Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN A B C D E Mynd 2. Stieiðmyndir afflöguþekjukrabbameinum á höfði og hálsi afýmsum stigum. A. T1 tunguæxli (rauð ör). B. T3 tunguæxli (rauð ör). C. T2 hálskirtilsæxli (rauð ör). D. T2 barkakýliskoksæxli (rauð ör). E. T2 hægra raddbandsæxli (rauð ör). E Eitlameinvarp á hálsi (rauð ör). G. T4a tungurótaræxli (rauð ör). H. T4afremra munnbotnsæxli sem er búið að éta sig í gegnum kjálkann (rauð ör). I. T4b nefkoksæxli (rauð ör) sem hefur vafið sig í kringum innri hálsslagæð (blár örvaroddur). J. T4b munnkoksæxli (rauð ör) sem hefur vafið sig í kringum innri hálsslagæð (blár örvaroddur). sér víðtæka skurðaðgerð með enduruppbyggingu, sérstaklega ef verkir eru miklir. Á síðari árum hafa jáeindasneiðmyndarann- sóknir (JS) verið notaðar í auknum mæli við stigun og eftirfylgni krabbameina á höfuð- og hálssvæði (myndir 3 og 4).19 Tæknin er sérlega hentug til þess að meta hvort sjúkdómurinn er staðbundinn eða útbreiddur. í sumum tilfellum greinir JS fjarmeinvörp eða annað æxli og þannig getur rannsóknin hlíft sjúklingnum við því að gangast undir erfiða staðbundna meðferð sem ólíkleg væri til að lengja líf eða bæta lífsgæði.20 Einnig hafa JS verið notaðar til mats á meðferðarárangri, sérstaklega eftir lyfja- og geislameðferð. Ef JS er gerð þremur mánuðum eftir lok meðferðar og sýnir enga upptöku í frummeini eða hálseitlum ásamt eðlilegri líkamsskoðun er óhætt að fylgjast með sjúklingnum og framkvæma ekki eitlaúmám.21 JS hefur einnig sýnt notagildi við ákvörðun og undirbúning geislameðferðar.22 Stigun Stigun krabbameina á höfuð- og hálssvæði er flókin og endurspeglar flókna líffærafræði svæðisins. Núverandi stigunarkerfi er kennt við American Joint Committee on Cancer (AJCC) og styðst við svokallað TNM-kerfi (tafla I).23 í þessu kerfi ákvarðast T-stigun af stærð og útbreiðslu upprunalega æxlisins og N-stigun af því hvort eitlameinvörp em á hálsi. Mikilvægt er að greina hálseitlameinvörp því þau spá fyrir um horfur. Að jafnaði lækka lífslíkur um 50% ef eitlameinvörp greinast á hálsi.24 M-stig æxlisins ræðst af því hvort það hefur dreift sér til fjarlægra líffæra eða eitla utan höfuð- og hálssvæðis. Stigun FÞKHH er mismunandi eftir staðsetningu frumæxlis og til nánari glöggvunar á þessu vfsast í vef bandarísku krabbameinsstofnunarinnar (National Cancer Institute), www.cancer.gov. Við stigun FÞKHH eru skörp skil á skiptingu svæða efri öndunar- og meltingarvegar (mynd 5). Til að auðvelda umræðu og fyrirbyggja rugling er hentugt að skipta eitlastöðvum á hálsi í fimm svæði eftir því hvar á hálsinum þær eru (mynd 6). Mynd 3. 68 ára stórreykingakona sem var endurtekið lögð inn vegna andþyngsla og talin hafa versnandi langvinnan lungnateppusjúkdóm. Hún reyndist hafa stórt óþroskað flöguþekjuæxli í barkakýli. JS-rannsókn gerð til stigunar sýndi staðsetningu æxlisins vel (gular örvar), engin merki um eitlameinvörp en staðsetningu tracheostomiu (græn ör). Rannsóknin sýndi einnig æxli íhægra lunga (rauð ör) sem reyndist upprunniðfrá berkju hægra efra lungnablaðs og talið var annaðfrumæxli (second primary tumor). Einnig má sjá vinstri slegil hjartans vel á þessari JS-mynd (blá ör). LÆKNAblaðið 2009/95 673
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.