spurningalisti
er móttekinn og 1 er áætlaður dagafjöldi milli
útfyllingar og móttöku lista (1 er áætlað þrír
dagar ef listi er móttekinn á mánudegi, en
annars tveir dagar).14 Meðaltals- og prósentutöflur
voru settar upp til að kanna meðalútgjöld
vegna þjónustuþátta, og hlutfall útgjalda af
heimilistekjum. Hópamunur á útgjöldum var
metinn með t-prófi þegar hópar voru tveir og F-
prófi þegar hópar voru þrír eða fleiri.
Niðurstöður
Bein heildarútgjöld heimilis vegna heilbrigðismála
árið 2006 voru mjög breytileg. Lægst voru
þau 0 krónur, en hæst rúmar 402.000 krónur
(staðalfrávik: 67.600). Útgjöldin jukust að
raungildi um 29% á tímabilinu frá 1998 til 2006,
úr tæpum 82.000 að meðaltali í tæp 106.000. Ef
óhefðbundin heilbrigðisþjónusta er undanskilin
jukust raunútgjöld heimilanna um tæp 27% á
tímabilinu (úr 79.000 í 100.000). Jafnframt hækkaði
kostnaðarbyrði heimila (heilbrigðisútgjöld í
hlutfalli við heildartekjur heimilis) úr 1,82%
að meðaltali árið 1998 í 2,52% árið 2006.
Heilbrigðisútgjöldin 2006 samsvöruðu tæplega
39.000 krónum á hvern heimilismann að meðal-
tali ef allt er meðtalið, en tæplega 37.000 ef
óhefðbundin heilbrigðisþjónusta er undanskilin.
Nánar tiltekið námu meðalútgjöld 2006 vegna
læknisþjónustu 16.778 krónum á heimili (6064
krónum á heimilismann), lyfseðilskyldra lyfja
20.314 krónum á heimili (7737 krónum á
heimilismann), tannlæknisþjónustu 26.840 krón-
um á heimili (9467 krónum á heimilismann),
sjúkraþjálfunar 6284 krónum á heimili (2234 krón-
um á heimilismann), og sálfræðiþjónustu 2633
krónum á heimili (996 krónum á heimilismann).
Samkvæmt töflu I varð raunaukning í
öllum liðum heilbrigðisútgjalda heimilanna á
tímabilinu, langmest í sálfræðiþjónustu (120%)
og óhefðbundinni heilbrigðisþjónustu (104%),
en raunaukning var einnig mikil í sjúkraþjálfun
(49%) og lyfjum án lyfseðils (43%). Minnst var
raunaukning heilbrigðisútgjalda heimilanna í
tannlæknisþjónustu (15%). Þá sýnir tafla I að
innbyrðis hlutdeild útgjaldaliða breyttist lítið
milli 1998 og 2006. Þó varð lyfjakostnaður stærsti
útgjaldaliður heimilanna 2006 (en var í öðru sæti
1998), en tannlæknakostnaður lenti í öðru sæti
2006 (var í fyrsta sæti 1998).
Tafla II sýnir hvernig ársútgjöld heimila vegna
heilbrigðismála skiptust eftir helstu útgjaldaliðum
og hópum árið 2006. Taflan sýnir meðal annars
að tannlæknakostnaður var hæstur hjá 45-54 ára
og lægstur meðal 65 ára og eldri. 55-64 ára höfðu
hæst útgjöld vegna lyfja. Giftir/sambúðarfólk
höfðu hæst heimilisútgjöld hjúskaparstétta í öllum
útgjaldaliðum, en ekkjufólk hafði lægst útgjöld.
Samband var milli fjölda heimilismanna og
heimilisútgjalda í flestum útgjaldaliðum. Heimili
LÆKNAblaðið 2009/95 663