Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 56
UMRÆÐUR 0 G LÆKNAFÉLAG F R É T T I R_ REYKJAVÍKUR 10 0 Á R A „íslenskir læknar eru eftirsóttir” Segir Sigurður Böðvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur Stéttarfélag eða fagfélag eru spurningar sem vakna þegar velt er fyrir sér hlutverki Læknafélags Reykjavíkur þegar það fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Upphaflegur tilgangur félagsins var sannarlega tvíþættur, að gæta hagsmuna lækna sem stéttar og stuðla að faglegum framgangi þeirra. Eflaust var þetta orðað öðruvísi í stofnskránni en efnislega samhljóða. Eitt hundrað árum síðar hef ur margt breyst, í kjölfar Læknaf élags Reykjavíkur voru stofnuð svæðafélög lækna um land allt og að því að kom að Læknafélag íslands var stofnað sem eins konar regnhlíf yfir læknafélögin; sameiginlegur vettvangur lækna í landinu til að ræða mál sín innbyrðis og tala einni röddu út á við. Hávar Sigurjónsson Sigurður Böðvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur frá árinu 2006, hefur velt fyrir sér tilgangi og hlutverki félagsins í nútíð og framtíð. „Það fer ekkert á milli mála að tilgangur félags- ins hefur breyst í tímans rás. Aðgang að félaginu eiga allir starfandi læknar á höfuðborgarsvæðinu og skráðir félagar eru á sjöunda hundrað. Það eru nærri tveir þriðju af öllum læknum í landinu svo LR er langstærsta félagið innan Læknafélags íslands." Því var hvíslað að blaðamanni Læknafélags- ins á aðalfundi LR síðastliðið vor að þeir átján félagar sem þar voru mættir, að stjórninni meðtaldri, væru tvímælalaust valdamesti hóp- urinn innan Læknafélags íslands. Hvers vegna? Jú, vegna þess að aðalfundur LR skipar 40 af 60 fulltrúum á aðalfund Læknafélags íslands þar sem allar meiri háttar ákvarðanir um sameiginleg hagsmunamál lækna eru teknar. „Það má auðvitað segja sem svo að aðalfundur LR hafi mikil völd en þau dreifast á fleiri hendur þegar kemur að því að skipa fulltrúa félagsins á aðalfund LÍ. Engu að síður vildi maður gjaman sjá fleiri félaga mæta á aðalfund félagsins en það segir þó alls ekki alla söguna um áhuga og þátttöku í starfi félagsins. Mæting á félagsfundi þar sem rædd eru einstök mál, sem efst eru á baugi, eins og málefni Landspítalans, hefur verið mjög góð. Yfir 100 manns hafa mætt á slíka fundi, en almennt mæta á milli 30 og 50 félagar á almenna félagsfundi." Sigurður bendir á að læknar hinna ýmsu sérgreina hafi stofnað með sér félög sem gegni hlutverki fagfélags sérgreinarinnar og í einhverj- um tilfellum fari þau einnig með samningamál. „Það er eðlilegt að sérfræðingar finni sig betur faglega innan sérgreinarfélags þar sem kollegar í sömu sérgrein koma saman og hagsmunir þeirra eru hinir sömu. Með tilkomu sérgreinafélaganna hefur hlutverk LR þrengst enn frekar en áður var." Hlutverk LR sem stéttarfélags er að sjá um samninga fyrir sjálfstætt starfandi lækna á höfuðborgarsvæðinu. Þegar talið berst að tilgangi og starfi LR viðurkennir Sigurður að mikilvægi Læknafélags Reykjavíkur í opinberri umræðu hafi minnkað með árunum. „Læknafélag íslands hefur að miklu leyti annast það hlutverk. Það er hið sameiginlega andlit lækna gagnvart stjórnvöldum og almenningi. Oft eru bæði félögin að sinna sömu verkefnum, veita umsagnir um lagafrumvörp sem snerta heilbrigðismál og skipa fulltrúa í nefndir og starfshópa. Kosturinn við þetta er þó ótvírætt sá að með þessu fáum við læknar tækifæri til að hafa meiri aðgang að stefnumótun og ákvörðrmum en annars hefði verið. Á hinn bóginn getur stundum verið óheppilegt að bæði félögin séu að vasast í sömu málunum og þá er það ákvörðun stjórnanna hvort LÍ eða LR eigi að fram fram fyrir hönd lækna. Oftast er það LÍ enda yfirleitt um að ræða hagsmuni allra lækna, ekki bara þeirra sem starfa á höfuðborgarsvæðinu." Sigurður segir það sína skoðun að hlutverk LR í breyttu samhengi eigi að felast meira í starfsemi irtnávið. „LR ætti að mínu mati að þróast meira sem fagfélag og sinna því hJutverki, á meðan LI er stéttarfélagið með hið opinbera andlit sem snýr útávið. Nú eru bæði félögin stéttarfélög og fagfélög og þær raddir hafa heyrst að skerpa þurfi þessi skil, jafnvel skilja alveg þarna á milli." 692 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.